19. júní


19. júní - 01.10.1995, Qupperneq 29

19. júní - 01.10.1995, Qupperneq 29
Sigrún Magnúsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Ingíbjörg Sólrún Gísladóttir, frú Vigdís Finnbogadóttir og Anna Georgsdóttir viö opnun sýningarinnar. THOtVÁLD Thorvaldsensfélagið hélt upp á 120 ára afmæli sitt með því að opna sögusýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 6. októ- ber. Thorvaldsensfélagið er elsta starfandi kvenfélag í Reykjavík. Það var upphaflega stofnað af 24 stúlkum sem fengu það verkefni að slétta Austurvöll og koma upp blóma- beði í kringum styttu af Bertil Thorvaldsen, sem Kaup- mannahafnarborg hafði gefið Islendingum vegna 1000 ára afmælis íslandsbyggðar. Stúlkunum fannst svo gaman að vinna saman að þær ákváðu að stofna félag til að vinna að líknarmálum. Mikil fátækt var þá víða í Reykjavík og með- al l’yrstu verkefna félagskvenna var að sauma föt og gefa fá- tækum mat. Síðar settu þær á stofn skóla fyrir stúlkur á aldr- inunr 7 til 14 ára og var kennsla bæði bókleg og verkleg. Stúlkurnar héidu einnig fyrirlestra um ýmis menningarmál kvenna. Þau 120 ár sem félagið hefur starfað hefur það komið ýmsum mikilvægum velferðarmálum til leiðar. Eitt stærsta verkefnið var bygging vöggustofu við Dyngjuveg 18 sem var afhent Reykjavíkurborg til rekstrar þann 19. júní 1963. Síðar var byggt við vöggustofuna og er nú einnig rekið þar skóladagheimili. Meðal hátíðargesta var forseti Islands, frú Vigdís Finnboga- dóttir. Avörp fluttu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, Þóra Karítas Arnadóttir, formaður Thorvaldsensfé- lagsins, Drífa Hjartardóttir, formaður Kvenfélagasambands Islands, Þórey Guðmundsdóttir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík, Anna Georgsdóttir, formaður sýningar- nefndar og Arni Þórsson, yfirlæknir barnadeildar Landa- kots. Deildin ílutti starfsemi sína á Borgarspítalann þann 1. september s.l. og Árni þakkaði félaginu rausnarlega gjöf sem það gaf við það tækifæri, eða 5 milljónir króna sem varið var til kaupa á sjúkrarúmum og gjörgæslutölvu fyrir sjúklinga. Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon fluttu tón- listaratriði við opnunina. KORT KRFI Kortin sem Kvenréttindafé- lagið og Jafn- réttisráð gáfu út hafa selst vel og eru félagsmenn hvattir til að muna eftir þeim þegarsenda þarf tæki færiskort. Kortin eru seld hjá Máli og menningu, Blómavali, Blómálfinum, Smíðum og skarti og í blómabúðinni Undir stiganum.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.