Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 34
34 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR AF NETINU Hrokafullir og þjást af minnimáttarkennd WikiLeaks skjölin opinbera hroka- fulla menn sem þjást af minni- máttarkennd eins og flestallir stríðsherrar mannkynssögunnar. Þeir girnast land, vald, fé og frama i sögubókum. Þrá að vera skrá- settir sem mikilmenni. Hvernig tekst þeim þetta? Þeir áforma og eru hvattir af öðrum körlum í öðrum löndum til að skríða til skarar eins og WikiLeaks sýnir dæmi um. Treyst- um aldrei þessum körlum, felum þeim aldrei veg okkar. Höfnum þeim umsvifalaust. Treystum ekki Bush, ekki Blair, ekki Cameron, ekki Obama, ekki Rasmussen eða Reinfeld, ekki Hu Jintao, ekki Berlusconi, Sarkozy eða hvað sem þeir heita. Stríð er aldrei svarið, ekki kúgun, ofbeldi, nauðgun, dauði. Allir vita svarið en flestir láta telja sér trú um annað. Þar liggja mistökin. Mér er sagt að ég sé með óra en ég er ekki einn um það. Meginmálið er að taka afstöðu og standa við hana: að friðvæða jörðina. Hunsum stríðsherranna, mætum ekki á vígvöllinn! Hættum að kjósa þá. Veljum alltaf frið fram yfir stríð. Auðvitað lendum við linnulaust í flóknum siðaklemmum og eigum eftir að kveljast yfir valkostum, en það er til mælikvarði. Viðmiðið er uppbygging lífs andspænis eyðileggingu og dauða. Allt lendir á þessum skala lífs og dauða og við þurfum iðulega að standa lífsmegin and- spænis dauðanum. Smugan.is Gunnar Hersveinn Að fara í skóla eftir 38 ára hlé er bara algjört átak. Ég ákvað að fara í nám af því að ég var með skerta starfsorku. Eina vikuna sem ég var veik heima vegna slyssins sem ég varð fyrir þá tók ég þessa ákvörðun. Ég hef öðlast meira sjálfstraust og ekki lengur í þeim gír að segja að ég geti þetta ekki. Það er ekki í boði.“ (Kvenkyns nemandi Menntastoða haustið 2010.) Það eru ekki síst sólskinssögur sem þessar sem hvetja okkur hjá Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum (MSS) til að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið að feta síðastliðin ár. Þeim sem sækja þjónustu okkar hefur fjölgað jafnt og þétt og eru for- réttindi að fylgjast með einstakl- ingum stíga mikilvæg skref inn í nýja framtíð. Við lifum á tímum breytinga þar sem krafist er að fólk takist á við ákveðið þróunar- ferli í lífi sínu og á sem flestum sviðum þess. Hér í eina tíð þótti ekkert óeðlilegt að fólk væri á sama vinnustað við sömu vinnu alla starfsævina. Í dag þykir aftur á móti eðli- legt að fólk tileinki sér ákveðna starfsþróun innan sama vinnu- staðarins eða skipti um starf eða jafnvel starfssvið á nokkurra ára fresti. Samkeppnisforskot fyrirtækja byggist oft á því að starfsfólk tileinki sér ákveðinn sveigjanleika og staðni ekki á einu sviði. Starfsþróun innan fyrirtækja krefst þess að starfs- fólk sé virkt í að afla sér þekk- ingar, auki færni sína jafnt og þétt og sé meðvitað um hvað skiptir máli þegar kemur að sí- og endurmenntun. Það er staðreynd að einstakl- ingar með stutta skólagöngu eru yfirleitt í mestri hættu á að missa störf sín á tímum breyt- inga eins og samfélag okkar gengur í gegnum þessi misserin. Því er spurt hér: Hvernig getum við mætt þessum hópi? Fólk með litla eða enga form- lega menntun á mismunandi skólagöngu að baki en oft er um einstaklinga að ræða sem eiga sína drauma um nám, betri störf eða annað sem gæti aukið lífsgæðin. Hindranir af ýmsum toga hafa þó orðið þess vald- andi að ekki hefur verið sest á skólabekk, farið á