19. júní


19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 8
— Eins og við vitum báður, Jóhanna, var verkakvennafélagið „Framsókn“ stofnað fyrir fmmkvæði Kvenréttindafélagsins. — Já, einmitt. Það var stofnað árið 1914. Þær Jónína Jónatansdóttir, Karolína Simsen, Helga Torfadóttir, Jónína Jósefsdóttir, María Péturs- dóttir og Briet unnu mest að stofnun þess. Þessi tvö félög, Kvenréttindafélag Islands og verkakvennafélagið ,,Framsókn“ hafa raunar löngum staðið mjög vel saman í baráttunni fyrir bættum kjörum kvenna á ýmsum sviðum og ekki sízt launajafnrétti kvenna og karla. — — Ertu ánægð með þann árangur, sem hefur náðst t. d. í verkalýðshreyfingunni? — — Ég get ekki annað en verið ánægð, þegar ég hugsa um þann reginmun, sem er á kjömm þessa fólks nú, eða var, þegar ég og mínir félagar vom að byrja okkar baráttu. Þá á ég bæði við launin, og þar með talið auðvitað launajafnréttið, en ekki síður allan aðbúnað á vinnustöðum. En sjálfsagt er lengi hægt að gera enn betur. — — Þú hefur löngum barist gegn neyzlu áfengis? — Já, ég hef að minnsta kosti viijað gera það. Ég held, að ekkert sé meiri bölvaldur en ofnautn áfengis. — — Ég veit, að þú hefur starfað af miklum áhuga í söfnuði þínum. Er kannski of persónulegt að spyrja um viðhorf þitt til tmmála? — Kristindómur og jafnaðarstefna er nátengt í mínum huga. Ég tel það mína mestu gæfu í líf- inu að hafa aðhyllzt jafnaðarstefnuna. — Að síðustu, Jóhanna, hverju vilt þú einkum þakka það, að þú heidur svona óvenju vei og iengi góðri heiisu, bæði andlega og líkamlega? — Þessu er nú auðvitað ekki gott að svara, en ég held, að vinsemd og hiýhugur samtíðarmann- anna á lífsleiðinni hafi hér haft mikið að segja. Veit ekki til að ég eigi neina óvini, og þótt ég hafi staðið í stríði við ýmsa bæði í pólitík og verkalýðs- málum, hefur það aldrei, mér vitaniega, orðið óvildarefni. Ég tel mig einnig hafa verið gæfusama í einkalífi mínu. Það er mikið lán að hafa átt góð- an eiginmann og eiga góð börn, sem allt vilja fyrir mig gera. Við Jóhanna kveðjumst nú. En á leiðinni heim hugsa ég um, hvað það hijóti að vera ánægjulegt á kvöidi ævinnar að geta litið yfir svo langan og starfsaman og góðan dag. Guðný Helgadóttir. ÚUR. . . . iliga kwiiur ai> vcra í scrskólum? Vorið 1969 voru konur úr Kvenréttindafélagi Islands, vngri en 35 ára kallaðar á fund. Var uppi’unalega ætlunin að vekja þessar konur frek- ar til umhugsunar um mál kvenna. Þrátt fyrir að þær væru allar meðlimir Kvenréttindafélagsins höfðu þær lítið starfað innan félagsins. Þessi fundur varð síðan til þess, að þessar ungu konur fóru að hittast oftar og ræða ýmis þjóðfélags- og jafnréttismál. Síðar bættust fleiri konur við i hópinn, sem ekki voru meðlimir Kvenréttinda- félags íslands og þannig urðu „Úur“ til. Á þess- um fundum þeirra kom fyrst fram hinn ferski nýi kvenréttindaandi sem erlendis var orðinn mjög áberandi. Ég ætla að segja hér í stuttu máli frá nokkrum helztu málum sem Úur hafa haft afskipti af á þessum árum. Margt hefir borið á góma á fundum Úanna, en fyrsta málið sem þær höfðu opinber afskifti af, var Kvennaskólafrumvarpið, hvort Kvennaskól- inn í Reykjavík ætt að fá að útskrifa stúdenta. Sendu Úur alþingismönnum greinargerð um mál- ið og skal hér drepið á nokkur atriði úr henni. „Farsælast er að piltar og stúlkur séu alin upp sem jafningjar og njóti raunverulegra jafnra réttinda og möguieika, séu samábyrg í lífinu og byggi lífsafkomu sína á eigin námi og starfi. Islenzkum konum var með lögum árið 1911 veittur lagalegur réttur til að stunda nám í öllum menntastofnunum landsins. Hins vegar er piltum nú og með frumvarpi þessu meinaður aðgangur að vissri menntastofnun. Samræmist þetta tæp- lega jafnréttis- og frelsishugsjónum nútímans. Við teljum tilmæli Kvennaskólans í Reykjavík um réttindi til að brautskrá stúdenta ekki sþor í rétta átt, nema þá og því aðeins að ytri aðstaða skóians breytist og piltum verði veitt innganga í skólann.“ Úur sendu alþingismönnum bréf um málið, sem hér skal vitnað til: „Upphaf þessa máls er að nokkrar ungar kon- ur, sem oft hafa komið saman til þess að ræða þjóðfélags- og jafnréttismál, ákváðu að leita stuðnings ungra kvenna við áskorun til Alþingis 6 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.