Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 64
48 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Bækur ★★★★ Sjáðu svarta rassinn minn Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir Hið ósagða fært í orð Sjáðu svarta rass- inn minn er þjóð- sagna- safn sem systurnar Brynhild- ur Heið- a r - og Ómars- dóttir og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir hafa tekið saman. Í bókinni eru sagðar fimm sögur sem allar fjalla um ráðagóðar og skarpskyggnar kvenhetjur. Þórey Mjallhvít er höfundur mynda, en Brynhildur endurskrif- ar sögurnar á nútímamáli. En hún lætur ekki þar við sitja heldur leng- ir hún sögurnar og fyllir í eyðurn- ar. Þannig ljær hún persónum bæði tilfinningar, drauma og markmið. Vatnslitamyndir Þóreyjar eru dálítið óvenjulegar, fallegar og oft þrungnar bæði hreyfingu og til- finningu. Þær eru ekki í algengum glansmyndastíl barnabóka, sem er indælt þegar maður hefur van- ist því. Þótt um myndabókarbrot sé að ræða er textinn í bókinni lang- ur og þéttur og því ekki ætlaður þeim allra yngstu, nema í fylgd með fullorðnum. Kápan er ekki mjög aðlaðandi og leiðinlegt að engin hinna fræknu kvenna sem bókin segir af prýði hana. Vonandi ratar bókin samt til sinna – hún er bráð skemmtileg. Niðurstaða: Lífleg endursögn og falleg myndlýsing glæða þjóðsögur nýju lífi. Bækur ★★ Rikka og töfrahringurinn á Indlandi Hendrikka Waage og Inga María Brynjarsdóttir Tilþrifalítill töfrahringur Rikka og töfra- hringur- inn á Ind- landi er önnur bók Hendr- ikku Waage og Ingu Maríu Brynj- arsdóttur um Rikku og töfrahringinn. Hún segir af Rikku sem á töfrahring sem þeytir henni um heiminn og skoðar hún helstu sögustaði þeirra landa sem hún heimsækir. Hring- urinn hefur sjálfstæðan vilja og kippir Rikku og förunauti hennar milli staða fyrirvaralaust. Þetta er einn helsti galli bókarinn- ar. Hver opna bókarinnar sýnir nýjan stað og að fletta í gegnum söguna er eins og að sitja undir glærusýningu frá ferðamálaráði Indlands. Hvorki Rikka né föru- nautur hennar, Rahul, hafa vott af persónuleika, og hafa engin sjálf- stæð markmið. Úr því að frásögnin er svona til- þrifalítil hlýtur athyglin að bein- ast að myndunum. Þær eru að sönnu litfagrar og sniðugar – sér í lagi nafnlaus dýr sem þvælast á hverri einustu síðu eins og títt er um barnabækur af þessum toga – en verða eins og frásögnin dálít- ið ópersónulegar. Rikka breytir til dæmis ekki um svip alla bókina, heldur gapir brosandi af hverri síðu. Niðurstaða: Heldur bragðlitlar bók- menntir. Bækur ★★★★ Loðmar Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir Á milli síðnanna Bókin um Loðmar eftir Auði Ösp Guðmundsdóttur og Emblu Vigfús- dóttur segir af Loðmari sem býr aleinn og yfirgefinn á fyrstu opnu bókar, allt frá prentun og þar til lesandinn mætir til leiks. Loðmar býður lesandanum að kanna með sér næstu opnur. Í bókinni reynast svo búa hin ýmsu kvikindi sem hafa búið í einhvers konar samfélagi þar til Loðmar og lesandinn ganga fram á þau. Ógur- legt skrímsli, Gímaldið, losnar úr fjötrum fyrir klaufaskap Loðmars og öll sagan er í voða. Bókin er tilraunakennd að öllu leyti – texti, myndir, uppsetning og efni. En tilraunin heppnast, úr verður vinalegt rugl sem vekur lesendur á öllum aldri til umhugs- unar um eðli skáldskaparins jafn- framt því að skemmta þeim með líflegum texta og smáskrýtnum myndum. Aftast eru orðskýringar sem virð- ast eiga að auðga orðaforða les- anda. Það lýsir nokkru vantrausti á getu þeirra til að gera það sjálfir í gegnum bókmenntatexta, sem er leitt í svo bókmenntalegri bók. Arndís Þórarinsdóttir Niðurstaða: Fín bók til samlesturs foreldra og barna – aftur og aftur. Þvælst í tíma og rúmi Bækur ★★★ Snjóblinda Ragnar Jónasson Snjóblinda er önnur sakamálasaga Ragnars Jónassonar. Sú fyrsta, Fölsk nóta, kom