námskeið eða annað sem gæti gert draumana að veruleika. Þá er algengt að einstaklingar séu ómeðvitaðir um eigin færni og áhugasvið og hvernig þessir þættir gætu nýst þeim bæði hvað varðar nám og störf og ekki síður í tengslum við persónulegan þroska. Þarna getur náms- og starfsráðgjafi gripið inn í ferlið og aðstoðað einstaklinga við að bæta stöðu sína í tengslum við nám, störf eða persónulega þroska. Þetta er hægt að gera með margvíslegum hætti, eins og upplýsingagjöf varðandi nám og störf, upplýsingum um styttri námskeið, leiðum til starfsþró- unar í núverandi starfi, setningu markmiða, áhugasviðsgreiningu og aðstoð vegna annarra per- sónulegra mála. Veldu framtíð þína! Fólk er í auknum mæli að átta sig á að sí- og endurmenntun eru nauðsynlegir þættir í starfs- þróun einstaklinga til að mæta þeim breytingum sem eiga sér stað í atvinnulífinu. Þá hafa atvinnuleitendur nýtt sér að bæta stöðu sína á meðan atvinnu- leysið er jafn mikið og raun ber vitni. Eru jafnframt meðvitaðir um hversu mikilvægt er að skoða hvernig nota megi tímann til uppbyggingar og styrkja þannig stöðu sína fyrir framtíðina. Þegar einstaklingur tekst á við breytingar í lífinu má líkja því við persónulega stefnu mótun. Þá velur einstaklingurinn sig frá einu til að takast á við eitt- hvað annað. Val einstaklingsins er háð þeirri samfélagsgerð sem við búum við hverju sinni, innri hvata og ekki síst stuðningi og hvatningu annarra. Náms- og starfsráðgjafi býður einstakl- ingum upp á ytri hvatningu og hjálpar hverjum og einum að átta sig á hvaða tækifæri eru til staðar og hvernig viðkom- andi geti nýtt sér þau til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Hlutverk ráðgjafans í ferlinu gæti falist í að greina þarfir ein- staklingsins, skilgreina úrlausn- ir, leiðbeina við að draga fram markmið og skilgreina leiðir að þeim. Flest hræðumst við breytingar því við vitum hvað við höfum en ekki hvað bíður okkar. Breyting- ar eru þó eina leiðin til framfara og gott að líta á þann ótta sem við finnum fyrir sem ákveðinn sviðsskrekk. Að stíga út fyrir þægindahringinn okkar má líkja við að stíga upp á svið og leika eina hlutverkið sem skipt- ir máli í lífinu ,,okkar eigið líf“. Við eigum að stefna að því að leika til sigurs því gæðin á lífi okkar eru háð þeim kjarki sem við höfum til að takast á við ný hlutverk þrátt fyrir að í því felist áhætta og jafnvel sársauki. Sú áskorun er til staðar ævina á enda og mikilvægasta leiðin að sterkara sjálfsmati. Fyrsta skrefið er oft það erfiðasta en með því hefst oft ferðalag sem einstaklinginn hefði ekki getað órað fyrir að væri á ferða áætlun hans. Í dag eru starfandi náms- og starfsráðgjafar á símenntunar- miðstöðvum hringinn í kringum landið, tilbúnir að veita þá þjón- ustu sem er getið hér að ofan. Hvað bíður þín á nýju ári? Símenntun Anna Lóa Ólafsdóttir Náms- og starfsráðgjafi MSS Þegar einstaklingur tekst á við breyting- ar í lífinu má líkja því við persónulega stefnumótun. Tryggjum öllum börnum gleðileg jól Taktu þátt í Pakkajólum Bylgjunnar við jólatréð í Smáralind Gefðu eina aukagjöf um jólin og leggðu góðu málefni lið. Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar koma pökkunum til þeirra sem á að gleðja. Pósturinn kemur pökkum utan af landi til skila endurgjaldslaust, þú þarft bara að fara með pakkann á næsta pósthús. Gefðu eina gjöf og vertu með í Pakkajólum Bylgjunnar. Við óskum öllum gleðilegra jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.