Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 88
72 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR KÖRFUBOLTI Bandarískir bak- verðir hafa oft verið í aðalhlut- verki þegar kemur að því að leiða liðin úr leikstjórnendastöðunni í úrvalsdeild karla um árin. Það er því sérstakt að skoða stöðu mála í tölfræði fyrri umferðar Iceland Express-deildar karla eftir 11. og síðustu umferðina á árinu 2010. Þeir Ægir Þór Steinarsson, Pavel Ermolinskij, Hörður Axel Vilhjálmsson og Sævar Ingi Har- aldsson eru allir í lykilhlutverki í sínum liðum þegar kemur að því að skapa góð skotfæri fyrir félaga sína. Þeir eru í nokkrum sérflokki hvað - stoðsendingarn- ar varðar því Tindastólsmaður- inn Sean Cunningham er fyrstur bandarískra bakvarða á listanum með 6,0 stoðsendingar að meðal- tali í leik eða 0,88 færri en Sævar sem er í 4. sætinu. Fjölnismaðurinn Ægir Þór Stein- arsson er í efsta sæti, aðeins einni stoðsendingu frá því að brjóta hundrað stoðsendinga múrinn. Ægir Þór hefur gefið 99 stoðsend- ingar í 11 leikjum eða nákvæm- lega 9 að meðaltali í leik. Ægir Þór hefur titil að verja en hann varð efstur á þessum lista eftir harða baráttu við Snæ- fellinginn Sean Burton á síðasta tímabili. Ægir Þór gaf 7,8 stoð- sendingar að meðaltali í leik í fyrra og hefur því hækkað með- altal sitt um 1,2 stoðsendingar frá því í fyrra. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij hefur gælt við þrefalda tvennu í allan vetur. Hann er í 2. sæti yfir flestar stoðsendingar, aðeins fjór- um stoðsendingum á eftir Ægi. Það gera 8,64 stoðsendingar að meðaltali í 11 leikjum. Pavel er langefstur af umræddum fjórum í fráköstum enda að taka 12,18 fráköst að meðaltali í leik. Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er í þriðja sætinu með 81 stoðsendingu í 11 leikjum eða 7,4 að meðaltali í leik. Hörður er líka efstur í stigaskori af þess- um fjórum íslensku bakvörðum en hann hefur auk allra stoðsending- anna skorað 19 stig að meðaltali í leik. Hörður hækkar á listanum Fjórir íslenskir í fararbroddi Ægir Þór Steinarsson, Pavel Ermolinskij, Hörður Axel Vilhjálmsson og Sævar Ingi Haraldsson hafa slegið við öllum bandarísku bakvörðunum þegar kemur að því að spila uppi félaga sína í Iceland Express-deild karla í vetur. SÆVAR INGI HARALDSSON 26 ára Haukamaður 55 stoðsendingar í 8 leikjum HÖRÐUR AXEL VILHJÁLMSSON 22 ára Keflvíkingur 81 stoðsending í 11 leikjum PAVEL ERMOLINSKIJ 23 ára KR-ingur 95 stoðsendingar í 11 leikjum ÆGIR ÞÓR STEINARSSON 19 ára Fjölnismaður 99 stoðsendingar í 11 leikjum Flestar stoðsendingar í leik fjórða tímabilið í röð, hann var í 10. sæti 2007-08, í 9. sæti 2008-09 og svo í 6. sæti á síðasta tímabili þegar hann gaf 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Haukamaðurinn Sævar Ingi Haraldsson er síðan í 4. sætinu með 6,88 stoðsendingar að með- altali í leik. Sævar Ingi hefur misst af þremur síðustu leikjum Hauka en gaf 55 stoðsendingar í fyrstu átta leikjum liðsins. Sævar Ingi hefur passað boltann best af öllum bakvörðunum í deildinni því hann hefur aðeins tapað 12 boltum á tímabilinu á 246 mínútum sem þýðir að hann gefur 4,58 stoðsend- ingar á hvern tapaðan bolta. Fjölnir, KR, Keflavík og Haukar munu halda áfram að treysta á þá Ægi, Pavel, Hörð og Sævar þegar deildin fer af stað á ný á nýju ári og þá verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir bandarískir bakverð- ir muni ógna þeim íslensku á list- anum yfir flestar stoðsendingar í Iceland Express-deildinni. ooj@frettabladid.is 9,00 8,64 6,887,36 Ert þú á leiðinni til Abu Dhabi? Fótboltamót áhugamanna, Vodafone Cup, verður haldið 7.