19. júní


19. júní - 19.06.1974, Page 45

19. júní - 19.06.1974, Page 45
Fréttapistlar Kvcnnasögusafn íslands 1 byrjun alþjóða kvennaárs Sameinuðu Jijóðanna 1975, verð- ur stofnsett heimildasafn til sögu islenskra kvenna. Bókasafnsfræðingarnir Elsa Mia Einarsdóttir, Svanlaug Baldursdóttir og Anna Sigurðardóttir eru nú að koma Kvenna- sögusafni Islands á fót. Tilgangur safnsins er i stuttu máli sá, að safna og varðveita hvers konar heimildir um lif og störf islenskra kvenna og síðan greiða fyrir þeim, sem vilja afla sér heimildar og miðla þekkingu um sögu kvenna eða einstaka Jiætti hennar. KvcnnaáriS 1975 Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna i desemher 1972 var að ósk kvennanefndar SÞ samjiykkt, að árið 1975 skyldi helg- að konum sérstaklega. I yfirlýsingu SÞ er ætlast til, að lögð verði áhersla á aukna baráttu: a) fyrir jafnrétti karla og kverina, b) til að tryggja fulla þátttöku kvenna i heildarátaki til framjiróunar, einkum með )>vi að leggja áherslu á ábyrgð kvenna og mikilvægi þeirra i sambandi við fjárhags- lega, félagslega og menningarlega þróun innan einstakra landa, heimshluta og á alþjóðasviði. c) til að viðurkennt verði mikilvægi aukins framlags kvenna til bættrar sambúðar og samvinnu milli ríkja og til eflingar heimsfriði. Kvcnnaskólinn í Kcykjavík á uldarafmæli á þesu ári Þjóðhátiðarárið 1874 hinn 1. október var Kvennaskólinn í Reykjavik settur í fyrsta sinn af Thoru Melsted og er því IUU ara a ]>essu ári. Þau hjónin Thora og Páll Melsted áttu upptökin að þvi að Kvennaskólinn var stofnaður og þó var það sérstaklega Thora Grimsdóttir amtmanns Jónssonar Mel- sted, sem barðist fyrir jivi að koma því máli i höfn. Má það telja mikið þrekvirki á þeim tima að setja á stofn skóla fyrir konur enda lögðu Jiau hjón fram fjármuni sina og starf að J>að mætti takast. Kvennaskólinn hefur unnið Jijóðinni mikið gagn á umliðn- um árum og Í9. júni óskar honum velfarnaðar á þessu aldar- afmæli. Norræni fundurinn í Ksbo 1974 Dagana 13. til 17. júní s. 1. efndi Samband norrænna kven- réttinda félaga (Nordiska Kvinnosaksföreningars Samorganisa- tion) til móts í Esbo i Finnladi til þess að ræða hjúskaparlög- gjöf Norðurlandanna, aðallega löggjöf um réttindi og skyld- ur lijóna (fjármál hjóna), en nefndir vinna að endurskoðun þessara laga í öllum löndum. Af hálfu KRFl sóttu mótið Auður Auðuns, Anna Sigurð- ardóttir, Sigriður Valdimarsdóttir og Brynhildur Kjartansdótt- ir. Mótið hófst með erindi Björns Kellins, dómara frá Sviþjóð, en síðan voru flutt framsöguerindi frá hverju landi, og flutli Auður Auðuns erindi af hálfu KRFl. Starfað var i um- ræðuhópum, og niðurstöður siðan ræddar á sameiginlegum fundum. Umræður snérust aðallega um eignaskipan og um- ráðarétt yfir verðmætum i hjúskapnum aðallega framfærslu- skyldu hjóna, sem samkvæmt núgildandi lögum Norðurland- anna er gagnkvæm. Samþykkt var ályktun, sem send var Norðurlandaráði, um að ráðið beindi þvi til rikisstjórnar aðildarlandanna, að við endurskoðun hjúskaparlaganna verði eftirtalin atriði höfð í huga. 1. Eignaskipan i hjúskapnuni. Allt sem maki á við stofnun hjúskapar og öðlast i hjúskapn- um í arf eða að gjöf skal vera séreign hans. Varðandi eign- ir, sem aflað er i hjúskapnum, taldi fundurinn að núgildandi lagareglur leiði oft og einatt til ósanngjarnar niðurstöðu, og aiskir Jiess að sifjalaganefndum landanna verði falið að kanna nýjar og sanngjarnari reglur í þeim efnum. 2. Framfœrsluskylda vi8 maka. Fundurinn laldi að leggja beri áherslu á, að sérhver fullorð- inn einstaklingur eigi að hafa rétt og skyldu til að sjá sjálfum sét' farborða án tillits til hjúskaparstéttar. I framtíðinni eigi þvi lagareglur um réttarstöðu hjóna að mótast af þessu grund- vallasjónarmiði. Hinsvegar áleit fundurinn að meðan konur hafa ekki almennt aðstöðu til tekjuöflunar til jafns við karla sé ásta'ða til að hafa lagareglur, er tryggi því hjóna, sem hefur litlar tekjur eða engar, hlutdeild í tekjum hins. Vegna Jiess hve ábótavant er þekkingu alls almennings á lagareglum um réttaráhrif lijúskapar taldi fundurinn æskilegt að ríkisstjórnir Norðurlandanna beittu sér fyrir sem viðtæk- astri almennri fræðslu um þau efni. Sérstaklega lagði fund- urinn áherslu á nauðsyn Jiess. að i grunnskólanum verði fræðsla um lagaleg, fjárhagsleg og félagsleg réttaráhrif hjú- skapar tekin upp sem skyldunámsgrein. Þá lagði fundurinn áherslu é samræmi i væntanlegum nýjum lögum Norðurlandanna uin réttaráhrif hjúskapar. Á fundinum voru ennfremur samjivkktar ályktanir varð- andi hlutverk kj'njanna og fræðslu á Jivi sviði, um vinnu- viku og daglega vinnutima, og loks ályktun varðandi kvenna- árið 1975. 19. .TÚNÍ 43

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.