19. júní


19. júní - 19.06.1972, Síða 46

19. júní - 19.06.1972, Síða 46
Brostnir hlekkir Þessar félagskonur K.R.F.l hafa látiztsíðan „19. júní“ kom út í fyrra. Drífa Viðar, fædd i Reykja- vík 5. marz 1920, dáin 19. maí 1971 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Katrín Viðar, fædd Normann, og Einar Viðar verkfræðingur. Hún var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavíkogstund- aði síðan einn vetur nám í norrænu við Háskóla Is- lands. Þá fór hún utan og stundaði nám í málara- list bæði í París og New York. Hún hélt sjálfstæða málverkasýningu rétt fyrir andiát sitt, en áður hafði hún tekið þátt í samsýningum. Hún gaf sig einnig að ritstörfum og tvær bækur eftir hana hafa verið gefnar út. Hún hafði mikinn áhuga fyrir þjóðfélags og stjórnmálum. Hún var gift Skúla Thoroddsen, lækni, og eignuðust þau fjög- ur börn. Helga Markúsdóttir, fædd í Reykjavík 19. júní 1918, dáin 6. ágúst 1971. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Andrésdóttir og Markús Iv- arsson, annar stofnandi vélsmiðjunnar Héðins. — Hún var mjög listfeng og lærði auglýsingateikn- un í Svíþjóð, og mun hafa verið með þeim fyrstu hér á landi, sem lögðu stund á það nám. Fyrst eft- ir heimkomuna stundaði hún þessa listgrein, t.d. nokkuð að því að teikna bókakápur. Hún var gift Sveini Guðmundssyni, vélfræðingi, forstjóra vél- smiðjunnar Héðins. Þau eignuðust sex börn. Eftir að hún giftist voru störf hennar svo að segja ein- göngu tengd heimilinu og uppeldi barnanna. Lilja Björnsdóttir, fædd 9. apríl 1894 á Kirkju- bóli á Bæjamesi í Austur-Barðastrandarsýslu, dá- in í Reykjavík 20. stepember 1971. Foreldrar hennar voru hjónin Petrína Péturs- dóttir og Bjöm Jónsson bóndi. Hugur Lilju stóð mjög til mennta, en hún átti þess lítinn kost. Þó tókst henni að komast í Kvennaskólann í Reykja- vík og stundaði hún þar nám i tvo vetur. Hún var vel skáldmælt og hafa komið út eftir hana þrjár ljóðabækur. Hún var mjög félagslynd, og auk þess að vera allt til dauðadags mjög áhuga- samur félagi í K.R.F.l. starfaði hún t.d. að bind- indismálum og í guðspekireglunni. Lilja var gift • Jóni Erlendssyni sjómanna, og bjuggu þau lengst af vestur á Dýrafirði, en fluttust síðan til Reykja- víkur. Þau eignuðust níu börn. Kristín Lovísa Sigurðardóttir, fædd 23. marz 1898 á Hvítárbakka i Borgarfirði, dáin í Reykja- vík 31. október 1971. Foreldrar hennar vom hjón- in Anna Guðmundsdóttir og Sigurður Þórólfsson, skólastjóri á Hvítárbakka. — Kristín var aðeins þriggja ára, er móðir hennar dó. Eftir það ólst hún upp hjá móðurforeldrum sínum í Reykjavík, en stundaði nám í Hvítárbakkaskóla hjá föður sínum. Kristín Sigurðardóttir var þjóðkunn kona. Hún sat um skeið á Alþingi sem þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og gegndi mörgum trúnaðarstörf- um á sviði stjórnmála. Auk þess var hún í for- ustuiiði í ýmsum félagsmálum kvenna. Hún var t.d. í framkvæmdanefnd Hallveigarstaða og um árabil formaður. Hún var í Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og áfengisvarnanefnd kvenna í * Reykjavík og Hafnarfirði. Hún var ámm saman í stjórn K.R.F.l. og síðustu árin var hún þar heið- ursfélagi. — Kristín var gift Karli Óskari Bjarna- syni, varaslökkviliðsstjóra i Reykjavík. Þau eign- uðust þrjú börn. Elsa Kjartansson, fædd í Reykjavík 27. mai 1908, dáin 11. desember 1971 í Reykjavík. Foreidrar hennar voru hjónin Guðlaug Ólafs- dóttir og Níls Christjan Nílsson, verkstjóri hjá Sameinaða gufuskipafélaginu. Hún stundaði nám við Menntaskóla Reykjavíkur og varð stúdent það- an. Hún gerðist snemma skáti og var mjög mikið starfandi í kvenskátahreyfingunni. Hún var gift Halldóri Kjartanssyni, stórkaupmanni, en þau voru skólasystkini úr Menntaskólanum. — Þau eignuðust tvö börn. Allar þessar mætu konur vom árum saman fé- * lagar í Kvenréttindafélagi Islands. — Guð blessi minningu þeirra. G. H. 44 19. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.