19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1974, Qupperneq 47

19. júní - 19.06.1974, Qupperneq 47
bændur, sem reyndust henni vel, var t. d. um skeið hjá prófessor Haraldi Níelssyni og fyrri konu hans Bergljótu Sigurðardóttur og gætti barna þeirra. Guðbjörg naut ekki skólagöngu nema í barnaskóla, en tókst þó að afla sér nokk- urrar menntunar, sem reyndist henni haldgóð. Meðal annars dvaldi hún um skeið i Noregi í því skyni. Eftir heimkomuna starfaði hún árum saman á skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík, og þótti vel fær og afkastamikil við skrif- stofustörfin. 1 frístundum sínum lagði Guðbjörg kapp á að læra erlend mál, enda ferðaðist liún meira á yngri árum sinum en algengt var i þá daga. Hún komst t. d. til Frakklands og Spánar, þar sem hún dvaldi um tíma. — Guðbjörg var gift enskum manni, John Roden að nafni. Þau bjuggu fyrst i Reykjavik, en siðar í Englandi. Þau slitu samvistum og fluttist hún þá aftur heim til Islands. Þau eignuðust ekki börn. Gtiurún Eikíksdóttir vnr fædd í Grinda- vik 17. desember 1888, dáin 18. júní 1973 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Einarsdóttir frá Garðhúsum i Grindavík og Eirikur Ket- ilsson frá Kotvogi. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sinum að Járngerðarstöðum i Grindavik. Þar lauk hún venjulegri barnafræðslu en var siðan einn vetur í Kvennaskólanum í Reykjavik. Þegar Guðrún var tæplega tvítug, flyst hún til Reykjavikur með móður sinni. Þegar til Reykjavikur kom hóf Guðrún veit- inga- og matreiðslustörf á Hótel Skjald- breið og Hótel Reykjavík hjá Margréti Zoega, en hún var tengdamóðir Einars Benediktssonar skálds. Þetta varð til þess að Guðrún réðst í tvö ár matráðs- kona til Einars, er hann bjó í Kaup- mannahöfn, og varð það henni ógleym- anlegur timi. Árið 1928 hóf Guðrún eigin atvinnurekstur, en þá stofnaði hún Hótel Björninn í Hafnarfirði. Bjarnar- nafnið má rekja til fjallsins Þorbjarnar Við Grindavik. Eftir að Guðrún hafði stundað hótelrekstur í Hafnarfirði í 10 ar, flyst hún aftur til Reykjavikur og rekur þar matsölu, en stofnar siðar smurbrauðstofuna Björninn, sem hún atti og rak árum saman, eða meðan kraft- ar entust. Siðustu árin dvaldist hún að Sólvangi i Hafnarfirði og andaðist þar. Guðrún Eiriksdóttir var mikil dugnaðar °g atorku kona. — Guðrún giftist ekki en eignaðist einn son. 19. JÚNÍ Guðrún Ryden Friðriksdóttir var fædd 31. júli 1893 í Meira-Garði í Dýrafirði, dáin 24. maí 1973 í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru hjónin Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Friðrik Bjarnason smið- ur og bóndi, lengst af að Mýrum í Dýra- firði. Þar ólst Guðrún upp á mannmörgu myndarheimili og hlaut góða menntun, eftir þvi sem þá tiðkaðist. Hún var við nám i unglingaskólanum á Núpi og sið- ar í Kvennaskólanum í Reykjavik. Þegar Guðrún var tæplega tvitug varð hún fyrir þeirri miklu sorg, að Jón, einka- bróðir hennai', fórst af sjóslysi, og mun bað álit þeirra, sem best þekktu til, að hún hafi aldrei til fulls náð sér eftir það áfall. Guðrún var mjög félagslynd kona og vann að áhugamálum sínum af mik- illi fórnfýsi og dugnaði. Hún var ára- tugum saman i K.R.F.Í. og gegndi þar trúnaðarstörfum, en mest og best mun hún liafa unnið fyrir safnaðarkirkju sína, Hallgrimskirkju i Reykjavík, og var ár- um saman formaður kirkjukvenfélags- ins. — Guðrún var gift Carli Ryden, ntofnanda og eiganda fyrirtækisins Ryd- ens-kaffi í Reykjavík. Þau eignuðust ekki börn. Hólmfrídur Pétursdóttir var fædd að GauPöndum í Suður-Þingeyjarsýslu 17. desember 1889, dáin 1. febrúar 1974 á Húsávík. