19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 21
herforingjar. í lögunum stendur, að fyrir sömu vinnu eigi að greiða jafnhá laun. Það finnast þó smugur framhjá þessu ákvæði, þannig að atvinnurekandi getur haldið kon- unum niðri með því að titla störf þeirra þannig. Frakkland er þó langt á undan ná- grannalöndunum í sambandi við launajafn- rétti. í blaðaauglýsingum er oft tekið fram af hvaða kyni umsækjandinn eigi að vera. Ef jafnmenntaðir umsækjendur af báðum kynjum sækja um starf, er karlmaðurinn yfirleitt tekinn fram yfir konuna, þar sem sagt er að konan þurfi það mikið að vera heima yfir veikum börnum o. s. frv. Hug- sjónir flestra kvenna eru og þær, að aðal- atriðið sé að vera góð eiginkona og móðir. . . . iiiii íclagslcgu liliftina? Þær konur, sem taka þátt í opinberu lífi, eru yfirleitt ógiftar og barnlausar, því að hinar hafa alls engan tíma til þess arna. Það hefur ekki þótt viðkunnanlegt, að giftar konur færu einar í bíó á kvöldin eða á kaffihús, þótt eiginmenn þeirra megi gera það. En konurnar gera sér æ betur Ijóst óréttlætið i kerfinu, og ungar konur kæra sig ekki um jafn erfið lífsskilyrði og mæður þeirra bjuggu við. Fjölmiðlar hafa og gert mikið til að opna augu manna fyrir þessum vanda, t. d. með góðum sjónvarpsþáttum, þar sem fylgst var með daglegum störfum kvenna í mismunandi stéttum heilan dag. Konur kusu yfirleitt eins og eiginmenn þeirra, en nú eru þær farnar að hafa sínar eigin stjórn- málaskoðanir í æ ríkari mæli. Rauðsokkur fá fleiri og fleiri fylgismenn. Fyrsta baráttu- mál þeirra var frjálsar fóstureyðingar og verða þær leyfðar nú með vorinu 1974. Ég persónulega hef alltaf kunnað vel að meta það að vera kona í Frakklandi, því að þrátt fyrir allt eru konur mikils metnar þar og karlmenn hafa glöggt auga fyrir kostum þeirra. Sem lokaorð mætti koma með sögu úr franska þinginu, þegar kvenþingmaður nokkur tók eitt sinn til máls og var mikið niðri fyrir, þar sem henni fannst ekki nógu mikið mark á sér tekið: .,Þrátt fyrir nllt er nú ekki ýkja mikill munur á kynjunum,“ sarði hún. Þá stóð allur karlþingheimur upp og hrópaði að bragði: „Vive la differ- ence,“ sem útleggst á islensku: Iifi mismun- urinn. S. S. -------------------------------------^ ÆVIMINNINGABÓK Menningar- og minningasjóðs kvenna, fæst á skrifstofu sjóðsins að Hallveigarstöðum. Sími 18156. Æviminningabækurnar eru tilvalin tækifærisgjöf. v______ 19. JÚNÍ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.