19. júní


19. júní - 01.10.1995, Síða 10

19. júní - 01.10.1995, Síða 10
þar bjuggu, t.d. þegar niðurföll stífluðust, og skólpvatn lék um fætur íbúa með litlum ilmi. Sumar konurnar þorðu varla að leggja frá sér fatnað svo óhreint var á her- bergjunum. En við vorum heppin, vöknuð- um í staðinn eldsnemma á morgnanna, klukkan sex til að vera búin að borða morgunmatinn áður en lagt var af stað til Huariou. Okkur leyst ekki allt of vel á rút- una fyrsta morguninn, hún rétt hékk sam- an, enda höfðum við ekki ekið lengi þegar hún gafst upp. En Kínverjarnir voru fljótir að gangsetja hana á ný og leiðin lá til Hu- ariou. Þessi rúmlega klukkustundarakstur á morgnanna og kvöldin var fljótur að líða, oftar en ekki notuðum við tímann til að undirbúa okkur fyrir daginn, kynnast öðr- um konum og skiptast á gögnum og upp- lýsingum. Hjólandi Kínverjar í regnkápum Þó að skipulagið hafi verið til mikillar fyr- irmyndar virtist ekki vera gert ráð fyrir því að það gæti rignt. Strax fyrsta daginn hellt- ist rigningin yfir ráðstefnugesti. Konurnar létu það þó ekki á sig fá, örkuðu leiðar sinnar með regnhlífar að vopni og brynj- aðar marglitum regnkápum og regnhlífar og regnkápur seldust upp á tímabili. Það- an í frá var fyrst verk okkar á morgnanna að líta út um gluggann á 18. hæðinni og gá til veðurs. Ef rigndi gat að líta hjólandi Kínverja í marglitum regnkápum niðri á 10

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.