Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 12
 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTI Straumborg, fjárfestinga- félag Jóns Helga Guðmundsson- ar og fjölskyldu, tapaði sjö millj- örðum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Tap félags- ins síðastliðin tvö ár nemur 14,7 milljörðum króna. Jón Helgi og fjölskylda á Nor- vik-samstæðuna, móðurfélag Nóa- túns, Krónunnar, Elko, Byko og fleiri verslana. Straumborg held- ur utan um erlendar eignir tengd- ar Norvik, svo sem í Lettlandi og Rússlandi. Straumborg á jafn- framt tæpan fjórðungshlut í Nor- vik á Íslandi. Fyrir banka- hrunið í okt- óber 2008 var hlutafjáreign Straumborg- ar í Kaupþingi metin á rúma 22 milljarða króna. Hluta- fjáreignin var verðlaus í lok ársins. Eignir Straum- borgar í fyrra námu 36,9 milljörð- um króna samanborið við 42,3 milljarða árið á undan. Eigið fé nam rúmum 5,4 milljörðum króna miðað við tæpa 12,5 milljarða árið 2008. Eiginfjárhlutfall í lok síðasta árs var 14,5 prósent miðað við rúm 29 prósent í hittifyrra. Á móti eignum skuldar Straum- borg tæpa 31,5 milljarða króna. Þar af eru tæp sextíu prósent í krónum. Lungi afborgana var á gjalddaga í fyrra. Straumborg gat ekki staðið skil á þeim og samdi við lánardrottna í apríl á þessu ári um lengingu á lánum til 2013. Það ár verður Straumborg að reiða fram 31 milljarð króna, miðað við endurnýjaða samninga. - jab JÓN HELGI GUÐ- MUNDSSON Útrásararmur eiganda Nóatúns hefur tapað 15 milljörðum á tveimur árum: Færði gjalddaga um nokkur ár ÖRYGGISMÁL Evrópusamband atvinnuflugmanna- félaga segir nýjar tillögur Flugöryggisstofnunar Evrópu að nýjum reglum um hámarks flugtíma og lengd vakta flugmanna munu draga úr flugöryggi í álfunni. Í fréttatilkynningu frá Evrópusambandi atvinnu- flugmannafélaga (ECA) segir að tillögur Flugör- yggisstofnunarinnar (EASA) taki ekkert tillit til vísindalegra niðurstaðna heldur sé ætlað að forða flugfélögum frá auknum kostnaði. EASA leggi til fjórtán stunda hámarksvinnutíma flugmanna en vísindalegar niðurstöður sýni að hámarkið ætti að vera tólf stundir. Til viðmiðunar er nefnt að vinnu- tímahámark Evrópusambandsins fyrir vörubíl- stjóra sé níu stundir að degi og tíu stundir að nóttu. „Reglurnar eru langt undir þeim væntingum sem ætti að bera til trúverðugrar stofnunar ESB í flug- öryggismálum,“ segir ECA. „Verði þessum tillögum ekki breytt verulega, munu þær draga úr flugör- yggi í Evrópu, einkum í þeim löndum þar sem fyrir eru í dag strangari reglur um vinnutímamörk flug- áhafna.“ Philip von Schöppenthau, framkvæmdastjóri ECA, segir að vinnutímamörk eigi að taka mið af mannslíkamanum og takmörkunum líkamsklukk- unnar. „EASA virðist hins vegar halda því fram að flugmenn í Evrópu þoli betur þreytu og geti unnið lengur en flugmenn í Bandaríkjunum og meira held- ur en niðurstöður vísindamanna segja að sé innan öryggismarka,“ segir von Schöppenthau. - gar Atvinnuflugmenn vara við tillögum um nýjar reglur um hámarkslengd vakta: Dregið úr flugöryggi í Evrópu FLUGMENN LUFTHANSA Samtök evrópskra atvinnuflugmanna segja vísindalegum sjónarmiðum vikið til hliðar til að forða flugfélögum frá auknum kostnaði. MYND/AP UMHVERFISMÁL Aðstaða til að taka á móti ferðafólki á Hveravöllum er ekki boðleg og umbætur þola enga bið, er mat Hveravallafélagsins sem sér um rekstur á svæðinu. Hreinlætismál eru stærsti vand- inn en aðeins átta