19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 34
Elín: Jœja, þú veröur a'ö reyna aö bera höfuöiö hátt, ekki dugir
annaö.
Pábbi þinn vill aö þú veröir hérna heima meö barniö, viltu
þaö ekki?
María: Ég gaf heimskulegt loforö áöur en ég fór.
Elín: Nú ? '
María: Ég lofaöi aö koma aftur.
Hvemig lítur þú á samband Maríu við eiginmann sinn?
María er frekar ,,typisk“ einsmannskona. Fórnarlundin einkennir mjög hugsun-
arhátt hennar. Hún hefur verið í góðu hjónabandi og þá er erfitt að slíta þau tengsl
og hlaupa burtu, eins og flestir gera kringum mann. Ilún hlýtur að vera mjög háð
honum tilfinningalega.
Svo ákveður hún að fara aftur til mannsins?
Já, María velur milli manns og barns og maðurinn vinnur og þetta er alltaf að
gerast í kringum okkur. — Maður getur fengið nóg af uppblásinni móðurást í þjóð-
félaginu, þó að hitt sé alltaf að koma fyrir, t. d. ef kona giftist aftur og manninum
semur ekki við barnið, þá er það fortakslaust baraið, sem fer að heiman. Það væri
réttara, að þjóðfélagið liti fyrst á konuna sem einstakling og svo sem móður.
Og María þarf að losna við barnið?
Það er hennar sálarstríð. Hún veit, að kynblendingsbarn myndi lenda á munaðar-
leysingjahæli, ef hún léti það frá sér og reynir þess vegna að finna fósturforeldra,
en enginn vill taka slíkt barn að sér. María ann barninu og vill reynast því eins
vel og aðstæður leyfa.
María þarf því mjög lítið á kvenréttindum að halda?
Það er rétt. Ég held, að nýgiftar konur hafni og oftast skoðunum Rauðsokka, þótt
þær aðhyllist þær síðar meir.
32
19. JÚNÍ