Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 74
58 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Elísabet Davíðsdóttir fyrir- sæta og móðir hennar hafa hannað gjafapappír með munstri úr náttúrunni. Elísabet Davíðsdóttir, fyrirsæta og ljósmyndari, hefur hannað stórskemmtilegan gjafapappír í samstarfi við móður sína, Emmu Axelsdóttur innanhúsarkitekt. Hugmyndina að pappírnum sóttu mæðgurnar beint til náttúrunnar og getur fólk meðal annars valið á milli klakabreiðumynsturs, hellu- bergs, mosa og holtagrjóts. „Mér og mömmu hefur allt- af þótt mjög gaman að pakka inn gjöfum. Einu sinni eftir að það hafði snjóað töluðum við um hvað það væri gaman ef maður gæti pakkað inn gjöf í svona fal- legan snjó og það var eiginlega út frá því sem hugmyndin varð til,“ útskýrir Elísabet. Pappírinn er fáanlegur í sex útgáfum og eru mynstrin gerð með innihald pakk- ans í huga. „Við erum með snjó og mosamynstur fyrir mjúku pakk- ana, klakabreiðu og helluberg fyrir þá hörðu og tvær útgáfur af holtagrjóti fyrir óreglulegu pakk- ana. Holtagrjótið er skemmtilegt vegna þess að það getur stundum verið erfitt að greina hvort um pakka eða raunverulegan grjót- hnullung er að ræða.“ Elísabet segir viðtökurnar hafa verið góðar og útilokar ekki að þær mæðgur muni bæta við línuna í nánustu framtíð. „Það er auðvitað mjög gaman að fólk skuli hafa tekið svona vel í þetta og þetta virkar mjög hvetjandi á okkur mæðgurnar.“ Innt eftir því hvort jólagjöfun- um frá henni sjálfri verði pakkað inn í pappírinn góða svarar Elísa- bet því játandi. „Já, ég á auðvitað eftir að pakka öllum mínum gjöf- um inn í svona pappír,“ segir hún að lokum og hlær. Gjafapappírinn fæst í verslun- um Epal, Iðu, Kraumi og Máli og menningu. Einnig verður fata- hönnuðurinn Steinunn með papp- írinn í boði fyrir sína viðskipta- vini. sara@frettabladid.is Fyrirsæta hannar gjafapappír HÆFILEIKARÍK Elísabet Davíðsdóttir, fyrirsæta og ljósmyndari, hefur hannað stórskemmtilegan og sérstakan gjafapappír. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HOLTAGRJÓTIÐ Það getur verið erfitt að greina hvort um pakka eða grjóthnullung er að ræða. MYND/SILJA MAGG Gamanleikarinn Vince Vaughn og eiginkona hans, hin kanadíska Kyla Weber, eignuðust sitt fyrsta barn um helgina. Í tímaritinu People segir að Weber hafi fætt litla stúlku á sjúkrahúsi í Chi- cago. Hefur sú stutta verið skírð Locklyn Kyla Vaughn. Að sögn heimildarmanna heilsast móður og barni vel og er Vaughn afskaplega stoltur faðir. „Vince og Kyla eru mjög ham- ingjusöm saman og hlakka mikið til að takast á við þetta nýja hlut- verk,“ var haft eftir fjölskyldu- vini. Vince Vaughn orðinn pabbi HAMINGJUSÖM Vince Vaughn og eigin- kona hans, Kyla Weber, eignuðust sitt fyrsta barn um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY Fjölmiðlafulltrúar Disney hafa í nægu að snúast þessa dagana við að berja niður sögusagnir um eit- urlyfjanotkun stjarnanna sinna og stöðva útbreiðslu kynlífsmynd- banda með þeim. Fyrst var það Miley Cyrus sem virtist reykja salvíu á myndbandi og nú eru það ansi djarfar myndir af nýjustu Disney-stjörnunni, Demi Lovato, en henni hefur ein- mitt verið spáð svipaðri frægð og velgengni og fröken Cyrus. Málið hefur fengið gríð- arlega umfjöllun í banda- rískum fjölmiðlum enda Demi slegið í gegn hjá ungum stelpum með leik sínum í ungl- ingamynd- inni Camp Rock sem nú er sýnd fyrir fullu húsi í Ameríku. Mynd- irnar sýna Lovato í ögrandi stellingum með öðrum stelpum. Fljótlega eftir birtingu myndanna fóru á kreik sögusagnir um að til væri kynlífsmyndband af Lovato og klámfyr- irtækið PornHub brást skjótt við og bauð leik- konunni ungu 100 þús- und dali fyrir einkarétt á því. Talsmenn Lov- ato hafa hins vegar verið duglegir að senda frá sér fréttatilkynningar að und- anförnu þar sem þeir vísa því á bug að myndband sé til. Og segja tilboð PornHub viðbjóðslegt. Lovato hefur hins vegar ekki getað svarað fyrir sig því hún er nú í meðferð eftir að hafa fengið vægt taugaá- fall. Enda hefur mikið gengið á lífi hennar; Joe Jonas, einn Jonas-bræðranna, hætti með henni fyrir skömmu og þá hefur dansari ásakað hana um líkamsmeiðingar. Það er því ekki skrýtið að forráða- menn Disney skuli vera farnir að leita til Justin Timberlake og Britney Spears til að fá ráð um hvernig ungt fólk eigi að höndla frægðina og hvað það skuli forðast í lengstu lög. Fáklædd Disney- stjarna hneykslar Í VONDUM MÁLUM Demi Lovato gæti verið í vondum málum eftir að fjölmiðlar komust yfir ansi djarfar myndir af henni og vinkonum hennar. Disney-fyrirtækið hefur vísað því á bug að til sé kynlífsmyndband með unglingastjörnunni. Fyrir skemmstu sást önnur unglinga- stjarna, Miley Cyrus, reykja það sem talið er vera salvía. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.