19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1974, Qupperneq 46

19. júní - 19.06.1974, Qupperneq 46
BROSTNIR HLEKKIR Aðalbjörg Sigurdardóttir var fædd í Miklagarði í Eyjafirði 10. janúnr 1887, d<áin 16. febrúar 1974 á Akureyri. For- eldrar hennar voru hjónin Sigiíður Ein- arsdóttir og Sigurður Ketilsson bóndi. Aðalbjörg aflaði sér ágætrar menntunar bæði hérlendis og erlendis. Strax að lok- inni barnafræðslu fór hún i kvenna- skólann á Akureyri og síðan í kennara- deild Flensborgarskólans í Hafnarfirði og tók þaðan kennarapróf aðeins 18 ára gömul. Hún var einn vetur við nám í mjólkurbússkólanum að Hvítárvöllum, og var um skeið mjólkurbústýra á sumr- um en kennari að vetrinum. Hún fór námsferðir bæði til Noregs og Englands. Hún var fyrst heimiliskennari nokkra vetur, en síðan kennari við barnaskól- ann á Akureyri í 10 ár. Aðalbjörg var árum saman i skólanefnd barnaskóla i Reykjavík, og var í milliþinganefnd, sem samdi þau fræðslulög, sem hér eru enn i gildi. Hún vann mikið að barna- verndarmálum og var formaður milli- þinganefndar, sem samdi lög um barna- vernd. Aðalbjörg hafði mikinn og lifandi áhuga á þjóðfélagsmálum, en mun aldrei hafa verið flokksbundin i stjórn- málaflokki. Hún var þó varafulltrúi í bæjarstjórn Reykjavikur tvö kjörtímabil, kosin af lista Framsóknarflokksins og starfaði raunar mestan þann tima sem aðalfulltrúi Aðalbjörg var óvenju vel máli farin og flutti fjölda erinda, sem sum hafa birst á prenti, og skrifaði fjöl- margar blaðagreinar um hin mörgu áhugamál sín, svo sem trúmál, skóla- og uppeldismál, áfengismál, og ýmis kvennamálefni og jafnréttismál. Það hafa komið út eftir hana nokkur þýdd skáld- rit og einnig önnur t. d. allt, sem til er á islensku eftir Indverjann J. Krishna- murte. Hún sá einnig um útgáfu á predikanasafni og fleiri verkum eigin- manns síns, prófessors Haralds Niels- sonar. Aðalbjörg var lengi i stjórn barna- vinafélagsins Sumargjafar og sýndi skóla ísaks Jónssonar mikinn áhuga bæði fyrr og síðar meðan kraftar entust. Hún var rúma tvo áratugi formaður Bandalags kvenna í Reykjavík og átti þar að líkum drjúgan hlut að mörgum framfaramál- um. Áratugum saman var Aðalbjörg fé- lagi i K.R.F.Í. og gegndi þar margvísleg- um trúnaðarstörfum frá því fyrsta og til þess hún kaus að draga sig i hlé af heilsufarsástæðum. Hún var i forustu- sveit þeirra kvenna hér á landi, sem beittu sér fyrir jafnréttismálum karla og kvenna og sannaði sjálf með lifi sínu og starfi, að konur geta engu siður en karlar átt merkan þátt í mótun og upp- byggingu þjóðfélagsins á hverjum tíma. Allmörg siðustu árin var Aðalbjörg heið- ursfélagi Bandalags kvenna í Reykjavík og Barnavinafélagsins Sumargjafar. Að- albjörg var gift prófessor Haraldi Níels- syni. Hún var siðari kona hans og tók við 5 stjúpbörnum á aldrinum frá 8-17 ára gömlum, en saman eignuðust þau hjónin tvö börn. Ollum þessum börnum reyndist hún góð móðir og sannur vinur. Bjarnfrídur Einarsdóttir var fædd 17. ágúst 1897 i Norðurgröf á Kjalarnesi, dáin 11. desember 1973 í Reykjavik. