19. júní - 19.06.1974, Síða 11
-— I Kulusuk er dönsk herstöð. Hermennirnir
hafa gefið fólkinu matvæli og bjór. Grænlendingar
hugsa öðru vísi en við. Þeir eru nægjusamir. Hér-
aðsfólkið er að deyja út, það dugmeira flyst á brott.
Það er óheppilegt að Islendingar skuli eingöngu sjá
fólkið í Kulusuk, því að aðrir staðir eru betri til þess
að átta sig á grænlensku þjóðinni. Þessi þjóð er svo
nálæg okkur, en þekking okkar á henni ótrúlega
takmörkuð. Ýmsir býsnast yfir ástandi mála þarna,
en hvaða skoðun sem maður hefur á því, hvemig
cg hvers vegna þróunin á Grænlandi hefur orðið
á þennan veg, hlýtur niðurstaðan að verða sú, að
Grænlendingum sé nauðsyn að fá að átta sig á brevt-
ingunum sjálfir.
Grænlendingar eru yfirleitt öllu lágvaxnari en Is-
lendingar og áberandi handnettir og fótsmáir. Það
getur að líta bláeyga og skolhærða Grænlendinga,
jafnvel með liðað hár, enda er nokkuð langt síðan
blöndun þeirra við aðra kynþætti hófst.
Reynsla min er sú, að Grænlendingar séu mjög
gott og vingjarnlegt fólk og vaxi hver af kunnings-
skap við þá. Þeir eru glaðlyndir og sérlega trúræknir.
Gömlu trúarbrögðin eru úr sögunni, fólkið er vel
kristið og kirkjurækið svo af ber. Stundum þarf að
koma fvrir hátalara utan kirkjunnar, vegna þess að
ekki komast allir inn, sem messu vilja hlýða.
En maður verður var við það, að unga fólkið
vill breytingar, það hefur ekki áhuga á þvi að græn-
lenskt þjóðfélag haldi áfram í sama horfinu. Marg-
ir virðast ala með sér sterkar þjóðernistilfinningar
og óska þess að losna undan stjórn Dana. Enda er
hað mála sannast, að hjá Dönum gætir kynþátta-
fcrdóma pcagnvart Grænlendingnm, þeir virðast eiga
erfitt með að líta á þá sem menn.
Að lokum get ég bætt því við, að mjólkurþambandi
Islendingum bregður í brún er beir gista Grænland,
þar er enga mjólk að fá, því kýrfóðrið vantar. Þun--
mjólk er eina úrræðið. Fjárbúskapur Grænlendinga
á líka erfitt uppdráttar, en kindur þeirra eru allar
af islenskum stofni.
Það er svo rétt að ég upplýsi, að við vorum fjórir
Islendingarnir í Julianehab þennan veturinn, — raf-
virki, ég og tveir íslenskir hestar.
Ég þakka Ragnhildi Ingólfsdóttur fyrir spjallið,
hún hefur stundað nám i Loftskeytaskólanum síðast-
liðinn vetur og mun halda ]iví áfram. Og ráðin er
h\in í því að heimsækja Grænland á nýjan leik að
loknu námi.
GuSrún G. Stephensen
^JdundiK l?uö'(droc)a
'T
Kyndill kvöldroðans
J gullrauðum bjarma
horfir liið óræða til þín
í lieillandi fegurð
sólarlags
meðan ástheitur kyndill
kvöldroðans dansar
á skýjabólstrum
við sjóndeildarhring
ailó
En eilífðarvonin
réttir fram hvíta arma
og krækir mjóum fingrum
í litbrigðarikan
skikkjufaldinn
sem stígur upp af
glóandi kyndli
lækkandi sólar
fetar sig léttstíg
á bláum haföldum
i'it við yzta sjónbaug
til að hverfa i faðm
hinnar glóðheitu
hverfandi sólar
til að sameinast bláma
geimsins
á vit stjarnanna
Vonin blíða
sem líður frá brjósti
litillar mannveru
á fjarlægri plánetu
sóldýrðarinnar miklu
Og mannveran
sem býr á sinni köldu jörð
hefur ornað sér við yl
þeirrar sóldýrðar
sem liverfur þegar
kyndill kvöldrcðans
hefur vafið bláhvelið
undursamlegum blæbrigðum
í hitaiiða litklæða sinna
Sigríður Einars
frá Muna'Öarnesi
19. JÚNÍ
9