19. júní - 19.06.1974, Qupperneq 31
Frá félagsstarfinu
Á síðasta starfsári 1973 hafa verið haldnir 6 félagsfundir og
11 stjórnarfundir. Auk þess var að venju haldinn fundur í
september með konum úr Reykjavík og nágrenni, til undir-
búnings merkjasölu Menningar- og minningarsjóðs kvenna.
Aðalefni á félagsfundum var:
Á marsfundi flutti Bryndís Víglundsdóttir, skólastjóri, er-
indi um fjölfötluð börn og kennslu þeirra. Aðallega skiptast
þessi börn í 4 hópa: Börn, þeirra mæðra, sem fengu rauða
hunda á meðgöngutímanum og börnin ]>vi með skerta heyrn
og brenglaða sjón. — Börn með hreyfihömlur og heyrnarlitil
eða sjónlítil. — Börn, stiflömuð og andlegur þroski hefur
orðið á eftir. -—■ Börn, sem eru lömuð og með heyrnartapi.
Á maifundinum var rætt um þátttöku kvenna í stjómmál-
um og hvað hægt væri að gera til að auka hana. Framsögu-
erindi fluttu: Salóme Þorkelsdóttir og Steinunn Finnbogadótt-
ir. Til fundarins var boðið formönnum fulltrúaráða og for-
mönnum kvenfélaga stjórnmálaflokkanna, ennfremur konum,
sem sæti eiga á Alþingi og i borgarstjórn Reykjavikur.
Á októberfundinum flutti Anna Sigurðardóttir erindi, sem
hún nefndi: Verkakonur á Islandi í ellefu hundruð ár.
A nóvemberfundinum var fundarefnið: Fjölmiðlar og áhrif
þeirra. Framsöguerindi fluttu: Margrét Bjarnadóttir, um dag-
blöðin og áhrif þeirra á lesandann. — Þorbjörg Jónsdóttir, um
könnun á útbreiðslu blaða og lestur. — Aðalbjörg Jakobsdótt-
ir, um könnun á áhrif fjölmiðla á börn.
Á desemberfundinum flutti Sigurveig Guðmundsdóttir jóla-
hugvekju. Elin Guðmundsdóttir, Geirlaug Þorvaldsdóttir og
Katrín Árnadóttir fluttu ljóð og spiluðu undir á fiðlu og píanó.
Bergþóra Gústafsdóttir, fóstra, sýndi ýmislegt jólaföndur.
Fundur var haldinn með kvenréttindanefndum að vanda i
september, vegna merkjasölunnar.
Ekki var neinn fulltrúi frá K.R.F.l. á alþjóðafundinum á
Indlandi i nóvember s. 1. En fundinum var send skýrsla um
starf K.R.F.l.
Á fund Samtaka norrænna kvenna, sem haldinn var í Finn-
landi í júní fóru fjórir fulltrúar K.R.F.I.: Anna Sigurðardóttir,
Auður Auðuns, Brynhildur Kjartansdóttir og Sigriður A.
V aldimarsdóttir.
Æviminnigabók Menningar og minnigarsjóðs kvenna kom
út á s. 1. vetri. Það er fjórða bindi og er i breyttu formi.
Aðalfundur K.R.F.l. var haldinn i febrúarlok.
Ein lagabreyting var samþykkt á aðalfundi þess efnis, að
almennir félagsfundir skulu vera á timabilinu frá október
til maí eigi færri en þrir auk aðalfundar.
Varaformaður Ásta Björnsdóttir baðst eindregið undan end-
urkosningu og i hennar stað var kosin Bi-ynhildur Kjartans-
dóttir.
Stjórn K.R.F.l. skipa:
Guðný Helgadóttir, formaður,
Brynhildur Kjartansdóttir, varaformaður,
Lára Sigurbjörnsdóttir,
Sigriður Anna Valdimarsdóttir,
Þóra Brynjólfsdóttir,
Fanney Long Einarsdóltir,
Guðrún Gísladóttir,
Margrét Einarsdóttir,
Valborg Bentsdóttir.