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson hóndi i Norðurgröf og Margrét Jóns- dóttir kona hans. Hugur Bjarnfríðar hneigðist snemma að hannyrðum og fag- urri hand.ivinnu. Hún lærði hannyrðir hjá Guðrúnu Jósepsdóttur á Völlum á Kjalarnesi og síðar i Reykjavík hjá Unni Ólafsdóttur og fleirum. Bjarnfriður gekk í Lýðskóla Ásgrims Magnússonar í Reykjavik. Hún nam ljósmóðurfræði fyrst í Reykjavik en fór síðan til fram- haldsnáms i Kaupmannahöfn. Þar lagði hún einnig stund á barnahjúkrun. Seinna var hún á handavinnukennaranámskeiði við Handíðaskólann i Reykjavík og var um skeið handavinnukennari t. d. við húsmæðraskólann að Staðarfelli, héraðs- skólann að Reykholti í Borgarfirði og barnaskólann i Reykholti í Biskupstung- um Áður hafði Bjarnfríður ýmist stund- að ljósmóður- eða hjúkrunarstörf eða hún kenndi hannyrðir og fatasaum, lengst af i Reykjavík. Allmörg siðustu árin kenndi hún ýmiss konar handavinnu heima hjá f.ér, cftir þvi sem við varð komið og heilsa leyfði. Bjarnfríður var ógift og barnlaus. Eijn Jóhannesdóttir var fædd 16. júní 1909 á Seyðisfirði, dáin 13. april 1973 í Revkjavík. Foreldrar hennar voru Jó- hannes Jóhannesson bæjarfógeti og al- þingismaður og kona hans Jósefina Lárusdóttir. Árið 1918 fluttist Elín með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavikur, þegar faðir hennar varð bæjarfógcti í höfuðborginni og þar átti hún siðan heima til dauðadags. Elin stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavik, og tók stúdentspróf þaðan, einnig lauk hún prófi í forspjallsvisind- um við Háskóla Islands. Elín Jóhannes- dóttir var mjög félagslynd og var í rik- um mæli húin þeim kostum, sem nauð- synlegastir eru til góðs félagslegs sam- starfs. Sá félagsskapur, sem hún mun hafa starfað mest og lengst fyrir, var skátahreyfingin. Hún gegndi þar mörg- um trúnaðarstörfum og hlaut verðuga viðurkenningu. Hún var ein af fyrstu kvenskátum hér á landi og starfaði þar a;tið af miklum dugnaði og fórnfýsi. Elin var fyrsti formaður Styrktarfélags I<andakotsspita)a, og átti mikinn þátt í stofnun þess og mótun. — Elín var gift Bergsveini Ölafssyni augnlækni. Þau eignuðust þrjú börn. Gróa Pétursdóttir var fædd að Hvassa- hrauni á Vatnsleysuströnd 9. ágúst 1892, dáin 23. júní 1973. Foreldrar hennar voru hjónin Oddbjörg Jónsdóttir og Pét- ur örnólfsson sjómaður og síðar fiski- matsmaður i Reykjavík. Gróa fluttist barnung til Reykjavikur með foreldrum sínum og átti þar siðan heima alla ævi. Þegar á unga aldri tók Gróa mikinn þátt í félagsmálum. Hún var t. d. meðal stofnenda Slysavarnafélags Islands og siðar kvennadeildarinnar, þegar hún var stofnuð. Hún var árum saman í stjórn þessara félaga og mörg siðustu árin for- maður kvennadeildarinnar. Gróa Péturs- dóttir tók mikinn þátt í stjórnmálum. Hún var í borgarstjórn Reykjavíkur tvö kjörtímabil fyrir Sjálfstæðisflokkinn og starfaði sem fulltrúi hans í ýmsum nefndum og mun hún vera fyrsta og eina konan til þessa, sem átt hefur sæti í hafnarstjórn Reykjavikur. Gróa var ein af stofnendum Sjálfstæðiskvennafélags- ins Hvatar og starfaði þar af miklum dugnaði. Ýms fleiri félög nutu starfs- krafta hennar og áratugum saman var hún i K.R.F.I. — Gróa var gift Nikulási Jónssyni, sem lengi var einn þekktasti togaraskipstjóri höfuðhorgarinnar. Þau eignuðust þrjá syni og ólu auk þess upp eina fósturdóttur. Gudbjörg Bjarnadóttir var fædd í Reykjavík 23. nóvember 1890, dáin 10. marz 1973 i Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Ólafsdóttir ljósmóðir og Bjarni Jakobsson smiður, búsett í Reykja- vik. Báða foreldra sina missti Guðbjörg þegar á bernsku- og æskuárum. Móðirin dó, þegar hún var aðeins 7 ára og fað- irinn niu árum siðar. Guðbjörg þurfti þvi snemma að treysta mest á sjálfa sig. Það var henni lán að hljóta góða liús- 44 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.