19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 21

19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 21
Það er eðlilegt, að menn velti því fyrir sér, hvar barnauppeldi standi á þessum breytingatím- um. Barni.ð hlustar mjög vel á það, sem fram fer í kringum það, og er það stálpast, verður atferli hinna eidri þyngra á metunum í huga þess heldur en orðræður þeirra. Sé það alið upp á heimili, þar sem hin gamla verkaskipting gildir enn, er til lítils að halda því fram við það, að miklu betra væri, að hlutverkaskipti yrðu á föður og móður. Eða að segja barni, sem á móður, er starfar utan heimilis, að sá tilhögun sé ófær af prinsipástæðum. Al- menna afstöðu til þessara atriða myndar sér því hver uppvaxandi einstaklingur sjálfur. Þegar ég svo er spurð að þvi, hvort ala beri upp teipur og drengi svona eða öðru vísi, vefst mér tunga um tönn. Við vitum ekkí, hvað bíður unga fólksins okkar í lífinu, svo að undir hvað eigum við að búa þau. Þess vegna býst ég við, að svör mín yrðu svipuð og hún amma min hefði gefið eða hann afi hennar. Ungviði þurfa að eiga andlegt athvarf, einhvern griðastað, þar sem þau vita, að þau eiga ást og umhyggju vissa, annars visna þau. Síðan þarf að kenna þeim að vinna og kenna þeim að nota frístundir sínar. Ala með þeim von og bjartsýni, umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum mann- eskjum. Takist þetta allt sæmi- lega, er nokkuð víst, að þetta unga fólk er þess jafn vel um- komið og fyrirrennarar þeirra að takast á við þau vandamál, sem lífið býður þeim, hvort held- ur er piltur eða stúlka. Edda Björnsdóttir. Hringlandaháttur var af hinu illa Fullyrðing um að hingað til hafi uppeldi barna að mestu leyti verið miðað við það að ala telp- ur og drengi upp með sitt hvoru móti, er rétt að því marki, að drengjum og telpum voru ætl- uð mismunandi störf í fjölskyld- unni. Hins vegar tel ég, að í veigamiklum atriðum hafi upp- eldi þeirra verið hið sama. Starfs hlutverkin miðuðust við þjóðfé- lag, sem var staðnað í mörgum greinum, og atvinnuhættir voru með svipuðu sniði kynslóð eftir kynslóð. Einkennandi fyrir þetta þjóðfélag var, hve illu auga var litið ef fólk sóttist eftir að skipta um störf. Fátt þótti betra uppeldi en að hafa innprentað ungling- unum staðfestu í starfi, — hringl andaháttur var af hinu illa. Spurt er livort æskileg sé breyting á uppeldi drengja og stúlkna. Hlutverkaskipting milli kynja er óhjákvæmileg og mér er ekki ljóst hvernig verður kom- izt hjá henni með öllu. Sú stað- reynd, að konur ala börn ræður hér miklu. Sú breyting, sem ég tel æskilegasta er, að iangt um meir verði gert af því í framtíð- inni að hvetja unglinga af báðum kynjum til þess að nýta þá möguleika, sem fyrir hendi eru og sýna þeim hvernig þegnarnir geta haft gagnger áhrif á fram- vindu samfélagsskipanir lands- manna. Nú þegar eiga drengir og stúlkur jafna möguleika á flest- um sviðum og það verður að hindra, að vanahugsun og hleypi- dómar hafi um of áhrif á starfs- og hlutverkaval þeirra. En ég tel mikla hættu fólgna í því, að drengir og stúlkur ánetjist sam- keppnishlutverkum þjóðfélags- ins. Að undanförnu hefur borið á því að konur, sem hyllst hafa til þess að líta á það sem hlut- verk sitt að styðja menn sína á framabrautinni, láti sig nú dreyma um aö feta sjálfar þessa braut. Með þvi er mat samfélags- ins á störfum og frama viður- kennt, og þetta mat breytist ekki þótt konur setjist í æ fleiri stöð- ur, sem karlar hafa einokað til þessa. Jafnrangt finnst mér, að gera htið úr giidi húsmóðurstarfsins og þýðingar heimilislífs fjöl- skyldunnar fyrir einstaklingana. Jafnrétti fólks er einkum í því fólgið að hafa jafna aðstöðu, þótt 19. Jtjní 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.