19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1974, Qupperneq 22

19. júní - 19.06.1974, Qupperneq 22
ÞROSKAHEFT BÖRN Inngangur Kæri lesandi, hvernig bregst þú við, þegar þú hitt- ir afhrigðileg hörn, sem eru á einhvern hátt frá- brugðin þeim venjulegu? Verður þér starsýnt á þau, eða hefur þú meðaumkvun nieð þeim, færðu andúð á þeim, eða grípur J»ig ótti eða jafnvel hræðsla? Þessar línur eru teknar úr formála sænskrar bók- ar, sem fjallar um vangefinn dreng, sem einnig er líkamlega fatlaður vegna heilasköddunar. Höf- undur bókarinnar, Mona Back, sem er móðir drengs- ins, segir lesendum frá reynslu sinni af uppeldi þessa afbrigðilega bams. Það er ekki ætlun okkar að rekja hér efni þessar- ar bókar, en spurningar þær sem Mona Back set- ur fram í formála bókar sinnar geta ekki síður átt við það efni, sem ætlunin er að kynna lesendum þessa heftis af „19. júní“. Markmiðið er að bregða upp nokkrum atríðum í máli og myndum, sem snerta uppeldi og aðstöðu þroskaheftra bama í okkar þjóðfélagi. Málefni þroskaheftra bama eru svo yfirgrips- mikil og margháttuð, að þeim verða ekki gerð skil á örfáum blaðsíðum, ef ýtarlega ætti að ganga til verks. Því verðum við að stikla á því stærsta og vona þó að lesendur verði nokkurs vísari. Rétt er að gera grein fyrir, hvað átt er við með hugtakinu þroskaheft böm, áður en lengra er hald- ið. Það er notað hér í nokkuð víðri merkingu. Hér er um að ræða börn, sem vegna frávika sinna frá eðlilegum vaxtar- og þroskaferli, andlega eða líkam- lega, valda ekki sömu viðfangsefnum og eðlilega þroskuð böm. Þroskahömlun barna getur verið með ýmsu móti, og skulu nú nefnd helstu afbrigði: Líkamlegar fatlanir og hreyfihamlanir torvelda oft almennan þroska, þó að andlegir hæfileikar séu lítt eða ekkert skertir. Heyrnarleysi og heyrnardeyfa sviptir barnið möguleikum á að taka við boðum gegnum þá skyn- leið, sem flest mannleg samskipti grundvallast á. Það alvarlegasta er þó að mál myndast ekki með venjulegum hætti, og er þar ekki aðeins um talmálið að ræða, heldur vantar innra málið og þar með helsta verkfæri hugsunarinnar. Málleysi eða skert málhœfni getur orsakast af fleiru en heyrnarleysi. Sköddun á vissum hlutum heilans getur verið orsök, svo og geðrænir sjúk- dómar. Blinda og sjóndepra veldur því að barnið verður að afla sér vitneskju gegnum aðrar skynleiðir en sjónina, og heftir það á ýmsan hátt þroskamöguleika þess. Greindarskortur eða fávitaháttur er eitt afbrigði þroskahömlunar. Orsakir geta veríð mjög mismun- andi, og verður nánar vikið að þeim síðar. Oft getur bæði likamleg fötlun og andlegur van- þroski farið saman hjá sama barni, og er þá talað um að barnið sé fjölfatlað. Allar mannlegar verur hafa eðlislæga þörf fyrir samskipti við annað fólk og samband við umhverfi sitt. Barn, sem af einhverjum ástæðum er hindrað í að fá þessari þörf fullnægt, heftist óhjákvæmilega í þroska. Með þessa skilgreiningu i huga ætti að vera nokkuð Ijóst livaða hópar barna teljast þroskaheft. Uppeldisskilyrði þroskaheftra barna eru vitaskuld háð þeirri aðstöðu sem þjóðfélagið skapar þeim til hverskyns þjálfunar og náms, hliðstætt því sem á við um venjuleg heilbrigð börn. Það mun varla ofmælt. að sú aðstaða, sem þroskaheftum börnum hefur verið búin í hinu íslenska samfélagi, er ekki í samræmi við velferðarþjóðfélagið sem við teljum okkur búa í. Börn, sem eru hreyfihömluð, njóta ekki þeirra réttinda að stunda nám í venjulegum skólum, jafn- vel þó andlegir hæfileikar séu óskertir, að ekki sé talað um börn sem eru vangefin. Hérlendis, sem og víða erlendis, hefur sú stefna verið ríkjandi að þroskaheft böm ættu ekki heima í skólum með venjulegum börnum. Heldur væri þeim betur borgið i sérstökum skólum eða á sér- stökum stofnunum, þar sem þau em vistuð til lang- frama. Þessi stefna, að greina alla afbrigðilega frá hinum venjulegu, hefur að sjálfsögðu grundvallast á þeim hæfileikaskorti og ásigkomulagi, sem þroska- heftu börnin eru haldin. Hjá nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum hef- ur sérskólastefnan verið ríkjandi um árabil, enda 20 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.