Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 42
 22. desember 2010 2 aðventunni hérlendis og í föður- landinu Ungverjalandi. „Það er að vísu svolítið síðan ég bjó þar, ein átján ár, en þá var allt mun rólegra,“ segir hún og tekur sem dæmi íslensku jólasveinanna og allt umstangið sem fylgir þeim. „Í Ungverjalandi látum við okkur nægja einn jólasvein, sem gefur aðeins einu sinni í skóinn þannig að bæði eru minni læti í kringum hann og útgjöld eru lægri fyrir foreldra. Þæg börn fá þá gjafir en þau óþægu grenivönd til að láta flengja sig með,“ segir Antonía en kveðst þó ekki vita hvort nokkurn tímann sé gripið til hans enda hafi hún ávallt verið stillt og prúð stúlka. Hvað skyldi Antoníu þá finnast um sjálfa Þorláksmessu? „Ég lít upp til allra sem útbúa og borða skötu og þótti mjög gaman þegar mér var einu sinni boðið í skötu- boð, þótt bragðið hafi óneitanlega verið svolítið sérstakt,“ segir hún og hlær og viðurkennir að þótt ýmsir íslenskir siðir séu henni að skapi séu litlar líkur á að hún taki sjálf upp á því að bjóða upp á skötu. „Mér dettur ekki í hug að leggja það á fjölskylduna að gera þetta heima, enda veit ég að skötulyktin yrði ekkert rosa- lega vinsæl,“ segir hún og brosir breitt. Eru tónleikarnir í óperunni þá kannski himnasending að ofan í augum „skötuunnandans“? „Kannski má bara segja það,“ segir hún brosandi og hvet- ur sem flesta til að mæta annað kvöld milli klukkan sjö og níu. „Þetta verður mjög fjölbreytt tónlist, frá íslenskri þjóðlegri tónlist upp í bandarísk jólalög, flutt af frábærum listamönnum, fjórtán ein söngvurum ásamt kvennatríói og -dúett og heilum karlakór, og allt á lágstemmdum nótum, svo örvæntingarfullt fólk í leit að jólagjöfum á Laugavegi finni hinn sanna jólaanda,“ segir hún og getur þess að ókeypis sé inn á tónleikana, auk þess sem fólki sé frjálst að mæta og fara að eigin vild. „Svo verður þarna kaffi og konfekt til að ylja sér í kuldanum.“ roald@frettabladid.is Antonía Hevesi finnst heldur mikið stress verða á aðventunni hérlendis og hvetur fólk að mæta á tónleika í Íslensku óperunni annað kvöld til að slaka á. Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Leir rúmfatnaður 360 þráða Pima bómull Einstök mýkt 13.980 kr Sími 551 2070. Fram til jóla verður opið: virka daga: 10 - 18 Þorláksmessu: 10 - 20 Aðfangadag: 10 - 12 Gleðileg jól ! Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is HERRA- KULDASKÓR Úrval af herrakuldaskóm úr leðri, fóðruðum með lambsgæru. Gáttaþefur er á leið til byggða og stingur einhverju fallegu í skó barnanna í nótt. Gáttaþefi finnst óskaplega góð laufabrauðs- og kökulykt og rennur á jólalyktina sem leggur nú yfir bæ og ból. Framhald af forsíðu Tískuhönnuðurinn John Galliano reyndi sig í annað sinn við nýstárlegt jólatré. John Galliano er listsrænn stjórnandi Christian Dior. Hann hannaði í fyrsta sinn í fyrra stór- kostlegt og nýstárlegt jólatré fyrir Claridge‘s hótelið í Lond- on.. Hann endurtók leikinn á ný í ár og var tréð afhjúpað í lok nóv- ember. Var það gert í galakvöld- verði sem einnig markaði opnun nýrrar Dior verslunar á New Bond Street. Í þetta sinn breytti Galliano and- dyri hótelsins í sjávarparadís með risastórum sæhestum, glitr- andi kóröllum og silfurlaufum. Frumlegt jólatré Dior Anddyri Claridge‘s hótelsins var breytt í sjávarparadís í ár en jólatréð nýstárlega mun verða til sýnis til 5. janúar. Hið frosna jólatré Galliano frá fyrra ári vakti óskipta athygli og dró að þúsundir gesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.