19. júní - 19.06.1972, Page 25
Ellilífeyririnn í dag.
Ellilífeyrir hefur farið ört hækkandi. Samkvæmt
lögum um almannatryggingar, sem tóku gildi þann
1. janúar s.l., er sérhverjum ellilífeyrisþega (þ.e.
67 ára og eldri) tryggðar lágmarkstekjur, sam-
kvæmt 19. grein þessai’a laga, en hún hljóðar þann-
ig:
,,Nú eru tekjur elli- eða örorkulífeyrisþega lægri
en kr. 120.000.00 á ári, og skal þá hækka lífeyri
hans um það, sem á vantar þá f járhæð. Sama gildir
um hjónalífeyri, eftir því sem við á.
Heimilt er að greiða frekari uppbót á elli-eðaör-
orkulífeyri, ef sýnt þykir, að lífeyrisþegi geti ekki
komist af án þess. Við ákvörðun um hækkun líf-
eyris samkvæmt 1. og 2. málsgrein hér að framan
skulu umsóknir um hækkun rökstuddar t.d. með
skattaframtölum. Ennfremur skal höfð hliðsjón
af því, hvort eignum bótaþega hefur verið ráð-
stafað með þeim hætti, að það valdi synjun hækk-
unar.
Að fengnum tillögum tryggingarráðs setur ráð-
herra reglugerð um framkvæmd lífeyrishækkunar
samkvæmt þessari grein.“
Samkvæmt þessu skal greiða sérhverjum ellilíf-
eyrisþega, sem ekki hefur aðrar tekjur en elli-
lífeyri, kr. 10.000.00 á mánuði, en hins vegar þarf
að sækja um þessa tekjutryggingu, eins og allar
aðrar bætur, til Tryggingarstofnunar ríkisins.
Lífeyrir hjóna, sem bæði fá ellilífeyri, skal nema
90% af lífeyri tveggja einstaklinga. Tekjutrygg-
ing hjóna, sem bajði fá ellilífeyri ogekki hafa aðrar
tekjur, er því kr. 18.000.00 á mánuði. Hafi ellilíf-
eyrisþegi hins vegar einhverjar aðrar tekjur en
ellilífeyri, fer ellilífeyririnn lækkandi, en ellilíf-
eyrir einstaklings skal þó aldrei vera lægri en kr.
6.468.00 á mánuði. Er hér gerð tilraun til þess að
bæta með lögum hag þeirra, sem verst eru settir,
þótt þetta sé engan veginn endanleg lausn.
Þessi lagagrein kemur sérstaklega illa við þá,
sem hafa vinnulaun allt að kr. 3.500.00 á mánuði,
sem dragast frá lögboðinni tekjutryggingu (þ.e. kr.
10.000.00 á mán.) Sá ellilífeyrisþegi, sem hefur kr.
3.500.00 á mánuði í atvinnutekjur, fær kr. 6.468.00
í ellilífeyri. Hætta er því á, að lög þessi dragi úr
starfslöngun þeirra, sem hafa skerta starfsorku,
þar sem ekki er hægt, samkvæmt lögum þessum,
að bæta fjárhag sinn með litlum vinnutekjum.
Samkvæmt 2. málsgrein þessarar lagagreinar
er heimilt að greiða ellilífeyrisþega hærri lífeyri en
kr. 10.000.00 á mánuði, ef sýnt þykir, að lífseyris-
þegi geti ekki komizt af án þess. Skal þá sérstak-
lega sótt um þessa uppbót til Tryggingarstofnun-
ar ríkisins.
p* 4
n 'TfM 1 ffi >m\ ' ■
MiSvikudagur í Tónabœ.
19. JÚNÍ
23