Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 60
44 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR44
menning@frettabladid.is
Safnplatan Ómar í hálfa
öld gefur góða mynd af
íslenskri tónlistarsögu
síðustu fimmtíu ár.
Ómar Ragnarsson er einhver
afkastamesti laga- og textahöf-
undur landsins og eftir hann
liggja á annað þúsund verk á því
sviði. Hann þurfti því að leggja
mikið á sig til að koma út safn-
plötu sem spannar fimmtíu ára
feril í tilefni af sjötíu ára afmæli
sínu á árinu. Það hafðist og hefur
platan Ómar í hálfa öld að geyma
72 vandlega valin lög á þremur
diskum.
„Höskuldur Höskuldsson hjá
Senu fór í það verkefni að finna
á hvaða diskum lögin mín væri
að finna og lét mig hafa um þrjú
hundruð laga lista. Ég vissi svo
um fleiri og hafði á endanum úr
á fjórða hundrað lögum að velja,
en það eru einungis þau lög sem
hafa verið gefin út. Mér var svo
falið að velja úr og grafa upp
texta en fæsta þeirra hafði ég
skrifað niður og suma kannaðist
ég bara alls ekki við eins og til
dæmis textann við lagið Frelsi
með Mánum. Það lag varð hins
vegar að vera á plötunni enda í
raun eina íslenska hippalagið.“
Ákveðið var að setja lögin upp
í tímaröð og er fyrsta lagið sem
Ómar fékk borgað fyrir fremst.
„Þetta er svo eins konar sögu-
diskur sem segir sögu íslenskr-
ar tónlistar og þjóðlífs síðast-
liðin fimmtíu ár. Þá má fylgjast
með þróun einstakra listamanna,“
segir Ómar og nefnir Björg-
vin Halldórsson sem dæmi. „Ég
samdi fyrsta textann fyrir hann
og hann kemur síðan þrívegis
aftur við sögu.“
Ómar syngur um fjörutíu pró-
sent laganna, ýmist einn eða með
öðrum. „Að öðru leyti er þetta
landslið íslenskra söngvara og
hljómsveita síðustu áratugina en
ég gerði til að mynda fyrstu text-
ana fyrir Hljómsveit Ingimars
Eydal, Vilhjálm Vilhjálmsson, Ellý
Vilhjálms og fleiri. Þá eru þarna
lög með hljómsveit Jans Morávek,
sem var einn af þessum tónlist-
armönnum sem settu svip sinn á
fyrstu árin eftir stríð, KK sextett,
Hljómsveit Svavars Gests, Lúdó
sextett, Þuríði Sigurðardóttur,
Fiðrildi, Brimkló, Mánum, Álfta-
gerðisbræðrum og fleirum,“ upp-
lýsir Ómar. Á heildina koma um
50 einsöngvarar og sönghópar og
um 30 hljómsveitir við sögu, sem
sýnir einna best hversu víða hann
hefur komið við.
Aðspurður segist Ómar vitan-
lega misánægður með þau verk
sem eftir hann liggja. „Textinn
við lagið Ævintýri fór alltaf svo-
lítið í taugarnar á mér og mér
skilst að Björgvin Halldórsson
hafi ekki verið allt of ánægður
með flutninginn sinn heldur. Það
ævintýri gerði hann hins vegar
að poppstjörnu Íslands svo það
var ekki annað hægt en að hafa
það með. Ég er líka löngu búinn
að taka það í sátt.“ En hvaða lög
og textar skyldu vera í mestum
metum? „Það er ekki gott að segja
en ef við tökum þau lög sem eru
mest sungin við jarðarfarir og
brúðkaup sem dæmi þá eru það
Íslenska konan, Brú yfir boðaföll-
in og Þú ein með Hljómum.
Spurður hvort það geti talist
eðlilegt að afkasta svona miklu
segir Ómar svo vera. „Þetta hefur
verið vinnan mín í fimmtíu ár svo
það held ég að geti alveg verið.
Mörg af lífseigustu lögunum hef
ég svo samið á ferðum mínum um
landið en eftir að ég fór að vinna á
Stöð 2 varð ég eins konar einyrki
og ferðaðist einn með kvikmynda-
tökuvélina. Á löngum ferðalögum
var ég stundum orðinn hættulega
syfjaður við stýrið en ef ég var að
glíma við krefjandi lög og texta
hélt ég mér glaðvakandi.“
Ómar segist hvergi nærri hætt-
ur að semja og á efni til að gera
mun fleiri plötur. „Við ákváðum
að hafa engin jólalög á þessari
plötu en ég gæti þess vegna gefið
út 72 laga jóladisk.“ - ve
Lögin og textarnir héldu
mér vakandi undir stýri
Jólapappír
verð frá
99kr.
meterinn*
* Fæst í eftirtöldum
stærðum:
5m 489kr.
6m 589kr.
10m 989kr.
ALLT
FYRIR
PAKKANA
Á löngum ferðalögum
var ég stundum
orðinn hættulega syfjaður við
stýrið en ef ég var að glíma
við krefjandi lög og texta hélt
ég mér glaðvakandi.
ÓMAR RAGNARSSON
Fimmtíu einsöngvarar og þrjátíu hljómsveitir koma við sögu á plötunni ásamt Ómari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA