19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 35

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 35
þessa tilraun hér, af því að svo margir hér á landi komast til fullorðinsára, án þess að hafa fengið mislinga. Slíkt þekkist ekki í þéttbýlli löndum. Bóluefnið var framleitt erlendis og þáttur minn var sá að aðstoða við bólusetninguna. Árangur af bólusetningunni var yfirleitt góður. Er enn verið að vinna úr niðurstöðum og eru ýtarlegar skýrslur um þær sendar til aðalstöðva Heilbrigð- isstofnunarinnar í Sviss“. Vildir þú að lokum segja nokkur orð um við- horf þitt til starfsins og framtíðarinnar? „Veirurannsóknir eru skemmtilegt starf og fjöl- breytt. Þúsundir manna með mismunandi undir- búningsmenntun og margvísleg viðhorf hafa gert þær að ævistarfi, enda hefur margt óvænt komið á daginn. Þau verkefni, sem heilla veirufræðinga hvað mest í dag, eru áhrif veira á æxlisvöxt bæði illkynja og góðkynja og þáttur veira í gangi hægfara taugasjúkdóma. Að þessum verkefnum má engu síður vinna hérlendis en erlendis. Hér á Keldum eru góð vinnuskilyrði, fyllilega sambærileg við það sem gerist erlendis. ísland er að dómi allra, sem til þekkja, einstaklega vel' fall- ið til rannsókna á gangi farsótta og útbreiðslu hæggengra sjúkdóma. Ef okkur Islendingum er nokkurt kappsmál að teljast til menningarþjóða nema í landkynningarpésum og lofræðum mætt- um við gjarnan nota betur þau tækifæri sem hér liggja ónotuð á sviði meinarannsókna. G. Gí. Ein af þeim þrem íslenzkum konum, sem hafa fengið lyfsöluleyfi hér á landi er Fríða Proppé lyf- sali á Akranesi, en leyfið fékk hún þann 10. sept- ember 1934. Áður hafði ekki verið nein lyfjabúð í kaupstaðnum en læknarnir báðir haft lyfsölu- leyfi. Ekki var neitt hús fáanlegt, sem heppilegt væri fyrir lyfjabúð, og byrjaði hún því starfið með því að láta byggja hús. Byrjað var á byggingunni í nóvember 1934. Spáðu margir illa fyrir því að hefja byggingu á þessum árstíma, en það kom ekki að sök, því að tíðin var allan veturinn svo góð að alltaf var hægt að steypa, og lyfjabúðin var opnuð þann 15. júní 1935. — Hvernig tók fólkið þessari nýju stofnun, og þá einkum því að kona skyldi vera að ryðjast inn á starfssvið, sem til þessa hafði með aðeins einni undantekningu verið falið körlum? — Það tók mér ágætlega og aldrei hefi ég orðið var neinnar tortryggni í minn garð vegna þess að ég er kona. Hins vegar mun ekki örgrannt um að sumir hafi verið hræddir um, að lyfjabúðin yrði til þess fyrst og fremst að ylja mönnum full- mikið fyrir brjósti. Eftirleiðis þyrftu menn frá- leitt að kvarta um spíraleysi. En ég hefi aldrei lent í neinum vandræðum vegna þess. — Varð undir eins aðsókn að lyfjabúðinni- — Það var kvillasamt um þessar mundir, t.d. gekk slæmur kíghósti og fyrsta daginn afgreiddi ég 21 lyfseðil. Andvirði meðal'a út á hvern seðil var frá 70 aurum upp í 6 krónur, samtals yfir daginn 52 krónur og 20 aurar. -—Hvers vegna völduð þér þetta að ævistarfi? — Já, það er nú saga að segja frá því. Ég fór í menntaskólann haustið 1920 með þeim fasta ásetn- ingi að verða barnalæknir að loknu námi, en þegar ég var komin í fimmta bekk var fjárhag föður míns þannig komið, að hann gat ekki leng- ur kostað mig til langs framhaldsnáms. En þá sagði móðir mín: „Ekki munar okkur um að gefa þér að borða einn vetur, alténd geturðu orðið stúdent“. Um sumarið var ég óráðinn í, hvað gera skyldi, en hafði þó hug á að notfæra mér á einhvern hátt þessa fengnu menntun. Næsta haust leysti svo vinur okkar, Kampmann lyfsali í Hafnarfirði, vandræði mín með því að útvega mér lærlings- stöðu í Reykjavíkur Apóteki. Þar var ég í þrjú ár, fyrsta árið fékk ég 75 krónur á mánuði og borgaði 50 kr. heim fyrir fæði og húsnæði, annað árið fékk ég 100 kr. og þriðja árið 150 kr. AHtaf borgaði ég 50 kr. á mánuði heim og hafði því meira til að eyða seinni árin. Kennsla og bækur voru ókeypis og ég var svo 33 19. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.