19. júní


19. júní - 19.06.1963, Page 44

19. júní - 19.06.1963, Page 44
N Ý L L) N D A Þrjár reykvískar húsmæður luku kennara- prófi við Kennaraskóla Islands í vor. Þótti útgáfu- stjórn „19. júní“ þetta svo óvenjulegur atburður, að hún lagði fyrir þær eftirfarandi spurningar: 1. Hvers vegna fóruð þið í Kennaraskólann ? 2. Og hvað nú að loknu námi? Svör þeirra fara hér á eftir: Jóhanna Þorfinnsdóttir svarar: 1. Það var langþráður draumur, sem ég bjóst ekki við, að myndi rætast. Eg og maðurinn minn vorum mjög ung að árum, er við stofnuðum heim- ili, ég nýlega brautskráð frá Verzlunarskóla Is- lands. Börnin urðu fimm, svo að annir bús og barna tóku hug minn allan. En árin eru fljót að líða og draumnum skaut upp í kollinn aftur, þegar Edvard, sonur minn, hafði setið tvo vetur í Kennaraskólanum og ég hafði þannig fengið tækifæri til að fylgjast með námi þeirra frú Ragnheiðar og frú Sigrúnar. Er ég svo af tillviljun hitti Gest Þorgrímsson, kenn- ara, og löngun mín til að hefja nám í Kennara- skól'anum barst í tal, þá hvatti hann mig eindreg- ið til að láta verða af því. Ég talaði við þáverandi skólastjóra, Freystein Gunnarsson, sem tók mér mjög ljúfmannlega, en tjáði mér jafnframt, að erf- iði biði mín, þar sem ég fór fram á að ljúka nám- inu á tveim vetrum. Fyrr en varði var ég setzt á skólabekk eftir nærri 23 ára hlé. Sit ég þar við hlið sonar míns, sem hefur sýnt mér þann skiln- ing og hugulsemi, sem seint verður fullþökkuð. Á ég þar við, að ég er ekki viss um að allt ungt fólk vildi fá mömmu gömlu, sem sessunaút í skóla. 2. Ég hef ætíð verið hrifin af kennarastarfinu, hef því síður en svo á móti því að láta þann undir- búning, sem skólinn hefur veitt mér koma að gagni. Þvert á móti hygg ég, að það verði ein- hver stærsta stund í lífi mínu, þegar ég hef mína fyrstu kennslustund. ★ Sigrún Pálsdóttir svarar: 1. Mig hefur lengi langað til að kenna. Ég hef verið húsmóðir undanfarin 22 ár, á nokkur börn, og skiljanlega gafst ekki tími til aukastarfa, með- an börnin voru ung. Á síðari árum hef ég átt fleiri tómstundir, en mig vantaði kennaraprófið. 2, Kenna, ef einhvers staðar er þörf fyrir mig. 42 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.