19. júní


19. júní - 19.06.1974, Side 18

19. júní - 19.06.1974, Side 18
IIVAÐ FIAIVST ÞÉR__ Rætt við Catherine Eyjólfsson, frönskukennara, um viðhorf hennar við j»ví að vera kona í Frakklandi, en hún er nýflutt til Islands með fjölskyldu sinni. . . . uin sambiíð ■ Frakklanilí ? Fólkið giftist yngra og yngra. Hjónaband- ið er mjög umdeilt, en samt er mjög mikið um giftingar. Námsmenn giftast löngu áð- ur en þeir hafa lokið námi, og vinnur konan þá oft fyrir fjölskyldunni. Húsnæðisleysið er gífurlegt vandamál í stærri borgum, og fer þar yfirleitt fjórðungur launa i greiðslu fyrir íbúð. . . . iiiii bariiagæsln ]iar? Með fyrsta barni aukast vandamálin, sér- staklega þegar móðirin vinnur úti, eins og flestar franskar konur gera. Það er sáralítið um opinberar vöggustofur, og hlaupa ætt- ingjar því oft undir bagga, en þeir eru sjald- an til staðar í stórum borgum. Konur hafa yfirleitt ekki efni á því að hætta að vinna og verða því að finna eiuhvern staðgengii til að gæta barnanna. Daglegt líf hjá kon- um með ungbörn verður því oft að endalaus- um hlaupum, að koma börnunum fyrir, sækja börn í mat og oft á tíðum að koma þeim fyrir aftur. Þetta væri ef til vill í lagi, ef vegalengdirnar væru ekki svona mikl- ar. Það hefur og verið aðalkrafa franskra kvenna, að fjölgað verði vöggustofum, og hefur stjórnin lofað byggingu á 2000 vöggu- stofum á næstu þremur árum. . . . ii iii aðsIoA liins opinbcra? Það reynir að hvetja konur til að eignast að minnsta kosti þrjú börn. Fjölskyldubæt- uj' eru mjög háar og fara hækkandi með þriðja barni. Hjá barnmörgum fjölskyldum eru þær stundum hærri en laun föður. Aukastyrkur er og veittur, ef annar aðilinn vinnur ekki úti, og nú er rætt. um að breyta þessum styrk í föst laun (verkamannalaun), handa móðurinni í flestum tilfellum, og mundi hún svo fá eftirlaun af þeim tekjum. Þá gæti konan sjálf valið hvort hún vill vinna úti eða vera heima, því að nú hafa augu hins opinbera opnast fyrir því, að þetta er raunverulegt starf og þar að auki mjög mikilvægt. daglangt, nema ef til þess skyldi koma, að móðirin einhverra hluta vegna verður ein með hörn sín, þá skal hún út að vinna. Virðist þá iitlu máli skipta mikilvægi móðurumhyggjunnar, enda þótt börnin hafi ef til vill á sama tíma orðið að sjá á bak föður sínum. Hvað veldur því, að möguleik- ar þeir, sem lögin veita eru ekki 16 notaðir og hvers vegna eru bein lagafyrirmæli, er varða skyldur ekkar og réttindi, sniðgengin? Gæti ekki verið, að hið óútskýrða, allsráðandi og innrætta fyrir- vinnuhugtak sé þar, mér liggur við að segja, meginástæðan? Fólk skyldi hafa hugfast, að samkvæmt lögum landsins eru réttindi okkar og skyldur jöfn. Hjón skulu framfæra hvort ann- að. Böm skulu framfæra foreldra sína ef nauðsyn krefur. Feður og mæður skulu bæði framfæra börn sín og bæði ala þau upp. Það eru engin lagafyrirmæli til um það, að konur einar skuli annast upp- eldi barna og karlar einir fjáröfl- un. Auður Þorbergsdóttir 19. jtjnÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.