19. júní


19. júní - 19.06.1972, Side 43

19. júní - 19.06.1972, Side 43
AA-samtökin, Alcoholics Anonymous, eru alþjóðleg samtök karla og kvenna, sem er það sameiginlegt að hafa átt eða eiga við áfengisvandamál að stríða. Þetta er fólk, sem ekki hugsar um að fara i löng bindindi, heldur hugsar það að morgni hvers dags: ,,Nú drekk ég ekki í dag." AA-samtökin voru stofnuð hér á landi á föstudaginn langa 1954, og er starfsemi þeirra hér á landi 18 ára gömul. Vert er að geta þess, að AA-samtökin halda ekki félagatal og meðlimir samtakanna greiða engin félagsgjö’d. Þegar ákveðið var að fjalla um áfengismál hér í „19. júní“, var mér hjálpað að komast í samband við konu innan samtakanna og fékk að fara með henni á fund í samtökunum. Það, sem vakti sérstaka alhygli mína, var, að hver ræðumaður hóf ræðu sína á þessum orðum: „l2g heiti ...... og er alkóhclisti". Ilver ræðumaður viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart áfengi, en í sjálfu sér eru AA-samtökin lilutlaus gagnvart notkun áfengis. Það, sem einkenndi málflutning allra ræðumanna, var sú auðmýkt, sem þeir létu í ljós gagn- vart umhverfi sínu. Ef allir temdu sér slíkt hugarfar, yrði mannlífið auðveldara. Kona sú, sem tók mig með sér á fundinn, hefur góðfúslega leyft, að birt yrði frásaga hennar af hennar eigin lífsreynslu og af starfi AA-samtakanna. Frásaga hennar er birt nafn- laus, þar sem nafnleynd ríkir í AA-samtökunum, vegna þess að innan þeirra er málefnið sett persónunni ofar. ástand. Eitt sinn eftir mikla drykkju og töfluát rak mig á f jörur AA-samtakanna. Hafði ég áður leitað lækna, en aldrei sagt þeim sannleikann um mitt raunverulega ástand. Atvikaðist þetta þannig, að ég, algjörlega niðurbrotin, mundi allt í einu eftir æskuvini mínum, sem hafði þá verið AA-maður í fimmtán ár með mjög góðum árangri. Hann brá við fljótt og fór með mig á símavakt niður í Tjarn- argötu 3C. Hitti ég þar tvo elskulega menn á vakt, réðu þeir mér að koma á fund þá um kvöldið og létu sækja mig. Ekki var hátt á mér risið það kvöld. Ég var öll inni í minni eigin skel, og fannst ég ekki geta skýrt neinum frá vandræðum mínum. Mesta athygli mína vakti að hitta þetta elskulega fólk, sem tók mér opnum örmum. Fann ég strax, að þarna var fólk, sem skyldi mín vandamál. Þess vegna gat ég í fyrsta skipti á ævinni opnað mig al- gjörlega fyrir einhverjum. Þarna var fólk, sem hafði svipaða lífsreynslu og ég, og gat þess vegna lifað sig inn í mín vandamál. Ég kem inn í AA-samtökin af eigin hvötum og mjög jákvæð, enda telja samtökin það skipta miklu máli, að fólk komi sjálft. En hitt er eigi að síður staðreynd, að fólk hefur komið inn í samtökin fyr- ir þrábeiðni annarra og náð prýðisárangri. Aðal- atriðið er að vilja hætta að drekka. Eina skilyrðið fyrir inngöngu í samtökin er löngunin til að hætta að drekka. Eina mál samtakanna er: „Hvernig getum við hætt að drekka?“ AA-samtökin boða enga sérstaka trúarstefnu, en þó byggist starf þeirra fyrst og fremst á trú- rænum grundvelli. Samt sem áður skiptir engu niáli, hvaða lífsafstöðu menn hafa innan samtak- anna. AA-bænin hefur samt hjálpað mér mikið í minni baráttu, og hún hljóðar svo: „Guð gefi mér æðru- leysi til þess að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt... kjark til þess að breyta því, sem ég get breytt ... og vit til þess að greina þar á milli.“ Ég kem inn í AA-samtökin með því hugarfari, að þau séu kraftaverkastofnun, og í upphafi mátti ekkert mistakast hjá mér. Þannig hugsaði ég fyrsta mánuðinn, en þá dundi ógæfan yfir mig aft- ur. Var það mér mikið áfall, og fannst mér sam- tökin, en ekki ég, hafa brugðizt. Fyrir áeggjan kunningja minna og vina, sneri ég baki við víni á nýjan leik í þeirri von, að betur gengi. Hélt ég það aftur út í mánuð. Og þá fannst mér allt vonlaust, en aftur var mér hjálpað yfir þessa erfiðleika, og ég hvött eindregið til þess að gefast ekki upp. Hófst baráttan enn við brennivínsdrauginn, og nú skyldi þetta allt saman ganga. Tveim vikum seinna datt ég aftur, og þá ætlaði ég að gefast upp, því að mér fannst þessi barátta alveg vonlaus. Ég var alveg viss um, að ég væri algjör alkóhólisti, og ekkert megnaði að hjálpa mér. Með þrotlausri baráttu þeirra, sem vildu hjálpa mér, reyndi ég að hætta áfengisneyzlu ennþá einu sinni. Þá gerðist það á fundi, að maður er að tala, og hann segir: „Það er einkennilegt, að fólk stendur hér upp á fundum og talar fagurlega. Um þetta fólk er vitað, að það er nýstaðið upp úr ,,fylleríi“. Þetta er ekkert annað en sýndarmennska.“ Tók ég þessi orð beint til mín, þótt ég viti nú, að hann hafði aðra í huga. Reiddist ég mjög, af því að mér fannst ég ekki vera alveg heil í minni afstöðu. Ætl- aði ég að standa upp og segja, að vera mín innan þessara samtaka væri engin sýndarmennska. Var 19. JÚNÍ 41

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.