19. júní


19. júní - 19.06.1972, Síða 5

19. júní - 19.06.1972, Síða 5
K.R.F.l. var stofnað 27. janúar 1907 og varð því 65 ára í byrjun þessa árs. Félagið hefur alla tíð unnið að fullu jafnrétti karla og kvenna. Lagalega séð má segja, að jafnrétti sé nokkurn veginn náð, en í framkvæmd viil verða misbrestur þar á, svo sem þegar um stöðuhækkun er að ræða, þá er það karlmaðurinn, sem situr í fyrirrúmi. Nafn félagsins gefur hreint ekki rétta hugmynd um tiigang þess, því það hefur unnið og vinnur að almennum mannréttindum, en engum sérréttind- um konum til handa. Með tillögum sínum og ábendingum hefur félag- inu tekizt að hafa áhrif á löggjöf þjóðarinnar og má þar til nefna tryggingarlögin og skattalögin auk annara. Einnig fær K.R.F.I. lagafrumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar frá þing- mönnum og sýnir það traust og virðingu þá, sem félagið hefur áunnið sér. Þegar blaðað er í 19. júní, blaði félagsins, má glöggt sjá og fylgjast með þeim málum, sem unnið hefur verið að, ár eftir ár, og hvernig þau hafa náð í höfn á endanum. Erfitt hefur verið að kveða niður aidagamla siði og fordóma í þessu sambandi, en það ætti að ganga betur nú, þegar unga fólkið teiur jafnrétti sjálfsagðan hlut og ræðir og ritar um hvernig hægt sé að framkvæma jafnrétti svo vel fari. Heimilið, f jölskyldan, má ekki líða fyrir það og einstakling- urinn ekki heldur, en þjóðfélagið samanstendur af báðum þessum aðilum. Á þessu afmælisári K.R.F.I. eru allar líkur til að verði brotið blað i sögu félagsins, því samþykkt var á aðalfundi þess í vetur að leyfa karimönnum inngöngu í félagið. Landsfundurinn í sumar á svo eftir að samþykkja það líka, sem hann gerir áreið- anlega, og er það ágæt afmælisgjöf. L. S. Sigríður J. Magnússon áttræð Frú Sigríður J. Magnússon var fædd þ. 5. júní 1892 í Otradal í Arnarfirði. Foreldrar: Séra Jón Árnason prestur í Otradal, og kona hans Jóhanna Pálsdóttir frá Dynjanda. — Þann 1. janúar 1969 var S. J. M. sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir félagsmálastörf. Þá kom viðtal við frú Sig- ríði í ,,19. júní“, ársriti K.R.F.Í., eftir Sigríði Ein- ars frá Munaðarnesi. Þar sem í þessu viðtali er að finna ítarlegar upplýsingar um ævi og störf frú S., þá vísast hér til þessarar ágætu greinar. Þegar frú S. er minnzt, er það ekki aðeins vegna virtra foreldra, góðs uppeldis og þjóðfrægs eigin- 19. JÚNÍ 3

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.