-8. jan. í Fífunni. Sigurliðið vinnur ferð til Abu Dhabi og VIP miða á verðlaunahátíð Laureus samtakanna. Skráning og nánari upplýsingar um mótið eru á vodafone.is HANDBOLTI Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar og THW Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar mætast í átta liða úrslitum þýska bikarsins en það var dregið í gærkvöldi. Füchse Berlin sló HSV Ham burg út úr 16 liða úrslitun- um en hafði ekki heppnina með sér því liðið mætir sjálfum þýsku meisturunum í næstu umferð. Leikirnir fara fram 2. mars næstkomandi en fjögurra liða úrslit þýska bikarsins fara síðan fram í 7. og 8. maí. Undanúrslita- leikirnir fara þá fram um sömu helgi og úrslitaleikurinn. Það var eitt annað Íslendingalið í pottinum, Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar, sem dróst á móti MT Melsungen. - óój Þýski bikarinn í handbolta: Dagur dróst á móti Alfreð ERFIÐIR MÓTHERJAR Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse. MYND/NORDICPHOTOS/BONGARTS HANDBOLTI Arnór Atlason skoraði átta mörk og var markahæstur í 36-21 sigri AG Kaupmannahöfn á FIF í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Þetta var þrettándi deildarsig- ur AG-liðsins í röð en liðið er með fimm stiga forskot á Aarhus á toppi deildarinnar. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir AG-liðið en næst- markahæsti leikmað- ur liðsins var danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen með sjö mörk. Þetta var besti leikur Arnórs með AG á tíma- bilinu en hann hafði fyrir leik- inn skorað 2,2 mörk að meðal- tali í leik. - óój Þrettándi sigur AG í röð í gær: Arnór með átta HANDBOLTI Alexander Petersson gat lítið beitt sér vegna veik- inda þegar Füchse Berlin vann 27-26 sigur á Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Pólverjinn Bartlomiej Jaszka skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok en Magdeburg var fimm mörkum yfir í hálfleik. Alexander Petersson var sett- ur á skýrslu á síðustu stundu þar sem óvíst var hvort hann gæti spilað leikinn. Hann var ólíkur sjálfum sér þegar hann kom inn á, reyndi að hjálpa sínum mönn- um en tókst ekki að komast á blað og sat því mestan hluta leiksins á bekknum. Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen urðu að sætta sig við 31-31 jafntefli á móti Lemgo. Þetta var fyrsta stigið sem Rhein-Neckar Löwen tapar á heimavelli í deild- inni í vetur en liðið hafði unnið sjö fyrstu heimaleiki sína. Ólafur Stefánsson átti góðan leik og skoraði 8 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen þar af mörg mikilvæg mörk á lokasprettinum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt mark en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað. Í gær var tilkynnt hvaða leik- menn verða í úrvalsliði þýsku deildarinnar sem mætir þýska landsliðinu í Stjörnuleiknum í Leipzig 5. febrúar næstkomandi. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í þessum leik. Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, er þjálf- ari liðsins ásamt Martin Schwalb þjálfara HSV Hamburg. Dagur og Schwalb völdu síðan Alexand- er Petersson sem þriðja leik- manninn í stöðu hægri skyttu. Alexander er eini íslenski leik- maðurinn sem komst í liðið. - óój Þýski handboltinn í gær: Dramatískur sigur Füchse SPILAÐI VEIKUR Alexander Petersson gat lítið beitt sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu þegar Hoffenheim vann 2-0 sigur á Gladbach í sextán liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í gær. Gylfi skoraði markið sitt á 35. mínútu leiksins og kom Hoffen- heim í 1-0. Þetta var sjöunda mark hans á tímabilinu í 15 leikjum þar af þriðja markið sem hann skorar beint úr aukaspyrnu. Senegalmaðurinn Demba Ba skoraði seinna mark Hoffenheim á 63. mínútu eftir sendingu frá Bosn- íumanninum Sejad Salihovic. Gylfi fékk gult spjald fjórum mínútum áður en Ba skoraði markið sitt. Gylfi var í byrjunarliðinu í þriðja leiknum í röð en hann kom inn á sem varamaður í níu af fyrstu ellefu deildarleikjum sínum með Hoffenheim-liðinu. Gylfa var síðan skipt út af mínútu fyrir leiks- lok eftir fínan leik. - óój Hoffenheim sló Gladbach út úr þýska bikarnum: Þriðja aukaspyrnu- mark Gylfa í vetur 7 MÖRK Í 15 LEIKJUM Gylfi Þór Sigurðsson fagnar í gær. MYND/NORDICPHOTOS/BONGARTS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.