Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Activity er glænýtt borðspil frá fyrirtækinu Egilsson. Það sam- einar í rauninni þrjú spil sem hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár bæði meðal barna og fullorðinna. „Í nýja Activity-borðspilinu þurfa þátttakendur að leika, teikna og lýsa þegar þeir túlka orð og orða- sambönd,“ segir Erling Valur Inga- son markaðsstjóri í Office One. Hann segir nýja spilið þannig sam- bland af Pictionary sem margir hafi breytt í leikinn Actionery. Reyndar segir hann Actionery aldrei hafa verið til heldur hafi fólk breytt Pictionary í það. „Í stað þess að taka upp blýantinn fór fólk bara að leika orðið,“ bendir hann á og lýsir spilinu nánar. „Activity gengur út á það að þátttakandi fer áfram um jafn marga reiti og erf- iðleikastigið sem hann velur. Ef hann velur orð af erfiðleikastigi 3 fer hann áfram um þrjá reiti ef hann nær að lýsa orðinu, teikna eða leika. Erfiðustu orðin eru númer fimm og þátttakandi fer áfram um fimm reiti ef honum tekst að koma því til skila.“ Activity er í grunninn þýskt spil, gefið út af fyrirtæki sem heitir Piatnik. „Activity er með yfirgnæfandi vinsældir í Þýska- landi þar sem það hefur selst í yfir þremur milljónum eintaka,“ segir Erling og tekur fram að Eg- ilsson, sem einnig rekur verslanir Office One, sé með umboðið fyrir spilið hér á landi. „Activity hefur verið þýtt yfir á mörg tungumál og Egilsson tók af skarið og gerði það sama fyrir íslenskan markað. Við létum útbúa íslenskar leiðbein- ingar og einnig yfir 2.200 hugtök,“ útskýrir hann. Erling segir áherslu lagða á flóknari og fyndnari orð í Activity en áður hafi þekkst í sambærileg- um spilum. „Ein ástæða vinsælda spilsins í Þýskalandi er sú að það er svo fyndið. Ótrúlegustu hug- tök koma fyrir. Í stað þess að leika einföld orð eins og bílstjóra sem allir geta fattað strax. Orð eins og orkukreppa er miklu skemmti- legra. Activity er þróaðra spil en Pictionery og það er dúndurfjör þegar það er spilað,“ lofar hann. „Það er ekki of stutt og alls ekki of langt. Þegar ég spilaði það síðast, þá tók það ekki nema klukkutíma og við vorum sex saman í þremur liðum.“ Office One-verslanirnar er að finna í Skeifunni, Smáralind, Hafnarfirði, á Akureyri, Egils- stöðum og Selfossi en spilið fæst ekki bara þar heldur í fjölda verslana um allt land að sögn Er- lings. „Activity kom til landsins í nóvember og salan gengur vel. Þetta er nýjungin hjá okkur í ár. Við erum með nýtt spil á hverju ári.“ Í stað þess að leika bílstjóra á nú að leika orkukreppu „Það er dúndurfjör þegar Actionery er spilað,“ lofar Erling Valur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Activity inniheldur um 2.200 orð og hugtök og þrjú erfið- leikastig. Það sem sker Act- ivity úr öðrum spilum er að þrír til sextán leikmenn geta spilað á sama tíma og þess vegna er það kjörið við flest tilefni. Spilið hefur náð miklum vinsældum úti í heimi og í Þýskalandi einu hefur það selst í milljónavís. Gangur spilsins er á þessa leið: Teikna: Sá sem teikn- ar má hvorki tala né sýna látbragð en hann má þó kinka kolli og gefa liðs- mönnum sínum til kynna að þeir séu á réttri leið. Leika: Hér reynir á leikhæfi- leika til að lýsa orði. Leikar- inn má hvorki tala né gefa frá sér hljóð. Lýsa: Hér er listin fólgin í að umorða. Sá sem talar má hvorki nefna orðið sjálft, hluta þess eða afleiddar myndir af orð- inu í lýsingunni. Um síðustu jól kom Egilsson með Sprengjuspilið og Krakka Sprengjuspilið á markaðinn. Bæði hafa þau notið mikilla vinsælda og selst vel. Activity mun fást um allt land og á frábæru verði fyrir jólin. Kjörið við flest tilefni Þrír til sextán leikmenn geta spilað Activity í einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.