19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 26

19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 26
 — A \ Konur kynna sér dagskrá nœstu viku. Aðstoð heima. Augljóst er, að ekki er alltaf nóg að hafa til hnífs og skeiðar. Þegar aldurinn færist yfir, er oft nauðsynlegt að veita ellilífeyrisþegum ýmsa að- stoð á heimilinu, til þess að gera sem flestum kleift að búa áfram heima og lifa eðlilegu fjölskyiduiífi eins lengi og unnt er. Heimilishjálp fyrir ellilífeyris- þega fer því mjög vaxandi. Fyrir 3 árum var stofn- uð sérstök deild hjá Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar, sem annast m.a. heimilisþjónustu fyrir aldraða. Við Heimilisþjónustu vinna nú 36 konur, sem fengið hafa sérstaka þjálfun til þess- ara starfa. Heimilishjúkrun er einnig veitt í Reykjavík á vegum Heilsuverndarstöðvarinnar, og er sú hjúkr- un alltaf veitt endurgjaldslaust. fbúðir fyrir aldraða. Nauðsynlegt er fyrir ellilífeyrisþega að geta búið í hentugu húsnæði. Nokkur ár eru síðan Reykja- víkurborg byggði fyrstu íbúðirnar í þágu ellilifeyr- isþega. Eru þær að Austurbrún 6. I húsinu eru 69 ibúðir, og hafa ellilífeyrisþegar nú 33, öryrkjar 18 og einstæðar mæður 18. Um s.l. áramót var lokið við byggingu fyrsta stórhýsis, sem byggt er af Reykjavíkurborg ein- göngu í þágu aldraðra. Þessi bygging stendur við Norðurbrún, austan Hrafnistu. Eru þar 60 leigu- íbúðir, 52 fyrir einstaklinga og 8 fyrir hjón. Flutt var inn í þessa byggingu í byrjun febrúar. Unnið er nú að teikningu næstu ibúðarbyggingar í þágu aldraðra, og munu framkvæmdir væntanlega hefj- ast á síðari hluta þessa árs. Stórt hjúkrunarheimili fyrir langlegusjúklinga er nú í byggingu í Reykjavík við Grensásveg 62. Verða þar rúm fyrir 74 sjúklinga. Áætlað er, að byggingu þess ljúki í lok þessa árs, og mun það bæta úr brýnni þörf. Félagsleg þjónusta. Margvísleg þjónusta í þágu elztu kynslóðarinnar er nú veitt í Reykjavík. Ellilífeyrisþegar, 70 ára og eldri, geta nú ferðast með Strætisvögnum borg- arinnar gegn hálfu gjaldi. Þjóðleikhúsið og Leik- félag Reykjavíkur veita ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri, helmings afslátt á allar almennar leiksýning- ar gegn framvísun nafnskírteinis. Níu kirkjufélög kvenna veita ellilífeyrisþegum fótaaðgerðaþjón- ustu. Er hún veitt einu sinni í viku með aðstoð sér- menntaðra kvenna gegn mjög vægu gjaldi. Eitt kirkjufélag kvenna veitir einnig hársnyrtingu einu sinni í viku. Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. Vorið 1969 hófst á vegum Reykjavíkurborgar félagsstarf fyrir eldri borgara í Tónabæ við Skafta- hlíð. Send voru fyrst út dreifibréf til allra þeirra, sem fæddir eru 1898, og fyrr tæp 5.000 bréf til þess að kynna starfsemina. Með bréfinu var sendur skoðunarkönnunarlisti, til þess að gefa væntanleg- um þátttakendum tíma til að átta sig á þessari nýju starfsemi. Stungið var upp á 20 mismunandi atriðum sem tómstundaiðju. Einnig var spurt um áhuga á smáferðalögum. 1 stuttu máli sagt, hefur þessi starfsemi fengið svo góðar viðtökur, að þær hafa farið langt fram úr björtustu vonum. Þátttakendur í skoðunarkönn- un höfðu áhuga á bókstaflega öllu, sem stungið var upp á. Þrettán samstarfshópar eða klúbbar hafa nú tekið til starfa, t.d. skák, frímerkjasöfnun, bókmenntir og þjóðhættir, teiknun og málun, bast og tágavinna, leðurvinna, filtvinna, hnýting og netagerð, félagsvist og bridge. Félagsstarfsemi eldri borgara í Tónabæ er nú 24 19. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.