19. júní


19. júní - 19.06.1963, Page 41

19. júní - 19.06.1963, Page 41
Hvað er þa orðið okkar starf? Það hefur víst þótt tíðindum sæta víða um land, þegar konurnar byrjuðu að hafa með séi félagsskap, jafnvel hingað og þangað í sveitum landsins. Reyndar var víst fyrsta kvenfélagið hér á landi stofnað í sveit. Saga kvenfélaganna er raunar ekki svo ýkja löng, því ekki var verulega farið af stað með þau fyrr en í kringum aldamótin síðustu, en þar á eftir fara þau líka að þjóta upp um land allt, bæði til sjávar og sveita. Nú er svo komið, að kvenfélög eru líklega starfandi í flest- um sveitafélögum landsins og koma hvarvetna við sögu. Annars verður vonandi bráðum byrjað á því að gefa út sögu kvenfélaganna, og verður það án alls efa fróðleg bók. Ekki nóg með það, að kvenfélög séu um land allt, heldur hafa þau, starfi sínu til eflingar, myndað sambönd sín á milli, og má þar til nefna Kvenfélagasamband íslands, sem líka er landssamband, en samanstendur af héraða- samböndum kvenfélaganna, sem nú eru í hverri sýslu, en ekkert einstakt félag getur fengið þar inngöngu. Stundum heyrir maður því kastað fram, bæði á fundum og í einstaklingssamræðum, að það sé ekki mikið gagn að þessu brölti, og hvað gera félögin eiginlega? spyrja menn. Reyndar lít ég svo á, að félögin ættu á sér fullan rétt, þó að þau gerðu ekkert annað en auka kynni kvennanna, draga þær út úr fábreytni heimilanna og víkka sjón- deildarhring þeirra, því aðeins þetta eitt gerir þær að betri og skemmtilegri eiginkonum og mæðrum og eykur manngildi þeirra sjálfra. Svo er þó fyrir að þakka, að félögin gera miklu meira en þetta, og er það efni þessarar ritsmíðar að telja upp nokkuð af því og svara með því spurningunni, sem ég bar fram áðan. Upphaflega voru langflest félögin stofnuð í ein- hverju mannúðarskyni og líklega hafa þau öll meira eða minna unnið að slíkum málum, jafn- vel stéttafélög kvenna hafa jafnframt sínum sér- málum tekið mikinn þátt í slíkri starfsemi, miklu meira, að ég held, en stéttafélög karlmanna. En það er erfitt að benda á árangur af kærleiksstarf- semi, sem unnin er á meðal einstaklinga, erfitt að telja upp gjafir til fátækra og sjúkra, heimsóknir til gamalmenna, aðstoð við sængurkonur o.s.frv. Þennan árangur verður að skrá einhvers staðar annars staðar en í skýrslur og fundargerðir, en hver efast þó um, að hann sé nokkurs virði. Miklu sýnilegri árangur er af starfi þeirra fé- laga, sem helgað hafa sig heimilisiðnaði, eða unn- ið að því að koma upp sjúkrahúsum í ákveðnum tilgangi eða fyrir vissa hluta landsins. Thorvald- sensfélagið í Reykjavík reið á vaðið með að skapa útsölumöguleika fyrir íslenzkan heimilisiðnað á basar sínum, sem enn er starfandi. I Heimilisiðnað- arfélagi íslands hafa jafnan starfað í stjórninni einhverjar forgöngukonur kvennasamtakanna, þó formaðurinn hafi ekki ævinlega verið kona. Fyrir forgöngu þess félags og kvenfélaganna var um margra ára skeið starfandi kona, Halldóra Bjarna- dóttir, sem heimilisiðnaðarráðunautur. Ferðaðist hún um landið og veitti heimilunum margvíslegar leiðbeiningar, stóð fyrir heimilisiðnaðarsýningum og hafði samband við önnur Norðurlönd. Heimilis- iðnaðarsýning Norðurlanda, sem hér var haldin síðastliðið sumar, var þá einnig ávöxtur af þessu starfi, en þá var frú Arnheiður Jónsdóttir tekin við forustu Heimilisiðnaðarfélagsins. Þegar konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis 1915, tóku kvenfélög í Reykjavík hönd- um saman um fjársöfnun til landsspítala í Reykja- vík, svo sem til minningar um þennan merka at- burð. Vitanlega varð ekki reistur landsspítali fyr- ir þessa söfnun, en hún hratt málinu af stað og er ekki gott að segja, hversu miklu lengur þjóðin hefði mátt bíða eftir spítalanum, ef kvenfélögin hefðu ekki unnið þar að með ráðum og dáð. Sama er að segja um barnaspítalann, sem nú er tekinn til starfa, en þar hefur kvenfélagið Hringurinn leyst af hendi hið mesta þrekvirki. Hugmyndin um heilsuhælið í Kristnesi í Eyjafirði kom fyrst fram á sambandsfundi norðlenzkra kvenna og svona 19. JÚNÍ 39

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.