19. júní - 19.06.1972, Side 29
Vigdís Finnbogadóttir tekur
við starfi leikhússtjóra Leikfé-
lags Reykjavíkur 1. sept. 1972.
Auðvitað er ég bjartsýn. Ég
er þannig spákona að mér sýnist
alltaf vera að koma betra veð-
ur. Og mér dettur ekki í hug að
þeir karlar, sem í þessari sumar-
byrjun kvenna hafa þá ábyrgð
að veita öðrurn ábyrgðarstöður,
séu svo vanþroska og ábyrgðar-
lausir að þeir velti því fyrir sér
sérstaklega hvort um karl eða
konu er að ræða, ef þeir teija
að manneskja geti unnið eitt-
hvert verk. Hitt er svo annað
mál hvort kvenfólk vill axla
ábyrgð í þjóðfélaginu.
þessu starfi var lögð hjúkrunar-
menntun, það sótti enginn karl-
maður um það, og þvi var ekkert
val milli kynja.
Ég er mikill rauðsokkur, og
tel, að barátta kvenna til jafns
við karla sé fyrst og fremst bar-
átta fyrir mannréttindum.
Ingibj. B. Magnúsdóítir.
Steinunn Finnbogadóttir tók
við starfi sem aðstoðarmaður fé-
iagsmálaráðherra um síðustu
áramót.
Hún segir:
I-Iví skyldi ég ekki vera bjart-
sýn á möguleika kvenna til jafns
við karia. Bjartsýni var beinlinis
lífsakkeri þess byggðarlags sem
fóstraði mig, en ég er fædd og
uppalin í Bolungarvik. — Án
hennar hefði óblíð bai'átta sjó-
mannsins ekki skilað þeim arði,
sem var og er hornsteinn af-
komu og menningar á Islandi. —
Án hennar hefðu jafnréttishug-
sjónir vinnandi fólks aldrei náð
að þróast svo sem raun ber vitni
og — án bjartsýni ná konur
aidrei því marki sem þær stefna
að í þjóðfélagslegri aðstöðu.
Aukin réttarvitund og stór-
bætt menntunarskilyrði kvenna,
hljóta að leiða til vaxandi hlut-
deildar þeirra í opinberum störf-
um.
öllum er nú ljóst, að almættið
mismunar ekki kynjunum hvað
gáfnafar snertir og mannkosti.
Það var glæsilegt 1908 að koma
4 konum í bæjarstjórn, en þar
gætti sérstöðu.
Það er í eina skiptið, sem
hreinn kvennalisti hefur verið
borinn fi’am.
Áiit mitt er, að síðan hafi ekki
verið stigið spor aftur á bak í
jafnréttismálum kvenna, heldur
þvert á móti, og nú munu vera 23
konur í sveitarstjórnum viðsveg-
ar um landið.
Kvenréttindabaráttan hefur
verið háð í áratugi og oft verið
hörð og stundum virzt vonlítil.
Þessi barátta hefur þó skilað
miklum árangri og eru ávextir
hennar smám saman að koma í
ljós. Þannig eru þær stöðuveit-
ingar, sem hér er rætt um í for-
mála, aðeins rökrétt afleiðing
þess mikla starfs, sem unnið hef-
ur verið í jafnréttismálum
kvenna.
Hér er aðeins um einn áfanga
að ræða, ef svo mætti að orði
komast, ekki þann fyrsta og
áreiðanlega ekki þann síðasta.
öll byrjun er erfið og þróun
kvenréttindamála var hæg fram-
an af, en trú mín er sú, að þessi
þróun muni á næstu árum sigla
hraðbyri og þess verði ekki langt
að bíða að konur skipi til jafns
við karla háar stöður sem lágar,
ef við sjálfar viljum láta það
verða svo — minnugar orða
skáldsins Einars Benediktssonar:
„Reistu í verki
viljans merki, —
vilji er allt, sem þarf.“
Steinunn Finnbogadóttir.
19. JÚNÍ
27