salerni eru á staðnum fyrir þrjátíu þúsund manns sem heimsækja svæðið á aðeins tveimur mánuðum að sum- arlagi. Það fyrsta sem margir gest- ir gera við komuna til Hveravalla er að standa í biðröð til að komast á klósett, enda er mesta umferðin bundin við fáeina klukkutíma yfir hádaginn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt eftir málþing Hveravallafélagsins í október. Í hnotskurn eru úrlausnarefnin eft- irfarandi að mati nefndarinnar: „Húsnæði er lítið og gamalt og þar með aðstaða til veitinga rekstrar og gistingar, ekkert neysluhæft vatn er til staðar, rafmagn er fram- leitt með dísilvélum með til heyr- andi kostnaði, salernisaðstaða er ófullnægjandi, sorpmagn er veru- legt og þarf að flytja til byggða, aðgengi og verndun hvera svæðis- ins er ábótavant, tjaldstæði er of lítið, óviðunandi aðstaða er fyrir landverði og annað starfsfólk og fjár magn til úrbóta er af skornum skammti.“ Hveravellir eru friðlýst svæði samkvæmt náttúruverndarlög- um og tilheyra Húnavatns hreppi. Hveravalla félagið, sem er nær alfarið í eigu sveitarfélagsins, sér um rekstur svæðisins. „Þetta er vart bjóðandi öllu lengur,“ segir Stefán Haraldsson, atvinnuráðgjafi SSNV atvinnuþró- unar, um ástandið á Hveravöllum. Hann segir að samkvæmt nýju deiliskipulagi og umhverfismati sveitarfélagsins eigi þær bygg- ingar sem fyrir eru að víkja fyrir nýjum. „Í fullkomnum heimi yrði byggð þjónustumiðstöð sem hefði tekjur til að reka hreinlætisað- stöðu á Hveravöllum og allt sem henni tilheyrir. En á stað þar sem starfsemi er í gangi í tvo mánuði á ári þá er erfitt að reikna þetta dæmi, ef leggja á í þetta veruleg- ar upphæðir.“ Stefán segir vandamálið felast í því að ekki er hægt að bæta aðstöð- una sem fyrir er þar sem deiliskipu- lagið geri ráð fyrir því að hún fari. Í samantekt Hveravallafélagsins segir að ef nauðsynleg uppbygg- ing Hveravalla á að verða að veru- leika þurfi að koma til samstarf ríkis, sveitarfélagsins, rekstrarað- ila á svæðinu og ferðaþjónustuaðila sem nýta svæðið með einhverjum hætti. Á málþinginu komu engar hugmyndir fram hvernig slíku sam- starfi ætti að vera háttað. svavar@frettabladid.is Átta salerni fyrir 30 þúsund ferðamenn Útilokað er að taka svo vel sé á móti öllu því ferðafólki sem kemur á Hveravelli. Gestir komast ekki á salerni ef dísilrafstöðin á staðnum bilar. Drykkjarvatnið er mengað af saurgerlum og er óneysluhæft. Engin varanleg lausn er sjáanleg. HVERAVELLIR Allt að þrjátíu þúsund heimsækja Hveravelli á tveimur mánuðum yfir sumarið. Svæðið þolir slíka umferð engan veginn eins og aðstæður eru þar núna. Við afborgunarverð á farsímum bætist 250 kr. greiðslugjald á mánuði. vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Einstaklega handhægur snertiskjá- sími á góðu verði. Hentar þeim sem vilja fá meira út úr farsímanum sínum og gera kröfur um flott útlit. Frábær tónlistar- og margmiðlunarsími sem styður Ovi Maps GPS leiðsögukerfið. Nokia 5230 0 kr. útborgun og 2.499 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 29.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Flottur sími með 2 megapixla myndavél, útvarpi með innbyggðum FM móttakara og netvafra. Býður upp á flýtileiðir á helstu vefsamfélög, m.a. Facebook og Twitter. LG Cookie Fresh 0 kr. útborgun og 1.666 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 19.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.