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Jónsdóttir og Pétur Jónsson bóndi og alþingismaður. Systkinin á Gautlönd- um fengu betri uppfræðslu en algengt var á þeim tima, tekinn var kennari á he'mil'ð til að kenna þeim. Síðar fór Hólmfriður i gagnfræðaskólann á Akur- eyri ásamt tviburabróður sinum Jóni Gauta, og luku þau bæði gagnfræðaprófi þaðan. Það mun liafa vakið eigi litla e.thygli að Hólmfríður hélt snjallar ræð- ur á fundum i skólafélaginu og skrifaði greinar í skólablaðið, en slikt mun þá hafa verið óvenjulegt um stúlkur. Hólm- fríður tók snemma þátt í ungmenna- lélagssknpnum heima á æskustöðvum sinum, en gerðist siðar mikilvirk í fé- lagasamtökum kvenna. Hún var for- maður Kvenfélagasambands Suður-Þing- eyjarsvslu í tugi ára, og einnig i stjórn Kvenfélags Mývatnssveitar i fjölmörg ár. Hún var einn af hvatamönnum þess að húsmæðraskólinn að Laugum í Reykjadal var stofnaður, og átti hún sæti i skólanefnd hans frá byrjun og til ævi- loka. Hólmfríður var áratugum saman áhugasamur félagi í K.R.F.l. og var meðal annars fjöldamörg ár í fulltrúa- ráði þess. — Hólmfríður var gift Sigurði Jónssyni skáldi og bónda að Arnarvatni i Mývatnssveit. Þegar þau gengu í hjónaband, var hann ekkjumaður með 6 börn, og mun það elsta hafa verið um fermingaraldur. Þau eignuðust saman 5 börn. Öllum þessum 11 börnum varð Hólmfríður hin ágætasta móðir. Karlína G. Stefánsdóttir var fædd að Garðsá við Fáskrúðsfjörð 5. april 1891, dáin 22. ágúst 1973 i Reykjavik. Foreldr- ar hennar voru hjónin Þóra Oddsdóttir og Stefán Samúelsson bóndi. Karlína ólst upp með foreldrum sínum og systk- inum á Fáskrúðsfirði, en þegar hún var 12 ára gömul lést faðir hennar. Móðirin hélt að visu heimili áfram með börnum sínum, en skömmu síðar réðst Karlína til heimilisstarfa hjá hjónunum Valgerði Briem, bróðurdóttur séra Valdimars Briem, og Ólafi Oddssyni ljósmyndara á Búðum í Fáskrúðsfirði. Þarna var Karlína næstu árin og tókst milli henn- ar og þessarar fjölskyldu einlæg vinátta, sem entist þeim alla ævi. Þarna kynnt- ist Karlina verðandi eiginmanni sínum Gunnlaugi Guðmundssyni úr Reykjavík. Hann fluttist ungur til Fáskrúðsfjarðar og stundaði þar iðn sína, skósmiði, og einnig rak hann þar verslun um tíma. Þau hjónin Karlina og Gunnlaugur bjuggu allmörg ár á Fáskrúðsfirði, en fluttust síðar til Reykjavíkur, þar sem þau áttu síðan heima til dauðadags. Þau eignuðust 5 börn og ólu auk þess upp eina fósturdóttur. Karlina helgaði heim- ili og fjölskyldu alla krafta sina og sýndi i því mikla alúð og umhyggju. IJún var einlæg trúkona og las daglega í Biblí- unni. Karlina tók þátt í starfi K.R.F.I. um langt árabil. Lára Árnadóttir var fædd á Isafirði 13. október 1892, dáin 19. júli 1973 i Reykja- vik. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- rún Brynjólfsdóttir og Árni Sveinsson kaupmaður og útgerðarmaður á ísafirði. Þar ólst Lára upp og naut í æsku þeirr- ar menntunar, sem tök voru á og hugur hennar stóð til. Þegar i bernsku lineigð- ist hún mjög að söng og hljóðfæraleik og lærði snemma nokkuð i pianóleik. Mun hún hafa haft allmikla hæfileika á þvi sviði. Þegar Lára var rúmlega tví- tug fluttist fjölskyldan til Reykjavikur. Næstu árin þar á eftir sinnti hún hljóm- Pstinni meira en áður, var hún pianó- leikari i hljómsveit Bernburgs, sem naut mikilla vinsælda á þeim árum. Einnig 45

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.