út í fyrra og kynnti til leiks Ara Þór Arason, sem einn- ig er söguhetjan í Snjóblindu. Nú er hann útskrifaður lögreglumaður og ræður sig til starfa norður á Siglu- firði rétt fyrir jól í miklum snjó- þyngslum sem leggjast á sálina. Honum leiðist, á í stríði við kær- ustuna fyrir sunnan og finnst bæði bærinn og starfið fábreytt og lítið gefandi. Eitt morð og ein líkams- árás með nokkurra daga millibili, sem bæði virðast tengjast leikfé- lagi bæjarins, breyta því snarlega og bæði Ari og lesandinn fá nóg um að hugsa. Ragnar hefur þýtt bækur eftir Agöthu Christie og hefur greini- lega margt af henni lært. Áhersl- an er öll á persónulýsingar fólksins sem tengist glæpunum á einhvern hátt, sem og lögreglumannanna sem þá rannsaka. Inn á milli er skotið lýsingum á inbroti og lík- amsárás sem ekki virðast tengjast efni sögunnar, en gera það svo auð- vitað að lokum og hjálpa til við lausn gátunnar. Persónugalleríið í Snjóblindu er nokkuð fjölbreytt. Þetta er Christie-plott með per- sónum sem allar tengj- ast innbyrðis í gegnum leikfélagið. Allar eiga persónurnar leyndar- mál úr fortíðinni og flestar eiga harma að hefna. Ragn- ari tekst vel að draga upp skýra mynd a f hver r i og einni og skammta upplýsing- ar til lesandans á þann hátt að hann þyrstir í að lesa meira og komast að því hvað hver persóna hefur að fela. Ari sjálfur er trúverðug og sympatísk persóna sem lesandinn stendur með, sem er auðvitað grundvallaratriði í því að svona sögur virki. Sagan er mjög vel byggð og prýði- lega skrifuð. Spennan er byggð upp hægt og bítandi og eins og við á í sakamálasögu af þessari gerð stendur lesandinn sig að því að gruna hverja persónuna á fætur annarri um ódæðin. Lausnin er snjöll og kemur gjörsamlega á óvart, sem er mikill og allt of fáséður kostur í sakamálasögum. Sú útjaskaða klisja að hér sé kominn fram höfundur sem athyglisvert verði að fylgjast með í framtíðinni segir ekki mikið en það er alveg ljóst að Ragnar kann að byggja góða sakamálasögu, hefur tilfinningu fyrir stíl og málfari og skapar trúverðugar og áhugaverðar persónur, svo jú, það verður áhugavert og skemmtilegt að fylgjast með því sem frá honum kemur í framtíðinni. Hann gæti meira að segja blandað sér hress- ilega í slaginn um krónprins- og kóngstitilinn sem einhver bless- aður gagnrýnandinn setti í gang meðal íslenskra krimmahöfunda. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Vel byggð, vel stíluð og spennandi sakamálasaga með góðri persónusköpun og lausn sem kemur lesanda algjörlega í opna skjöldu. Hér gerist aldrei neitt Bókin Íslenzkir þjóð- hættir eftir Jónas frá Hrafnagili er uppseld hjá útgefanda. Að sögn Sigurðar Svavarssonar hjá Opnu, sem endurgef- ur bókina út, hafa alls þrjú þúsund eintök selst. Ákveðið var að prenta ekki fleiri eintök fyrr en eftir áramót. „Bók séra Jónasar mun líka vafa- lítið seljast afskaplega vel á næsta ári, eins og matreiðslubók Helgu Sig sem enn er í mikilli sölu á sínu öðru ári,“ segir Sigurður. Hann segir tímalaus rit á borð við bækur Jónasar og Helgu leita í tvo farvegi. „Annars vegar nálg- ast menn þessa fornu snilld sem nauðsynlega bita úr menningarsög- unni sem þurfa að vera til á hverju heimili, og hins vegar eru þær orðnar nokkurs konar költ meðal ungs fólks sem finnst þessa forna snilld alveg frábærlega skemmtileg lesning, einkum bók séra Jónasar.“ - bs Uppseldir þjóðhættir SIGURÐUR SVAVARSSON OG GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR HJÁ OPNU Sigurður segir tímalaus rit á borð við Íslenska þjóðhætti hafa náð „költ“ stöðu hjá yngri lesendum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Einkaf lugmannsnám 10 vikna kvöldnámskeið hefst í janúar 2011 Skráning er hafin á www.flugskoli.is www.f lugskoli.is 1.198.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.