19. júní


19. júní - 19.06.1972, Síða 20

19. júní - 19.06.1972, Síða 20
hlutverk kynjanna skuli vera í þeirri gerð. Undirritaður hefur enga afstöðu tekið til þessa at- riðis, finnst reyndar að margar tegundir samfélagsgerðar geti komið til greina og hin margvís- iegustu hlutverkaskipti. Það eitt get ég sagt, að til þess að breyt- ing geti talizt æskileg, hlýtur hún ávailt að þurfa að stefna að raunhæfri aðlögun að hinum samfélagslega raunveruleika, eins og hann er á hverjum tíma. Sigurjón Björnsson. Hið gamla einfalda líf er liðin saga Spurt er, hvort breyta eigi uppeldi stúlkna og drengja frá þvi, sem tíðkazt hefur. Þetta er erfið spurning, og má- ske ekki til svar við henni frá sjónarhóli einstakiingsins. Hvað er uppeldi, og hver annast það í dag? — Áður fyrr var uppeldi barns og unglings handleiðsla hinna eldri. Þeir innrættu þeim lífsskoðanir sínar og kenndu þeim verk að vinna, arfleiddu soninn og dótturina að lífsvið- horfum sínum og starfi sínu. Það er fyrst með þessari öld, sem verulegar breytingar verða á þessu aldagamla lögmáli. Nú eru það ekki lengur faðir, móðir og nánasta umhverfi, sem ein móta nýjan einstakling, heldur er hann sendur út í þungan nið fjölbreytts þjóðfélags eða heims- félags, þar sem allt önnur upp- eldislögmál gilda ef nokkur. Með þessum breytingum hefur komið öryggisleysi, sem alltaf er fylgi- fiskur örra breytinga. Einstakl- ingarnir þurfa nú sjálfir að finna sér stað í lífinu, þar sem áður það var gert fyrir þá af hinum eldri. Þá hefur orðið sú stóra breyt- ing á hfstilhögun manna og kvenna, að konan hefur fært verksvið sitt út af heimilinu og út á hinn almenna vinnumarkað. Þessi breyting er nánast bylt- ing og veldur mörgum miklum áhyggjum. Og eitt er víst, að þjóðféiagsbyggingin eins og hún er í dag er ekki búin undir þessa breytingu. Konan hefur um ár- þúsundir þegjandi og hljóðalaust tekið að sér að veita forstöðu þeirri þjóðareiningu, sem heimili kallast, og annast afkvæma sín frá degi til dags. Verkefni hinna flóknu iðnvæddu þjóðfélaga 20. aldar hafa síðan kallað á hana til starfs utan heimilisins, og líklegt er, að heimsstyrjaldirnar tvær hafi flýtt þessari þróun að mun. Nú er þetta ástand orðið stað- reynd, sem ekki verður móti mælt, hið gamla einfalda lif er liðin saga, og nú er spurningin, hvernig hinir fámennu hópar, er standa saman að heimilum, og hinir stóru hópar, er þjóðfélög kallast, fá bezt ofið saman sinn vef, svo að jafnvægi og öryggi náist á ný. Margir efast um hæfni kon- unnar til að vinna hin flóknari verk nútímaþjóðfélags. — Þessi skoðun er ekki svaraverð. Hins vegar orkar ekki tvímælis, að hve miklu leyti konan sjálf vill eða getur afsalað sér árþús- unda görnlum hefðum. Ennþá eru kynin tvö, ég segi ennþá, því að tilhr.eiging hinna ungu í dag, hvar sem við horfum, er til að minnka þetta bil. Enn leggur karlmaðurinn til sæðið, og konan ber fóstrið og elur það. En það er umönnun nýs einstaklings eftir fæðinguna, sem er erfið og tíma- frek og hefur hingað til verið tal- in siðferðileg og líffræðileg skylda konunnar. Svo sýnist sem kona seinni hluta 20. aldar sé að heyja bar- áttu við sjálfa sig, karlmanninn og umhverfi sitt og kalla föður- inn til jafnrar ábyrgðar um þess- ar skyldur, en hyggist taka í staðinn á sig hluta fyrirvinnu- skyldunnar. Sálrænar afleiðing- ar þessarar tilhögunar eru djúp- stæðar og margslungnar. — Sé þetta mikil breyting á lifnaðar- háttum konunnar frá því sem var, er hún víst ekki minni á við- teknar lífsreglur karlmannsins. Því er það vart vonlegt, að karl- maðurinn fallist á þessa breyttu tilhögun á einum mannsaldri. trúlegt er, að konan nái betri ár- angri og fyrr í viðleitni sinni til að vera virkur þátttakandi í nýju þjóðfélagi, þegar hún veit, hvað hún vill, og getur gengið æðru- laus að settu marki, því að til hvers eru hróp á torgum. 18 19. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.