Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 66
50 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Í bókinni Þjóðgildin rýnir Gunnar Hersveinn, heim- spekingur og rithöfundur, í gildin sem komu fram á þjóðfundinum í nóvember 2009. Hann segir að borg- araleg vitund sé stöðug vinna og að almenningur megi ekki sofna á verðin- um, eins og henti á árunum fyrir hrun. Þjóðgildin eru sjálfstætt fram- hald bókanna Gæfuspor og Orð- spor, sem fjalla um gildin í lífinu og samfélaginu. Gunnar Her- sveinn segir að eftir hrun hafi verið óhjákvæmilegt að fylgja þeim eftir með þessari bók. „Eftir hrun fór ákveðin gerj- un í gang og allir fóru að hugsa um gildin; hver er ég og hvernig samfélag vil ég búa til? Það var að verða til nýr tíðarandi og mér fannst þessi bók kjörið innlegg inn í þá umræðu. Fyrri bækurn- ar tvær þjónuðu sem heppilegur undirbúningur og ég vissi að ég hefði einhverju að miðla. Þegar ég gaf út Orðspor var gamli tíðarandinn á fullu, andi sem einkenndist af framsækni og græðgi. Eftir hrun myndaðist jarðvegur fyrir allt aðra stemn- ingu, jöfnuð og jafnvel nægju- semi. Ég vildi gera grein fyrir þeim tíðaranda, lyfta honum upp og benda á hvernig fólk gæti unnið með hann. Ég fjalla um gildin sem viska fjöldans valdi á þjóðfundin- um 2009, reyni að setja þau skýrt fram og tek ákveðna afstöðu sem um leið er opin fyrir áframhald- andi umræðu. Það er alltaf mark- miðið, að virkja aðra til að taka þátt í umræðunni; að efla borg- aravitund og virkja hana. Baráttan um gildin Gunnar Hersveinn bendir á að það sé eitt að aðhyllast ákveðin gildi í orði kveðnu, annað að fylgja þeim eftir og lifa samkvæmt þeim. Eins sé ávallt ákveðin valdabarátta um ákveðin gildi þar sem ákveðnir hópar vilji eigna sér sum þeirra og jafnvel misnota þau. Það hafi til dæmis gerst með frelsið. „Við getum nefnt frjálshyggjuna um afl sem hefur reynt að eigna sér hugtakið og gert sína skilgrein- ingu á því að ríkjandi viðmiði. Eða Bandaríkjaforseta, sem í gegnum tíðina hafa ávallt farið inn í önnur lönd í því yfirlýsta markmiði að frelsa íbúa þeirra. Þetta er það sem kallað er skilgreiningarvald. Í bókinni bendi ég á að þetta snýst meira um sjónarhorn en sjálft hugtakið. Hugtak er í raun- inni bara rammi sem við smíðum utan um ákveðna hugmynd eða fyr- irbæri sem hjálpar okkur að skilja það. Það er hins vegar sjónarhorn- ið sem við veljum sem ræður því hvernig við vinnum með hugtakið eða miðlum því. Og sjónarhornin á frelsi eru mörg og ólík.“ Gunnar Hersveinn leggur áherslu á að gildi á borð við frelsi standi aldrei sjálfstæð, heldur tengist ávallt öðrum gildum. „Margir gera þau mistök að halda að frelsi sé hugtak sem geti bara staðið eitt og sér. Þannig lagði Viðskiptaráð Íslands til dæmis til að Ísland yrði „frjálsasta land í heimi“, sem er merkingarlaus til- laga og ómöguleg í framkvæmd. Ég tengi frelsi við önnur hugtök, til dæmis ábyrgð og kærleika. Það stendur einhvers staðar að frelsi án kærleika sé einskis virði. Vissulega er hægt að tengja frelsi saman við græðgi en það leiðir ekki til neinnar gæfu. Og það er þetta sem hver og einn spyr sig: eru þau gildi sem ég vil tileinka mér uppbyggjandi eða rífa þau niður? Vinna þau með lífinu eða á móti þeim? Græðgi eða aðrir lest- ir vinna til dæmis gegn hamingj- unni, rétt eins og ákveðið líferni vinnur gegn líkamanum.“ Hlustum á okkar innri rödd Einstaklingshyggjan hefur sjálf- sagt aldrei verið jafn sterk og á undanförnum árum. Gunnar Her- sveinn minnir hins vegar á þá þversögn að um leið hefur ein- Heiðarleiki krefst æfingar Ég vil hjálpa með 100 krónum á mánuði. Ég skrái mig með SMS- skilaboðunum FHI í síma 1900 og eftir það styrki ég Fjölskylduhjálp Íslands með 100 krónum á mánuði. Viðkomandi fær svo sent eitt SMS á mánuði sem kostar 100 krónur sem færist á símareikning um hver mánaðarmót. Öll símafyrirtækin gefa sína þjónustu. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX „Critics choice“ Time Out, London Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. GUNNAR HERSVEINN Margir eru haldnir sektarkennd yfir því að hafa látið sefjast. Undir niðri vissu Íslendingar að efnishyggjan var röng. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vissulega er hægt að tengja frelsi saman við græðgi en það leiðir ekki til neinnar gæfu. Og það er þetta sem hver og einn spyrja sig: eru þau gildi sem ég vil tileinka mér uppbyggj- andi eða rífa þau niður?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.