19. júní


19. júní - 19.06.1972, Page 27

19. júní - 19.06.1972, Page 27
tvisvar í viku frá klukkan 1—6 e.h., annan dag- inn er klúbbstarfið, en alla miðvikudaga er „opið hús“. Liggja þá frammi spii, töfl, dagblöðin, viku- rit o.s.frv. Skemmtiatriði eru flutt um kaffileytið flesta miðvikudaga, eða fluttir stuttir fyrirlestrar um þau mál, sem komið gætu eldri borgurum að gagni. Hafa allir skemmtikraftar, bæði einstakling- ar og hópar, skemmt þar endurgjaldslaust. Upp- lýsingarþjónusta er þar einu sinni í viku og einnig útlán bóka frá Borgarbókasafninu. Smáferðalög og skoðunarferðir. Yfir sumarmánuðina hefur verið efnt til smá- ferðaiaga, t.d. í fjörulífsskoðun, fuglaskoðun, grasaferð, kynnisferð um Reykjavík o.s.frv. Einnig hafa verið heimsótt öll söfn í Reykjavík og ná- grenni. Þessar ferðir eru aðallega farnar í júní og júlímánuði. Sjálfboðaliðar. öll þessi félagsstarfsemi er rekin í náinni sam- vinnu við sjálfboðaliða frá 10 kirkjufélögum kvenna í Reykjavík, Rauða kross konum og eldri skátum. Er sú samvinna framúrskarandi góð og algjörlega ómetanleg. Annast sjálfboðaliðar fata- geymslu, þjónustu við kaffiveitingar og öll þau margvíslegu störf, sem vinna þarf, þegar stór hóp- ur er saman kominn, t.d. eru oftast á 3ja hundrað manns á miðvikudögum og eru sjálfboðaliðar þá rúmlega tuttugu. Félagsstarf í Norðurbrún. Telja verður mjög æskilegt að auka þessa starf- semi og standa nú vonir til að það takist, er jarð- hæð íbúðarbyggingarinnar við Norðurbrún, sem áður var nefnd, verður tekin í notkun. Mun þar verða aðstaða til að auka að mun f jölbreytni fé- iagsstarfsins. Er nú verið að vinna að innréttingu þess húsnæðis. Vonandi verður nú einnig aðstaða til að auka þann þátt félagsstarfsins, sem ætla mætti, að karl- menn hefðu meiri áhuga á, þar sem margir þeirra klúbba, sem nú eru starfandi, em vinsælli meðal kvenna. Vonandi verður nú t.d. unnt að opna smíðastofu með öllum nauðsynlegum tækjum til af- nota fyrir þá, sem þess óska. Með því að bæta hag elztu kynslóðarinnar í dag reynum við, sem yngri erum að greiða upp í þá skuld, sem aldrei verður að fullu greidd. Kaffidrykkja í Tönabæ. Kaffi og brauÖ dagsins kostar fjörutíu og fimni krónur. 19. JÚNÍ 25

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.