19. júní - 19.06.1974, Qupperneq 37
þess, aö þœr höföu meiri áhuga á listrœnum hrœringum en karl-
mennirnir.
Til dœmis má taka, aÖ þegar Einar Jónsson frá Galtafelli kom
til Reykjavíkur og œtlaöi áö leita sér tilsagnar í teikningu þá fann
hann sér ekki annan kennara. en Torfhildi Hólm skáldkonu, sem
hjó í Skólastrœti 5 og var „rnikiö göfug sál“ áö dómi Einars.
Fyrsti málari okkar í yngri tiö, Þórarinn B. Þorláksson, fann
sér ekki heldur annan kennara í bœnum en konu. Þáö var Þóra
Pétursdóttir Thoroddsen, sern kenndí honum fyrstu undirstööu-
atriöin. Fleiri konur koma hér viö sögu: Jarþrúöur frœnka hennar
Jónsdóttir var ágœtur teiknari, svo og svstir hennar, Þóra, sem lœrÖi
málaralist og átti verk á sýningunni íslensk myndlist nú í sumar,
og enn ein Þóran, Melsteö, teiknaÖi og saumaöi út myndir. Enn
ein konan, samtíma þeim, Jensína Björg Matthíasdóttir, fékkst
viÖ myndsmíö og eru til olíumálverk eftir hana. Þá var ekki sísti
hvatinn, þegar aöeins lengra kom, Sigríöur Björnsdóttir, systir
Sveins forseta, sem var meöal stofnenda Listvinafélagsins gamla
og í dómnefnd þess alla tiö.
Því fellur þáö ekki nema rétt viÖ, þegar Ásgrímur Jónsson
kemur til Bíldudals og fer aö teikna og mála sínar fyrstu myndir,
aö þaö veröur Ásthildur Thorsteinsson, móöir Muggs, sem kaupir
af honum myndirnar og hvetur hann til náms erlendis. Enda siglir
hann frá Bíldudal til Danmerkur.
Þegar Ríkaröur Jónsson kemur fyrst til Reykjavíkur, eru þáö
konur Thorvaldsensfélagsins, sem kaupa eitt fyrsta hagleiksverk
hans. Víst mætti því meö réttu segja, aö konur hafi stáöiö yfir
skírn íslenskrar nútímalistar.
Þaö fylgir líka eftir, áö í fyrstu kynslóö listamanna, sem siglir
utan til náms á þessari öld, eru hvorki fleiri eÖa fœrri en þrjár
konur, Júlíana Sveinsdóttir (1911), Kristín Jónsdóttir (1912) og
Nína Sœmundsson (1915). J}etta er stór partur þeirra myndlistar-
manna, sem þá voru á ferö, og ég efast um, aÖ liann hafi víöa
veriö meiri. Upp frá því má segja, áö konur hafi sett verulegan
svip á íslenska myndlist. Og ekki er þáö vafa undirorpiö, aÖ verk
þeirra Geröar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur, svo áÖ dœmi
séu nefnd, séu kunnugri erlendis en flestra stéttarbræöra þeirra
af íslensku bergi. (Viðtal þetta var tekið í apríl 1974.)
Svava Sigurjónsdóttir
19. JÚNÍ
35