19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 42
held ég, að oft á tíðum verði þörf áfarmhaldandi
samvinnu við nágrannaþjóðir okkar á þessu sviði.
En hve^ finnst þér, að eigi að vera framtíðar-
stefnan í máium áfengissjúklinga hér á iandi?
Auk hinnar fyrirhuguðu byggingar við Víf-
ilsstaðahæli er nauðsynlegt að koma upp þjálfun-
arstöðvum á borð við Reykjalund fyrir áfengis-
sjúklinga og mætti samræma aðgerðir á þvi sviði
af fjárhagsástæðum. Einnig þyrfti að koma upp
,,vernduðum vinnustöðum“ fyrir þá, sem hafa
skerta starfsorku af völdum áfengisneyzlu, eins og
aðra öryrkja. Líka er nauðsyn á vistheimilum fyr-
ir 10—15 manns, þar sem þeir áfengissjúklingar
gætu dvalizt, sem lokið hefðu að vera í endurhæf-
ingu og ekki eiga fjölskyldu. Ekki er nauðsyn-
legt að einskorða þessi heimiii við áfengissjúkl-
inga.
Þegar setja á mann í lækningu vegna áfeng-
isneyzlu getur komið til sjálfræðissviptingar, sem
reynir mjög á aðstandendur, þar sem sú skylda er
lögð þeim á herðar í núgildandi lögum, að æskilegt
sé, að þeir fari fram á slíkt, ef viðkomandi óskar
ekki eftir því sjálfur. Eru nokkrar breytingar, sem
gera mætti til bóta í þeim efnum?
Komið hefur fram hugmynd um, að koma
mætti á fót óhlutdrægri nefnd sérfróðra manna,
sem hefði úrskurðarvald í slíkum málum, og þyrfti
þá ekki að bíða dóms, sbr. lög um berklasjúklinga
og lög um barnaverndarnefndir. Síðan öðluðust
menn sjálfræði sjálfkrafa aftur að lækningu lok-
inni. Einnig hafa heyrzt raddir um, að fela ætti
stofnun eða nefnd, að taka að sér skyldur lög-
ráðamanns, þar sem það viil oft og tíðum vera ó-
vinsæit fyrir einstaklinga að taka sér slikar skyld-
ur á herðar.
Nú er komið fram yfir miðnætti, senn tekur
að birta á ný, og enginn veit, hvað morgundag-
urinn kann að bera í skauti sínu.
1 rann og vrrn <rl és* aA AA-Kamlökín
hafi hjargaö lifi iiiiiin
Ég held, að það uppeldi, sem ég fékk, hafi bjarg-
að mér frá algjörri glötun, þar sem ég var alin
upp á algjöru regluheimili hjá trúuðu fólki, enda
þótt við byggjum við kröpp kjör, eins og þá var
títt. Þótt ég lenti sjálf úti í þeim vitahring að
drekka, var það samt andstætt mínum hugsunar-
hætti og lífsviðhorfum, eiginlega í andstöðu við
ailt, sem ég hefði viljað.
Oft geta lítilfjörleg atriði valdið þvi, að fólk
lendi út í drykkjuskap, þar sem oft getur lítil þúfa
velt þungu hlassi. Ég hafði aldrei bragðað vín og
aldrei hugsað mér að drekka, alveg þangað til
ég var á nítjánda ári. Þá kynntist ég manni, sem ég
síðar giftist, og var hann tíu árum eldri en ég.
Hafði hann þá þegar drukkið mikið og lengi. Við
bjuggum í húsi með hjónum, sem við höfðum mik-
ið samband við. Voru þau hjónin bæði mikið gefin
fyrir skemmtanir og drukku talsvert. Sjálf gat ég
skemmt mér á eðlilegan hátt án þess að drekka.
Þessi hjón bæði og maðurinn minn einnig voru
alltaf að klifa á því, að ég væri leiðinleg, þar sem
ég hagaði mér ekki eins og „siðuð manneskja“,
af því að ég gæti ekki haldið á glasi. Leiddist mér
þetta. Og finnst mér nú, að ég hafi verið áhrifa-
gjörn að láta þetta á mig fá. En hver dregur dám
af sínum sessunaut, og lét ég leiðast til að fá mér
glas. Þetta glas hefur valdið mér miklu böli. Frá
þvi að þetta gerðist, hefi ég verið meira og minna
við di-ykkju í tuttugu og sjö ár, að vísu ekki mikið
í byrjun. En þessi drykkja mín þróaðist upp í það
að verða mér fjötur um fót. Þannig held ég, að
það sé hjá flestum. Samt tel ég, að til sé fólk, þótt
teljandi fátt sé, sem getur neytt víns í hófi. Min
drykkja var farin að valda mér geysilegum vand-
ræðum, þegar áfengislöngunin var orðin svo sterk
hjá mér, að hún sótti á mig, þegar öll skynsamleg
rök mæltu gegn því, að ég drykki, þar sem ég var
vinnandi manneskja. Á miðjum vinnudegi gat grip-
ið mig svo sterk löngun í áfengi, að ég lét undan,
þótt ég vissi, að ég yrði f jarverandi úr vinnu, jafn-
vel heila viku.
Löngu áður en ég kynntist AA-samtökunum,
var ég farin að gera mér grein fyrir því, að ég stóð
á barmi glötunar. Skömmin og niðurlægingin yfir
að hafa lent út i drykkjuskap var svo mikil, að
ég var alltaf að reyna að dylja mitt raunvenjlega
40
19. JÚNÍ