19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 48

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 48
strax og lokið er endurskoðun samnorrænu sifja- laganefndarinnar á hjúskaparlögunum. Samþykkt var að senda eftirfarandi ábending- ar til milliþinganefndar, sem vinnur að endur- skoðun lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins: A. að réttur maka til lífeyris eftir fráfall sjóð- félaga eigi ekki að falla niður, þótt hjúskap sé slit- ið að lögum og sjóðsfélagi hafi stofnað til nýs hjúskapar. Lífeyrissjóðsgreiðslum sé skipt hlut- fallslega milli eftirlifandi maka sjóðsfélaga. B. að ekki sé rétt að fella niður lífeyrissjóðs- réttindi fyrir maka, enda þótt sjóðsfélagi hafi verið orðinn 60 ára, er hann gekk í hjúskap. C. að greiðslur úr lífeyrissjóði starfsmanna rík- isins og öðrum lífeyrissjóðum, eigi ekki frekar en aðrar tekjur manns, að skerða rétt til ellilífeyr- is skv. lögum um almannatryggingar. D. að ósanngjarnt sé, að lífeyrissjóðsgreiðslur til eftirlifandi maka séu háðar aldursmun hjóna. E. að lífeyrisgreiðslur vegna barna látins sjóðs- félaga greiðist að minnsta kosti til 18 ára aldurs, sé unglingurinn við nám. Um úthlutun listamannalauna var gerð svo- hljóðandi samþykkt: „Fundurinn mótmælir harðlega úthlutunarað- ferðum á hinum svokölluðu listamannalaunum í ár og undanfarin ár, bæði almennt, en þó sér- staklega, að því er tekur til listamannalauna kvenna“. Mál sitt studdi fundurinn með rækilegri grein- argerð, er lauk með áskorun á Alþingi og rík- isstjórn, að sjá um að framvegis eigi jafnan kon- ur sæti í nefnd þeirri, sem sér um úthlutun listamannalauna, svo að sjónarmið kvenna geti komið þar fram. Aðaldeild K.R.F.Í. heldur fundi mánaðarlega frá því í október þangað til í maí að báðum mán- uðum meðtöldum, auk þess sem fundur er jafn- an haldinn í septembermánuði með kvenréttinda- nefndum úr Reykjavík og nágrenni. Hóf er og ætíð haldið með ýmis konar skemmtiatriðum 19. júní. Er öl'lum konum þar heimill aðgangur. Hin síðari ár hafa vesturíslenzkar konur fleiri eða færri jafnan setið það hóf. A öllum fundum félagsins nema aðalfundi eru rædd ýms mál, er segja má, að ekki varði félagið sérstaklega. Á fyrsta fundi félagsins síðastliðið haust, októberfundinum, flutti Laufey Olsen er- indi um starfsemi Diakonissu-systra í söfnuðum vestan hafs. Á næsta fundi töluðu 9 menntaskóla- stúlkur, 17 — 21 árs að aldri, um sín sjónarmið varðandi réttindi kvenna í þjóðfélaginu. Var hluti af þeim ræðum flutt í útvarpinu í þættinum „Við sem heima sitjum.“ Fundurinn í desember er venjulega nefndur jólafundur og liggja þá sjaldan ákveðin umræðu- efni fyrir, ennfremur er flutt eitthvert skemmti- atriði. I vetur var þó nokkuð út af þessu breytt, því að fluttar voru fréttir af réttindamálum kvenna erlendis. Janúarfundinn má telja mjög merkan fund. Þar flutti Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, að tilhlutan félagsstjórnarinnar, erindi um ættleið- ingar, þróun þeirra mála hérlendis og ættleiðing- arlöggjöfina sem er tiltölulega nýleg. Spunnust miklar umræður um þetta mál, ekki aðeins á fundinum heldur og í blöðum, eins og kunnugt er. I febrúar var svo haldinn aðalfundur félagsins að venju og vannst þar ekki tími til annars en nauðsynlegra félagsstarfa. Á marzfundi voru ræddar breytingartillögur við lögin um almannatryggingar, sem lagðar voru fyrir síðasta alþingi og nokkrar samþykktir gerð- ar, er alþingi voru sendar. I apríl flutti Helga Níelsdóttir erindi um starf- semi hjálparstúlkna heimilanna. Var það mál auð- vitað rætt allmikið. Á fundinum í maí, sem verður síðasti fundur þessa starfstímabils, heldur Magnús Gíslason, námsstjóri gagnfræðastigsins í Reykjavík, erindi um skólakerfi landsins. A landsfundi 1960 var kosin útvarpsnefnd, er skyldi hafa með höndum að sjá um útvarpsdag- skrá félagsins, bæði fyrir 19. júní og fyrir merkja- söludaginn 27. september. Auk þess skyldi nefnd þessi leitast við að koma því til vegar, að konur kæmu oftar fram í útvarpi en raun er á. Hefur nefndin gert tillraunir í þá átt, bæði með því að skrifa útvarpsráði og senda uppástungur um ýms efni og benda á konur, er fást mundu til flutnings á efninu, auk þess sem kvenfélögum var skrifað og þau beðin að benda á konur á sínu félagssvæði, sem fáanlegar væru til þess að flytja einhvers konar efni í ríkisútvarpinu. Hafa tilraunir þessar þó eigi borið neinn árangur enn sem komið er, svo að vitað sé. Að öðru leyti er alþjóð kunn störf nefndarinnar viðvíkjandi dagskrám þeim, sem fluttar hafa verið á vegum félagsins síðan nefndin tók til starfa. 46 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.