Frá fundi Alþjóðusmnbands kvenna í Indkindi 1973
Fundurinn var haldinn 7.-14. nóvember 1973. Indira Gandhi
forsætisráðherra Indlands setti fundinn. Hún gat þess i ræðu
sinni m. a., að þótt einstakar konur í Indlandi gætu komist
i háar stöður, þá væru konur þar siður en svo hættar að líða
fyrir þær hindranir, sem eru að jafnaði á vegi kvenna til
þess að komast áfram. Konurnar væru enn sem fyrr ófrjálsar
fjárhagslega og fórnarlömb aldagamalla siða, þrátt fyrir ákvæði
laga um jafnrétti. Fjöldinn allur hefði ekki hugmynd um rétt-
indin, enda ólæs.
Sagt var í Dellii, að þetta væri i fyrsta sinn, sem Indira
Gandhi viðurkenndi opinberlega, að hún væri kvenréttinda-
kona.
Eundargerðin hefir enn ekki komið hingað, en fréttir eru
af fundinum í blaði Alþjóðasambandsins, International Wo-
men’s News, og i blaði danska kvenréttindafélagsins, Kvinden
og Samfundet. Nokkurra af samjiykktum fundarins er þar
getið, en tillögnrnar koma aðallega frá 7 fastanefndum sam-
bandsins, sem auk stjórnarinnar vinna á milli fundanna, sem
haldnir eru þriðja hvert ár. Samþykktirnar eru því starfs-
áætlun sambandsins næstu þrjú ár, eða til 1976.
Framfarir með samstarfi var kjörorð fundarins. 1 danska
blaðinu segir lítillega frá umræðum. Formaður sænska félags-
ins, Fredrika Bremar Förbundet, Karin Ahrland, sagði m. a.
að enn væri langt i land, að konur og karlar stæðu jafnfætis
að starfi innan veggja heimilanna, en hún lagði á það mikla
áherslu. að efla ])á samvinnu, þannig að ekki væri bara um
að ræða „hjálp“ frá hendi karlmanna. Ung kona frá Sviss,
Anna Lísa Turninger, var ekki á sama máli. Hún hafði litla
trú á samvinnu við karlmenn. Konur gætu ekki vænst ósvik-
innar hjálpar frá þeirn.
Af þeim samjiykktum fundarins, sem getið er í fyrrnefnd-
um blöðum, er þetta að segja i stuttu máli: Fundurinn hvetur
aðildafélög sín að vinna að því af alefli
a) að auka hlutdeild kvenna í stjórnkerfi landa sinna,
b) að bæta kjör einstæðra framfærenda,
c) að auka fræðslu um fjölskylduáætlanir,
d) að sett verði í lög ákvæði um, að foreldrar af mismun-
andi þjóðerni ákveði sjálfir um ríkisfang barna sinna, en
greini þá á um það, skeri dómstólar úr,
e) að koma fleiri konum i launanefndir og starfsmatsstjórnir
til ]>ess að tryggja það, að konur fái sömu laun og karlar
fyrir jafnverðmæt störf,
f) að hafa áhrif á, að stúlkur, sem hætt hafa skólanámi of
fljótt, leiti sér siðar fullorðinsfræðslu, sem að gagni komi,
g) að rannsaka kennslubækur vandlega og leita ]>ar uppi allt
misrétti milli karla og kvenna og fá þvi útrýmt úr bókun-
um, og auk þess vinna að þvi, að í framhaldsskólum verði
tekin upp fræðsla um það misrétti, sem á sér stað milli
kynjanna.
Undir kjörorðinu — framfarir með samstarfi með hlið-
sjón af: jöfnum réttindum og skyldum karla og kvenna væntir
fundur alþjóðasambandsins þess, að aðildarfélög vinni að því,
að auðæfum heimsins verði jafnar skipt, svo og að þau noti vel
árið 1975, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa valið sem alþjóSa
kvennaár, og hvetji konur um víða veröld, að þær láti ekki
sinn hlut eftir liggja til að auka og efla framfarir á sviði
félags- og stjórnmála.
19. JÚNÍ
29