19. júní


19. júní - 19.06.1974, Síða 23

19. júní - 19.06.1974, Síða 23
munu okkar fyrirmyndir sóttar þangað hvað áhrær- ir þessi málefni. Eitt og annað bendir þó til þess, að þetta fyrirkomulag sé að breytast í þá átt að færa sérkennsluna meira yfir í hinn almenna skóla eftir því sem unnt er. Svíar hafa um nokkurt skeið fylgt þessari tefnu og i Noregi munu vera á döfinni breytingar á lögum um sérkennslu. Norðmenn hafa í huga að fækka sérkennslustofnunum og freista þess að skapa þroskaheftu börnunum aðstöðu í hin- um almenna skóla, eftir því sem hægt er. Eins og oftast þegar um nýmæli er að ræða, eru menn ekki sammála um kosti þessara breytinga. En hvað sem öllum ágreiningi líður, fer ekki hjá því að ný viðhorf séu að ryðja sér til rúms, sem fela i sér mannúðlegri meðferð og viðurkenningu á réttindum þroskaheftra barna. Það hlýtur að vera markmið þeirra, sem heilbrigðir eru, að stuðla að bættum hag þeirra sem minnst mega sin, að gefa þeim tækifæri til að lifa lifi sinu meðal þeirra sem heilbrigðir eru. Með því að vista alla afbrigði- lega einstaklinga á sérstökum stofnunum dafna for- dómarnir í skjóli við þá múra, sem aðskilja þá afbrigðilegu frá hinum venjulegu. Líkamlega fötluð börn Á hverju ári fæðast hér á landi nokkrir tugir bama sem þarfnast þjálfunar vegna likamlegrar fötlun- ar. Er hér einkum átt við hreyfihamlanir t. d. lam- anir í útlimum, sem hindrar barnið i að hreyfa sig á eðlilegan hátt. Orsakir geta verið mismunandi, meðfæddar eða áunnar. Algengt er að heilablæðing valdi lömun, sem stafar af sköddum i þeim stöðv- um heilans, sem stjórna hreyfingum. Áverkar af völdum slysa orsaka oft og tíðum líkamlegar fatlan- ir, svo og vissir sjúkdómar eins og lömunarveiki. Fyrir nokknim áratugum gekk hér á landi skæður lömunarveikisfaraldur, og bera margir menjar eft- ir sjúkdóminn enn þann dag í dag. Alvarlegar af- leiðingar þessa sjúkdóms leiddu til stofnunar Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra árið 1952, sem kom á fót þjálfunar- og æfingastöð fyrir fólk, sem tekið hafði veikina. Fyrstu árin, sem æfingastöðin var starfrækt, komu svo til einvörðungu lömunarveikis- sjúklingar og meirihlutinn af þessu fólki voru böm á ýmum aldri. Síðan hefur æfingastöð lamaðra og fatlaðra starfað óslitið. Til ársins 1968 var hún til húsa að Sjafnargötu 14 í Reykjavik, en upp frá því að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík, þar sem Styrktarfélagið rekur nú starfsemi sina í vistlegum húsakynnum. Þarna er tekið á móti fólki á öllum aldri, sem þarfnast meðferðar, en stór hluti af sjúkl- ingum eru börn, enda hafa þau forgang. Yngstu börnin em j/2 árs þegar meðferð hefst, en með- ferðin er m. a. fólgin í likamsþjálfun, sem læknar og sjúkraþjálfarar veita og getur tekið mismun- andi langan tíma, frá nokkmm mánuðum og allt upp í nokkur ár. Mörg þessara barna þurfa á stoð- tækjum að halda, svo sem sérstökum skóm, hjóla- stólum o. fl. Sjúkratryggingar greiða hluta af kostn- aðarverði stoðtækja, en hinsvegar greiða sjúkrasam- lög cg sjúkratryggingar að fullu alla meðferð á æf- ingastöðinni. Mikill og tilfinnanlegur skortur er á sjúkraþjálf- urum. Hefur verið reynt að bæta úr þessu með því að fá fólk erlendis frá til þessara starfa. Þegar þetta er ritað í apríl s. 1. voru 150-200 manns á biðlista hjá æfingastöðinni á Háaleitisbraut 13. í tengslum við æfingastöðina hefur verið starf- andi leikskóli frá árinu 1971. Þangað koma daglega 15 börn, á forskólaaldri, sem auk leikskóladvalar- innar njóta einnig meðferðar hjá sjúkraþjálfurum. Eitt þeirra stóru vandamála, sem hreyfihömluð börn eiga við að búa, er aðstaða þeirra til náms. Enda þótt lög mæli svo fyrir, að þau eigi sama rétt til menntunar og aðrir þegnar þjófélagsins, hefur reyndin orðið önnur. Skólabyggingar em ekki hann- aðar með tilliti til barna sem eru i hjólastólum. Sum þessara barna munu njóta einhverrar einkakennslu i heimahúsum, en önnur dvelja á heimavistarskól- anum i Reykjadal í Mosfellssveit. Það var fyrir forgöngu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, sem sá skóli var stofnaður árið 1969. Vangefið barn lau-ir með lijálp sérstakra kennslu- tækja undir leiðsögn sérkennara. 19. JÚNÍ 21

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.