Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 44
 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR4 Útivist hefur um árabil barist gegnum snjóinn og frostið í lok desember til að komast inn í Þórs- mörkina að fagna nýju ári. „Fyrir þá sem vilja öðruvísi ára- mót, burt úr skarkala og hávaða og inn í kyrrð og ró, er þetta tilvalið,“ segir Linda Udengaard, ferðastjóri áramótaferðar. „Þetta er fyrst og fremst notaleg ferð sem fólk kemur í til að vera saman og njóta hátíð- anna í faðmi fjalla og náttúrunnar í Þórsmörk.“ Ferðin hefst á fimmtudags- morgni, 30. desember, og snúið aftur 2. janúar. Erfitt er að segja til um hversu langan tíma keyrslan inn í mörkina tekur en það fer eftir færð. „Þarna getur verið mikið vetrarríki á þessum tíma árs,“ segir Gunnar Holm, sem í fyrra leiddi þá rúmlega þrjátíu manna hóp inn í Bása til vistar yfir ára- mót. „Síðustu áramót var tæplega tuttugu stiga frost, en það skemmir ekki fyrir. Það fara gjarnan menn á undan og hita upp skálann svo þar er alltaf heitt og notalegt.“ Hvers kyns útivist spilar stórt hlutverk í ferðinni. Farið er í lengri eða skemmri göngur og fólk er hvatt til að taka göngu skíðin með. Á kvöldin er svo maður manns gaman og áherslan lögð á rólegar samverustundir. Þeir sem kunna á hljóðfæri sjá fyrir tónlist, og jólabækurnar og -spilin eiga sinn sess. Á gamlárskvöld er árið kvatt með brennu og kvöldvöku í fríðu föruneyti þeirra álfa og trölla sem í mörkinni búa. Á nýársdag heldur hópurinn í blysgöngu inn í Stráka- gil þar sem fjallshlíðarnar eru lýstar upp með rauðum bjarma og flugeldum. Gunnari er margt minnisstætt frá þeim tug áramóta sem hann hefur eytt í Básum. „Það gengur til dæmis mikið á þegar fólk vill þvo sér. Allt vatn er náttúrlega frosið svo við þurfum að hita það upp. Svo höfum við fararstjórarnir verið að aðstoða fólk við að þrífa sig,“ segir Gunnar og hlær. Linda lofar sömu þjónustu í ár. „Við gerum ráð fyrir að þetta verði eins og í gamla daga þegar menn tóku hefðbundinn kattarþvott,“ segir hún og hlær. „Auðvitað verð- ur heitt vatn til að þvo sér á gaml- árskvöld því það er nauðsynlegt að taka á móti nýju ári hreinn, bæði andlega og líkamlega, og til þess er Þórsmörk ákjósanlegur staður.“ Nánari upplýsingar og miðapant- anir á www.utivist.is og í síma 562- 1000. tryggvi@frettabladid.is Áramót í fríðum fjallasal Einu gestirnir í Básum yfir jól eru huldufólkið úr Álfakirkjunni. Þegar áramótin ganga í garð fyllist skálinn hins vegar af mennskum gestum á vegum Ferðafélagsins Útivistar. Ríki veturs konungs í Básum er ákjósanlegur staður til að hreinsa hugann og taka á móti nýju ári. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið í des: mán-fös kl. 10-18 laugardaginn 18.des kl. 10-18 Þorláksmessu kl. 10-20 Aðfangadag kl. 10-12 www.misty.is JÓLAGJÖFIN ÞÍN - DEKRAÐU VIÐ ÞIG Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan - Búsáhöld Kringlunni - Byggt og Búið - Pottar og Prik Akureyri. www.weber.is Frábært úrval af gjafavörum frá Weber Við pökkum inn fallegum gjöfum og gjafabréfum handa henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.