19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 11

19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 11
 • ••••••• voru einkum eftirgreind atriði tekin til með- ferðar: almennur frágangur, málfar, efni og efnistök, ,,heimur“ bókarinnar, þ.e. hvaða mynd hún sýnir af þjóðfélaginu, boðskapur og fræðslu- gildi. Niðurstaða athugananna var síðan dregin saman á þann hátt að bókunum voru gefnar stjörnur, mest fimm — þær bækur sem að okkar mati komust næst því að vera frábærar, og minnst ein, en þær bækur-. sem þá einkunn fengu, töldum við ekki merkilegar. Frágangur bókanna reyndist vera mjög mis- jafn, en töluvert bar á því að letrið væri of smátt og er það sjálfsagt einn liðurinn í viðleitni út- gefenda að gera bækurnar ódýrari. Þá fannst okk- ur bera of mikið á þvi að prófarkir að bókunum væru ekki nógu vel lesnar, en ekki voru þar þó allir undir sök seldir. Myndskreyting bókanna var einnig mjög mis- jöfn. 1 flestum tilfellum virtust erlendar bækur vera betur myndskreyttar og þegar bezt tókst til var ekki á því vafi að myndir í bókunum gerðu ímyndaða veröld bókanna ljóslifandi. Hið sama kom upp á teninginn þegar málfar bókanna var athugað. Gæðin voru mjög mismun- andi. Þýðingar sumra bóka virtust nokkuð stirð- busalegar og bera of mikinn keim af málinu sem þær voru þýddar úr. Aðrar þýðingar voru hins vegar svo vel gerðar, að engum gat að óathuguðu máli dottið í hug að sagan væri ekki frumsamni á íslenzku. Þær íslenzku barnabækur sem voru athugaðar voru svo fáar að erfitt var að leggja alhliða mat á málfar þeirra. Það virtist þó, vera vandað, en nokkuð skorti stundum á að málið væri lipurt og létt. Þá fannst okkur það koma oftsinnis fram, að höfundar barnabókanna, freistuðust til þess að tala niður fyrir sig við börnin, en í þessu sambanda mætti minna á að margar þær barna- bækur sem nú eru orðnar sígildar voru einmitt samdar fyrir fullorðið fólk. Um þær þjóðfélags- og þjóðlifslýsingar sem fram koma í barnabókunum, var það að segja, að þær virtust nokkuð hefðbundnar, t.d. að því er varð- ar hlutverkaskiptingu kynjanna. Munur á drengj- um og stúlkum í leik og starfi var líka greinilegur og þeim fengið það verkefni og hlutverk sem hefðbundin verða að teljast. Þannig mátti það heita undantekning ef mæður söguhetja bókanna störfuðu utan heimilisins og skorti yfirleitt mik- ið á að efni bókanna gæfi breiða mynd af sam- félaginu. Söguhetjurnar voru yfirleitt af ríku fólki komnar og börnin gátu sjálf átt sinn ævintýra- heim,óháð af áhyggjum foreldranna. Töldum við, að slíkt einhæfni sé miður æskilegt og geti m.a. orðið til þess að þeir lesendur sem ekki búa við slíkar aðstæður telji heimilisaðstæður sínar af- brigðilegar, þegar þau miða við börnin sem eru söguhetjur. Þá þótti okkur athyglisvert hvað marg ar af íslenzku sögunum voru látnar gerast í sveit, þrátt fyrir það að nú býr mikill meirihluti þjóð- arinnar i þéttbýli, og hin ,,klassiska“ berjaferð, þoka, og lambafæðing, var þarna allt að finna. Við reyndum einnig að meta fræðslugildi bók- anna, en töldum það þó aukaþátt. — Aðalatriðið að okkar dómi var að barnabækurnar hefðu að geyma bókmenntir. Einstaka bók gat sameinað þetta tvennt, en yfirleitt virtust höfundar ekki leggja mikið upp úr fræðsluþætti bóka sinna. Hið sama má segja um boðskap bókanna og fræðslugildið. Hann þarf ekki endilega að vera nauðsynlegur þáttur. Sá boðskapur sem einna helzt mátti finna í bókunum var í hinum svo- nefndu leynilögreglusögum þar sem lögreglu- maðurinn og þorparinn mættust. Þar þurfti ekki að spyrja að leikslokum. 1 þeirri greinargerð, sem við sömdum um bóka- könnunina höfðum við það í lokaorðum, að við hefðum unnið þetta starf í þeirri von, að við gætum bent fólki á góðar bækur, en varað við þeim bókum sem lítið gildi hefðu að okkar mati. Tókum við það jafnframt fram, að við viður- kenndum það fúslega að mat þetta væri ekki ein- hlítt. Afreksniaður í óbyggðnm XXX Höf. Fin K. Lutne Þýð. Þorlákur Jónsson. Útg. Leiftur Áróra og pabbi XXXXX Höf. Anne-Cath. Vestley Þýð. Stefán Sigurðsson. Útg. Iðunn Barnasögur, Bitsafn I XXXXX Barnasögur, Kitsafn II XXXXX Höf. Sigurbjörn Sveinsson. Útg. Æskan lijössi á Tréstöðum XXXX 19. .Túní 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.