19. júní - 19.06.1972, Side 22
sennilega verði erfitt að komast
hjá því, að sumir fái meira en
aðrir af gæðum heimsins. Þess
vegna tel ég að æskilegasta upp-
eldið sé það, er miðar að því að
Spurningunni um það, hvort
drengir og stúlkur eigi að hljóta
samsvarandi uppeldi og mennt-
un, er ekki hægt að svara, fyrr
en svar við annarri spurningu
liggur fyrir. „Eiga karlar og
konur að gegna samsvarandi
hlutverki í þjóðfélaginu eða á þar
að vera verkaskipting eftir kynj-
um?“
Hingað til hefur verið um
verkaskiptingu að ræða og þess
hefur mjög gætt í uppeldi og
nokkuð í menntun.
I frumstæðum og lítt þróuðum
þjóðfélögum virðist leiða af lík-
um, að verkaskipting karla og
kvenna hafi átt sér stoð í þjóð-
félagsgerðinni.
Á okkar tímum hafa allar að-
stæður breytzt. Síaukin öflun og
nýting orku á öllum sviðum gerir
lítilvægari þá yfirburði sem
sterkari líkamsbygging áður
veitti körlum yfir konum til erf-
iðisverka. Félagslegri uppbygg-
ingu samfélagsins er vel hægt að
koma í það horf, sem fræðilega
a. m. k. gerði það fullkomlega
framkvæmanlegt, að konur þurfi
engin afskipti að hafa af barni
sínu umfram meðgöngu og fæð-
ingu. Jafnframt þessu er að
vakna almennari skilningur á
því, að konur eiga rétt á og hafa
þörf fyrir að njóta raunverulegs
jafnréttis við karla á vinnumark-
aði framtíðarinnar, ekki aðeins
í launum heldur einnig í skipun
til starfa að jafnri hæfni. En á
að kenna hverjum einstökum
að nýta hæfni sína og að sinna
hugðarefnum sínum.
því vil ég vekja sérstaka athygli,
að þegar ég tala um jafnrétti
kynjanna til starfa, á ég við
öll störf að heimilisstörfum ekki
undanskildum.
Rök má að því leiða, að þegar
hjón eiga tvö börn, verður ódýr-
ara fyrir þjóðfélagið, að annað
hjónanna vinni heimilisstörfin,
heldur en að fá þau með einum
eða öðrum hætti unnin utan
heimilis. Er þá reiknað inn í
dæmið uppeidiskostnaður á
stofnunum, nýting húsnæðis og
aukinn kostnaður við fæðis- og
fatakaup. Því fleiri sem börnin
eru og heimilið f jölmennara, þvi
hagkvæmara verður heimilis-
haldið þjóðfélagslega séð.
Hvað mælir þá með vinnu
beggja hjóna utan heimilis?
Nokkur atriði má nefna. Sum
heimili, barnlaus eða með eitt
barn, eru of lítil eining til að
fullnýta starfskrafta þess, sem
heimilisstörfum gegnir. Sér-
menntað fólk getur notið sín
betur og unnið meira gagn við
störf á sínu sérsviði heldur en
við heimilisstörf. Hverjum ein-
stakiingi á að tryggja sem mest
valfrelsi um að geta kosið sér
starf, sem hugur hans stendur
til.
Nú til dags er talsvert í tizku
að halda því fram, að heimils-
störf séu vart samboðin viti
bornu fólki. Frá mínu sjónar-
miði er samt vel hugsanlegt, að
þau geti orðið fyllilega sam-
keppnisfær við sumt það, sem í
boði verður á vinnumarkaði
framtíðarinnar, að því tilskildu,
að þau verði launuð til jafns við
önnur sambærileg störf. Nú er
markvisst að því unnið, að heim-
ilisstörf leggjast smám saman
með öllu niður og þar með að
þrengja valmöguleika þeirra á
vinnumarkaðinum, sem annars
hefðu hug á að leggja þau fyrir
sig. Þetta er gert með því að neita
að borga fyrir þau heimilisstörf,
sem unnin eru á heimili, þótt í
ljós komi, að jafnvel kosti meira
að vinna þau utan heimilanna,
og þá stendur ekki á því að
greiða kostnaðinn við það niður,
með því að seilast í hina sam-
eiginlegu sjóði þjóðfélagsins
(sbr. barnaheimili og elliheim-
ili t.d.). Til viðbótar þessu er
giftri konu, sem vinnur utan
heimilis, ívilnað með sérstökum
skattfríðindum, meðan annað
sambærilegt heimili, þar sem
konan kýs að vinna heima, og
maðurinn leggur á sig mikla
aukavinnu til tekjuöflunar, verð-
ur að greiða hátekjuskatt af
tekjum, sem konan hefði að öðr-
um kosti getað aflað skatt-
frjálsra. Hér er ekki stuðlað að
frjálsu vali um störf.
Sumir virðast halda, að vinnu-
markaður framtíðarinnar verði
uppfullur af fulltrúa- forstjóra-
og bankastjórastöðum, eða öðr-
um álíka fínheitum, sem heim-
ilisstörf verði lítt samkeppnisfær
við. Ekki er nú alveg vist, að
þessu verði þann veg farið.
Fyrir nokkrum árum skoðaði
ég eina af bilasmiðjum General
Motors í Bandaríkjunum. Út úr
henni rann nýr, gljáfægður fólks-
bíll á hverjum 90 sekúndum.
Ég fór með fylgdarmanni um
verksmiðjuna og fékk að fylgj-
ast með öllum framleiðslustig-
Haraldur Ólafsson.
Jafnrétti manna - og starfa
20
19. Jtjní