19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 13

19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 13
menningarmála af ýmsu tagi, má þar nefna bók- menntir, kvikmyndalist, tónlist og fræðimennsku. Það á að halda listkynningar ekki aðeins innan- lands heldur einnig erlendis og stuðla þannig að útbreiðslu íslenzkrar menningar. Nú, samkvæmt lögum á ráðið einnig að hafa með höndum skreyt- ingar á opinberum byggingum. Verkefnin blasa allsstaðar við og sannleikurinn er sá að Mennta- málaráð getur verið uppbyggjandi aðili í menn- ingarmáium hér á iandi. Hinsvegar finnst mér skipuiag stofnunarinnar vera gamaldags og ekki í takt við tímann. Hefur þú einhver áform um að breyta skipu- laginu? Já, ég hef áhuga á að gera ýmsar breytingar, eins og tildæmis þvi að hinir og þessir sjóðir sem nota skal til listkynninga, kvikmyndagerðar og bókaúgáfu, að þeir renni allir i einn og sama sjóðinn. Á þann hátt myndu peningarnir nýtast bezt og þá þyrfti ekki að hafa margar nefndir í gangi eins og nú tiðkazt sbr. Menningarsjóður fé- lagsheimila, úthlutunarnefnd listamanna, svo að dæmi séu tekin. En að sjálfsögðu er þetta allt háð áliti menntamálaráðherra og hans samþykki. Fer mikill tími í þetta starf? Maður ræður því alveg sjálfur. Annars höfum við sett all ákveðnar starfsreglur með fundi einu sinni í viku 3 klukkust. í senn. Ráðsmenn taka heim með sér verkefni t.d. handrit að bók og svo bætast við ýmiss konar viðtöi við fólk og svo hef ég viðtalstíma á föstudögum. Við, sem sitjum í ráðinu höfum þetta öil sem aukastarf, en ég álít að þessi störf og önnur hliðstæð þurfi að skipu- ieggjast að nýju. Það væri ekki vanþörf á að stokka ýmsar stofnanir upp, sem alltof lengi hafa dankast og eru meira og minna óstarfhæf- ar í núverandi mynd. Eg vildi t.d. óska, að ég gæti gefið þessu starfi meiri tima. Nú hefur þú um nokkurra ára skeið verið virk- ur þátttakandi í stjórnmálaflokki, Iivað vakti á- liuga sinn á stjórnmálum? Þessi áhugi minn er arfur úr foreldrahúsum. Á heimili okkar var mikið rætt um pólitík og öll sjónarmið fengu að koma fram, meira að segja voru sjónarmið okkar krakkanna tekin til greina og tekið var tillit til skoðana okkar eins og hinna fuilorðnu. Þannig vöndumst við krakkarnir við að taka þátt í umræðum með öðru fólki á ýmsum aldri sem hefði mismunandi viðhorf. Hinsvegar hef óg aldrei tekið opinberlega þátt í pólitík fyrr en Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð, fyrir 3 árum, og í raun og veru var það fyrir einskæra tilviljun að ég tók þátt í stofnun flokksins. Hversvegna taka konur jafn lítinn þátt í stjórnmálum? Er það ekki gamla kenningin að konan eigi að þegja á mannamótum og hlusta á hvað karlmenn- irnir segja. Konur eru enn þá kúgaðar og þjóðfé- lagslega bældar. Þær eiga langt í land þangað til litið verður á þær sem jafnoka karimanna í stjórn- málum. Við erum ekki komin lengra áleiðis en það, að þær fáu konur, sem voga sér út í stjórnmál eða taka þátt í opinberum málum, eru álitnar und- arleg fyrirbæri. Satt að segja á ég bágt með að trúa því að einungis 3 konur á Islandi hafi áhuga á því að sitja á Alþingi. Hver er afstaða þín gagnvart sérstökum kven- félögum innan stjórnmálaflokka? Ég held að ef konur hættu að undirstrika kyn- ferði sitt með sérstökum kvenfélögum, þá færu þær að sinna kjarna máisins, sem eru félagsmál- og stjórnmálin sjálf. Ég man naumast eftir því að kvenfélag stjórnmálaflokks hafi beitt sér fyrir nokkrum þjóðþrifamálum. Þær baka mikið taia enn meira og búið. Ég held að þetta sé flótti frá hinum raunverulegum vandamáium. Margrét Margeirsdóttir. 19. Júní 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.