19. júní - 19.06.1972, Side 33
Birna: Og mamma hans var svo hrœöileg við Maríu. Hún sagði
... sonur minn á ekki petta barn. Stúlkan er hóra, enda al-
in upp hjá eskimóum.
Gunnar: Hvernig slapp hún frá þeim?
Birna: Ég heyrði ekki vel, hvað María sagði næst. Hún talaði
svo lágt og ég átti að vera sofnuð.
Gunnar: Sofnaðirðu?
Birna: Ertu frá pér. Nei, en ég heyrði ekkert fyrr en María
sagði þeim (foreldrum sínum) frá pví, að Dick œtti svert-
ingja fyrir pabba. Ég myndi aldrei tala við þau aftur.
Á hvaða aldri telurðu yngstu dótturina?
Birna er um það bil þrettán ára og fremur saklaus. Hún er að komast á gelgju-
skeiðið og setur það greinileg mörk á ytri framkomu hennar. Maður er í vafa um
hvernig eigi að ávarpa hana. Hún er á mjög hrifnæmum aldri og ekki er að vita,
hvað verður úr henni.
Finnst þér koma fram mikil kynslóðaskipti?
Ég er nú á móti að tala um kynslóðaskipti. Mér finnst frekar koma fram ein-
staklingsmunur en kynslóðamunur. En þessir krakkar hafa búið sér til miklu
haldbetri og traustari vörn en við gátum gert á okkar yngri árum, t. d. klæðn-
aðurinn.
Birna er í sambandi við strák. Telurðu hana ekki nokkuð unga til þess?
Ég tel það algengast að 13—14 ára stúlkur séu nokkuð mikið með strákum.
Samræður þeirra snúast mjög um heimilisbölið hjá Gunnari?
Já, hver hefur sinn drösul að draga. Móðir stráksins er drykkjusjúklingur. —
Drykkjuskapur er mjög algengur hér og ekki er litið á hann, sem neitt mjög
óeðlilegt.
Er það ást, sem tengir Birnu og Gunnar saman?
Ást og ástfangin — ég veit ekki — ætli það sé ekki nokkuð mikið þörf að bindast
einhverjum. Ég tel það ömurlega tilhugsun að alast upp við það að hræðast hitt
kynið.
19. JÚNÍ
31