19. júní


19. júní - 19.06.1963, Síða 43

19. júní - 19.06.1963, Síða 43
HVERNIG ÁÉG AÐ LOSNA VIÐ EIGINMANNINN Nokkur undanfarin ár hefur varla verið hægt að opna svo blað eða tímarit hér á landi, að ekki blasti við manni hjartnæmar og viturlegar ráð- leggingar í 10—20 liðum með gleiðletraðri fyrir- sögn: Hvernig á ég að fara að því að halda í eigin- manninn? Samkvæmt þessum ráðleggingum, er þeirri sjálfsafneitun, sem konum ber að sýna, í sam- skiptum við eiginmanninn, lítil takmörk sett. Einn- ig eru gefin mörg óbrigðul ráð, hvernig fara skuli að því að klófesta sér eiginmann með sem allra lævísustum hætti. Og auðvitað er gengið út frá því sem gefnu, að hver einasta eiginkona setji það ofar öllu að ríghalda í þann mann, sem henni hefur tekist með brögðum að klófesta til eignar. Hvernig svo sem maðurinn er, þá hljóti það að skifta mestu máli að láta hann ekki ganga sér úr greipum, og sjálfsagt réttlætismál að beita til þess öllum hugsanlegum ráðum. Saumaklúbbur einn tók mál þetta til umræðu. Þóttu ráðin að vísu góð, en nokkuð einhliða, því ekki gilti sama nú og fyrr á tímum, meðan kon- um var lífsnauðsyn að halda dauðahaldi í eigin- menn sína, þá var hjónabandið svo að segja eina staðan, sem konur gátu átt völ á, brygðist það, var tæpast um annað að ræða, en að verða þurfa- lingur ættingja sinna. Nú á dögum er konan ekki dæmd til útskúfunar úr samfélaginu, þótt hún af einhverjum ástæðum kjósi ekki að deila borði og sæng með sama karlmanni ævilangt. Hún getur jafnvel borið höfuðið hátt, þó hún leyfi sér það, að eignast barn hjónabandslaust. Að öllu þessu athuguðu tók saumaklúbburinn það ráð að snúa sér til fjölvísrar konu og fela henni að semja haldgóðar ráðleggingar fyrir þær eiginkonur, sem vildu gjarnan losna við eigin- mennina á sem vansaminnstan hátt. Fara hér á eftir nokkur af ráðum völvunnar: 1) Láttu sem þú sért afbrýðisöm, til að minna hann á, að hann sé maður til að ganga í augu ann- arra kvenna. 2) Nöldraðu í honum sýknt og heilagt, ekki sízt þegar hann vill eiga rólega stund heima. 3) Láttu hann bursta skóna og festa tölurnar sjálfan og hafðu aldrei til handa honum heila sokka, en minntu hann þó sífellt á, að engin önn- ur gæti búið honum eins gott heimili og þú. 4) Láttu hann finna, að þú álítir hann sjálfsagða eign þína, sem þú þurfir ekkert að hafa fyrir að halda í, en láttu hann þó gruna, að þér sé ekkert um það, að hann sé að gjóa augunum til annarra kvenna. 5) Notaðu gáfur þínar og menntun, þó þú sért gift manni sem hefur hvorugt til jafns við þig. 6) Láttu sem oftast í það skína í áheyrn vina ykkar og kunningja, að þú standir honum sízt að baki andlega. 7) Haltu öl'lu í svo mikilli röð og reglu á heim- ilinu, að honum finnist sér alls staðar ofaukið. 8) Bjóddu heim ógiftum vinkonum þínum og gefðu þeim tækifæri til að hlusta á gáfulegt tal hans og laxveiðisögur, meðan þú subbast í eld- húsverkunum illa tilhöfð. 9) En þegar þú ert orðin örugg um að losna við hann, þá láttu samt í það skína, að þú munir sakna hans ofurlítið, því það er ekki gustuk að láta hann fara í burtu óánægðan með sjálfan sig. Það er vissast að taka það fram, að eitt eða tvö af þessum ráðum gera í fæstum tilfellum mikið gagn, en ef þú getur tileinkað þér að minnsta kosti sex þeirra, eru meiri líkindi til, að áform þitt heppnist, en ef þú ferð eftir þeim öllum, get- urðu verið örugg um að fórnardýrið hypjar sig fljótlega. 19. JÚNÍ 41

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.