Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 38
 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR38 timamot@frettabladid.is Ný Ölfusárbrú var tekin í notkun þennan dag árið 1945. Eldri brúin hafði þá hrunið þegar mjólkurbíll frá Reykjavík, með annan í togi, ók yfir hana árið 1944. Brúin þoldi ekki þyngdina svo annar brúarstrengurinn slitnaði og bílarnir féllu báðir í ána. Annar bíllinn lenti í grynning- um og var hægt að ná honum upp þaðan. Hinn fór í hyldjúpa gjá ásamt bílstjóranum. Honum tókst þó að halda sér í varadekk þar til hann rak á land við Selfossbæina fyrir vestan Selfoss- kirkju. Upprunalega brúin var vígð árið 1891. Brúarsmíðin átti sér langan aðdraganda en fyrst var byrjað að ræða slíka framkvæmd árið 1872. Byggingin sjálf gekk ekki þrautalaust. Maður drukknaði við upphaf hennar og í ljós kom að steyptir stöplar brúarinnar voru ekki nógu háir og burðarstengurnar of háar. Brúin var þó mikil samgöngubót og stendur enn í dag. ÞETTA GERÐIST: 22. DESEMBER 1945 Ný Ölfusárbrú tekin í notkun BEATRIX POTTER barnabókahöfundur (1866-1943) lést þennan dag. „Til allrar hamingju var ég aldrei send í skóla; það hefði þurrkað út hluta af frumleikanum.“ Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, leir- listakona og einn af eigendum Kirsu- berjatrésins, hlaut Skúlaverðlaunin 2010 fyrir ný glös á fæti á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsinu. Glös- in eru viðbót við glerlínu Kristínar sem hefur fengið nafnið Diskó. Í Diskól- ínunni eru nú fjórar gerðir af glösum, þrjár gerðir af skálum og karafla. „Þessi glös styrkja línuna sem ég var með fyrir,“ segir Kristín. „Ég hef verið með veltiglös en ákvað að gera líka glös á fæti í sama stíl. Glösin eru blásin í Póllandi og það sem einkenn- ir þau er rauður blettur. Þegar ég var í Danmark Design skólanum byrjaði ég að blása svolítið og þar gerði ég karöflu og glös. Sú karafla var svolítið svipuð en glös- in allt öðruvísi. Þetta þróaðist síðan út í vinnuna við veltiglösin en sú hugmynd spratt af bolla sem ég gerði úr postul- íni.“ Kristín vinnur aðallega í postulín og leir en lætur blása glerið fyrir sig. „Ég er í rauninni ekkert góð að blása. Til þess þarf margra ára þjálfun, fyrir utan það að ég er ekki alveg nógu loftmik- il,“ segir Kristín hlæjandi. Hún segir það mjög flókið að vera með heitt gler á vinnustofunni, ofninn þurfi stöðuga vöktun og það henti henni ekki. Hún segir verðlaunin fyrst og fremst vera viðurkenningu og heiður. „Ég varð rosalega glöð og þetta kom mér mjög á óvart. Ég varð bara mjög grobbin, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir hún og skellihlær. „Það voru mjög fínir hlutir þarna og mér fannst mjög gaman að vinna.“ Kristín segir verðlaunin hafa vakið athygli á hönnun hennar. „Það eru ótrú- lega margir sem hafa fylgst með þessu og koma til mín í búðina í þeim tilgangi að kaupa svona glös. „Þetta er kannski ekki alveg rétti tíminn til að koma með svona vöru, dýrt munnblásið gler í fáum eintökum, en fólk hefur sýnt þessu áhuga og viðbrögðin verið mjög góð.“ Skúlaverðlaunin eru veitt fyrir besta nýja hlutinn meðal þátttakenda. Rúm- lega fjörutíu tillögur bárust að þessu sinni frá 29 aðilum. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta, sem var frumkvöðull smáiðnaðar í Reykja- vík. Faglega valnefnd skipuðu Friðgerð- ur Guðmundsdóttir vöruhönnuður, Karólína Einarsdóttir, leirlistamaður og vöruhönnuður, og Halla Bogadóttir, gullsmiður og framkvæmdastjóri. vera@frettabladid.is, fridrikab@frettabladid.is KRISTÍN SIGFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR: HLAUT SKÚLAVERÐLAUNIN VARÐ BARA MJÖG GROBBIN VERÐLAUNAGLÖS Glösin eru blásin í Póllandi og það sem einkennir þau er rauður blettur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við fráfall ástkærr ar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Laufeyjar Guðmundsdóttur Barðavogi 14. Færum starfsfólki á dvalarheimilinu Grund þakkir fyrir góða umönnun. Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Ólafur H. Þorbjörnsson Guðmundur Hall Ólafsson Hrafnhildur Þ. Ingvadóttir Arndís Ólafsdóttir Ciambra Robert Ciambra Gunnhildur Ólafsdóttir Yngvi Ólafsson Benedikt Ólafsson Sólveig Sveinsdóttir Hilmar Ólafsson Lilja Guðmundsdóttir Ólafur Ólafsson Linda Ingadóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma Ásta Kristjánsdóttir Bjartmars Hraunbúðum Vestmannaeyjum, sem lést föstudaginn 10. desember, verður jarðsungin mánudaginn 27. desember kl. 13.00 frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarsjóð Hraunbúða (1167-05-404584, kt. 640169-4869) eða Kvenfélagið Líkn. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Ólafsdóttir Bjartmars Sigurður Þór Ögmundsson Kristján G. Ólafsson Magnúsína Ágústsdóttir Edda G. Ólafsdóttir Ágúst V. Einarsson Kæru ættingjar og vinir, Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát systur okkar og mágkonu, Andreu Kristínar Hannesdóttur Ásvallagötu 65, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, 5. hæð. Sesselja Hannesdóttir Ólafur Hannesson Þorbjörg Valgeirsdóttir Jóhann Hannesson Margrét Sigfúsdóttir Sigurður Hannesson Þorbjörg Hannesdóttir Guðmundur Haraldsson Guðrún Árnadóttir Margrét Hallgrímsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Anton Eyþór Hjörleifsson Heiðarbraut 4, Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. desember s.l. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kolbrún Inga Guðmundsdóttir Guðmundur Hjörleifur Antonsson Helga Birna Valdimarsdóttir Súsanna Guðbjörg Antonsdóttir Ævar Geirdal Þröstur Ingi Antonsson Helena Birna Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðrún Sigurmannsdóttir Dúna lést fimmtudaginn 16. desember á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sigurmann Rafn Stefánsson Lóa Sigrún Leósdóttir Einar Rafn Stefánsson Lena Stefánsson Hafdís Stefánsdóttir Þórður Rafn Stefánsson Guðbjörg Hjálmarsdóttir Stefán Rafn Stefánsson Kristrún Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, Sigurbjörn Kristján Hákonarson lést að heimili sínu þann 14. desember. Jarðarför auglýst síðar. Guðbjörg Sigurðardóttir Ingibjörg Hákonardóttir Gunnar Magnússon Sigurður Hákonarson Rut Jónsdóttir Aðalheiður Hákonardóttir Valur Bjartmar Sigurðsson Halldór Hákonarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.