19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 29
KOSNINGARÉTTUR KVENNA í ÍRAN eftir Safiyeh Firous, formann kvennasam- takanna í Iran. Mánudaginn sjöunda janúar, sem er kvennadag- ur í Iran, hátíðlegur haldinn til minningar um að þann dag árið 1936 var konum í Iran með keis- aralegri tilskipan sagt að hætta að hylja ásjónu sína, leggja frá sér „slörið“, —fórum við á fund forsætisráðherrans til þess að heimta okkar rétt. Okkur fannst, að nú þegar átti að framkvæma svo margar og róttækar endurbætur í Iran, ættu konur líka að hafa leyfi til að koma skoðunum sínum á framfæri. Við komum til' skrifstofu ráðherrans kl. 11,30, og þegar hann neitaði að tala við sendinefnd kvennasamtakanna, símuðum við eftir liðsauka, og brátt söfnuðust meira en fjögur hundruð kon- ur saman í fordyri stjórnarráðsins. Loks urðu þær svo þreyttar á biðinni, að þær settust á gólfið, en sumar fóru upp í stiga og héldu æsingaræður, þar sem þær heimtuðu kosningarétt og kjörgengi. Forsætisráðherrann komst ekki burtu úr skrifstofunni, og neyddist til þess á end- anum að veita leiðtogunum áheyrn. Við spurð- um hann, hvort okkur mundi verða leyft að greiða atkvæði. Því neitaði hann ákveðið, en ráðlagði okkur að heimsækja trúarleiðtogana og fá að vita þeirra skoðun á málinu. Þessu neituðum við, og skipu- lögðum verkfall þ. 23. janúar, í öllum kvennaskól- um í Teheran. Reyndar mættu bæði kennarar og nemendur í skólunum en neituðu að gera nokk- uð. Stúlkurnar héldu ræður og heimtuðu sinn rétt, en kennararnir lásu upp úr Mannréttinda- skrá Sameinuðu þjóðanna. í sumum stjórnarskrifstofum gerðu stúlkurn- ar líka verkfall. Ein stúlka í brezka bankanum neitaði að vinna vegna verkfallsins. Hún var rek- in, en við erum að reyna að koma henni að aftur. Á fimmtudagskvöld fréttum við að stjórnin hefði ákveðið að setja upp kosningakassa á þremur stöðum fyrir konur. Allan föstudaginn reyndum við að fá staðfest, hvort þetta væri satt, og lánaðist að lokum að afkróa landbúnaðarráðherrann, þeg- ar hann var að byrja á sjónvarpsviðtali. Hann leyfði okkur að taka þátt í viðtalinu, svaraði spurn- ingum okkar og sagði, að okkur yrði leyft að kjósa næsta dag. Heillaóskum yfir þessu fyrsta skrefi rigndi yfir okkur. Næsta morgun kl. sjö var tilkynnt í rík- isútvarpinu að þrjár kosningastöðvar fyrir kon- ur yrðu settar upp, og ættu konurnar sjálfar að stjórna þeim. Seinna var þremur stöðvum bætt við vegna þess, að aðsóknin var svo gífurleg. Það var dásamleg sjón að sjá konurnar þyrpast í kring um kosningakassana. Þær kysstust, hlóu og grétu af gleði, óskuðu hver annarri til hamingju, sumar deildu út sælgæti og blómum. Kvennaleiðtogarnir höfðu snemma morguns leigt þrjá vörubíla með gjall'arhornum til að aka um borgina og hvetja konur til að kjósa. Kl. 11 f.h. sagði innanríkisráðherrann blaðamönnum að kvennaatkvæðin yrðu alls ekki talin með, og einnig yrði þeim neitað um að kjósa við almennar þingkosningar, en þessar kosningar voru um sér- stök mál. Þessar fréttir vörpuðu skugga á gleði okkar, og voru þess valdandi að margar konur hættu við að kjósa. Þrátt fyrir þetta kom land- búnaðarráðherrann á einn kvennakjörstaðinn og lýsti því yfir að „hvort sem atkvæði kvennanna verða taldn með eða ekki í þetta sinn, verður þess jafnan minnst, að þið hafið látið skoðun ykkar í ljós, stigið fyrsta skrefið. Þjóðin stendur með ykkur og keisarinn er með ykkur eins og öllum öðrum framfaramálum ríkisins". 19. JÚNÍ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.