Fréttablaðið - 22.12.2010, Page 88

Fréttablaðið - 22.12.2010, Page 88
72 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR KÖRFUBOLTI Bandarískir bak- verðir hafa oft verið í aðalhlut- verki þegar kemur að því að leiða liðin úr leikstjórnendastöðunni í úrvalsdeild karla um árin. Það er því sérstakt að skoða stöðu mála í tölfræði fyrri umferðar Iceland Express-deildar karla eftir 11. og síðustu umferðina á árinu 2010. Þeir Ægir Þór Steinarsson, Pavel Ermolinskij, Hörður Axel Vilhjálmsson og Sævar Ingi Har- aldsson eru allir í lykilhlutverki í sínum liðum þegar kemur að því að skapa góð skotfæri fyrir félaga sína. Þeir eru í nokkrum sérflokki hvað - stoðsendingarn- ar varðar því Tindastólsmaður- inn Sean Cunningham er fyrstur bandarískra bakvarða á listanum með 6,0 stoðsendingar að meðal- tali í leik eða 0,88 færri en Sævar sem er í 4. sætinu. Fjölnismaðurinn Ægir Þór Stein- arsson er í efsta sæti, aðeins einni stoðsendingu frá því að brjóta hundrað stoðsendinga múrinn. Ægir Þór hefur gefið 99 stoðsend- ingar í 11 leikjum eða nákvæm- lega 9 að meðaltali í leik. Ægir Þór hefur titil að verja en hann varð efstur á þessum lista eftir harða baráttu við Snæ- fellinginn Sean Burton á síðasta tímabili. Ægir Þór gaf 7,8 stoð- sendingar að meðaltali í leik í fyrra og hefur því hækkað með- altal sitt um 1,2 stoðsendingar frá því í fyrra. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij hefur gælt við þrefalda tvennu í allan vetur. Hann er í 2. sæti yfir flestar stoðsendingar, aðeins fjór- um stoðsendingum á eftir Ægi. Það gera 8,64 stoðsendingar að meðaltali í 11 leikjum. Pavel er langefstur af umræddum fjórum í fráköstum enda að taka 12,18 fráköst að meðaltali í leik. Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er í þriðja sætinu með 81 stoðsendingu í 11 leikjum eða 7,4 að meðaltali í leik. Hörður er líka efstur í stigaskori af þess- um fjórum íslensku bakvörðum en hann hefur auk allra stoðsending- anna skorað 19 stig að meðaltali í leik. Hörður hækkar á listanum Fjórir íslenskir í fararbroddi Ægir Þór Steinarsson, Pavel Ermolinskij, Hörður Axel Vilhjálmsson og Sævar Ingi Haraldsson hafa slegið við öllum bandarísku bakvörðunum þegar kemur að því að spila uppi félaga sína í Iceland Express-deild karla í vetur. SÆVAR INGI HARALDSSON 26 ára Haukamaður 55 stoðsendingar í 8 leikjum HÖRÐUR AXEL VILHJÁLMSSON 22 ára Keflvíkingur 81 stoðsending í 11 leikjum PAVEL ERMOLINSKIJ 23 ára KR-ingur 95 stoðsendingar í 11 leikjum ÆGIR ÞÓR STEINARSSON 19 ára Fjölnismaður 99 stoðsendingar í 11 leikjum Flestar stoðsendingar í leik fjórða tímabilið í röð, hann var í 10. sæti 2007-08, í 9. sæti 2008-09 og svo í 6. sæti á síðasta tímabili þegar hann gaf 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Haukamaðurinn Sævar Ingi Haraldsson er síðan í 4. sætinu með 6,88 stoðsendingar að með- altali í leik. Sævar Ingi hefur misst af þremur síðustu leikjum Hauka en gaf 55 stoðsendingar í fyrstu átta leikjum liðsins. Sævar Ingi hefur passað boltann best af öllum bakvörðunum í deildinni því hann hefur aðeins tapað 12 boltum á tímabilinu á 246 mínútum sem þýðir að hann gefur 4,58 stoðsend- ingar á hvern tapaðan bolta. Fjölnir, KR, Keflavík og Haukar munu halda áfram að treysta á þá Ægi, Pavel, Hörð og Sævar þegar deildin fer af stað á ný á nýju ári og þá verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir bandarískir bakverð- ir muni ógna þeim íslensku á list- anum yfir flestar stoðsendingar í Iceland Express-deildinni. ooj@frettabladid.is 9,00 8,64 6,887,36 Ert þú á leiðinni til Abu Dhabi? Fótboltamót áhugamanna, Vodafone Cup, verður haldið 7.-8. jan. í Fífunni. Sigurliðið vinnur ferð til Abu Dhabi og VIP miða á verðlaunahátíð Laureus samtakanna. Skráning og nánari upplýsingar um mótið eru á vodafone.is HANDBOLTI Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar og THW Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar mætast í átta liða úrslitum þýska bikarsins en það var dregið í gærkvöldi. Füchse Berlin sló HSV Ham burg út úr 16 liða úrslitun- um en hafði ekki heppnina með sér því liðið mætir sjálfum þýsku meisturunum í næstu umferð. Leikirnir fara fram 2. mars næstkomandi en fjögurra liða úrslit þýska bikarsins fara síðan fram í 7. og 8. maí. Undanúrslita- leikirnir fara þá fram um sömu helgi og úrslitaleikurinn. Það var eitt annað Íslendingalið í pottinum, Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar, sem dróst á móti MT Melsungen. - óój Þýski bikarinn í handbolta: Dagur dróst á móti Alfreð ERFIÐIR MÓTHERJAR Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse. MYND/NORDICPHOTOS/BONGARTS HANDBOLTI Arnór Atlason skoraði átta mörk og var markahæstur í 36-21 sigri AG Kaupmannahöfn á FIF í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Þetta var þrettándi deildarsig- ur AG-liðsins í röð en liðið er með fimm stiga forskot á Aarhus á toppi deildarinnar. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir AG-liðið en næst- markahæsti leikmað- ur liðsins var danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen með sjö mörk. Þetta var besti leikur Arnórs með AG á tíma- bilinu en hann hafði fyrir leik- inn skorað 2,2 mörk að meðal- tali í leik. - óój Þrettándi sigur AG í röð í gær: Arnór með átta HANDBOLTI Alexander Petersson gat lítið beitt sér vegna veik- inda þegar Füchse Berlin vann 27-26 sigur á Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Pólverjinn Bartlomiej Jaszka skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok en Magdeburg var fimm mörkum yfir í hálfleik. Alexander Petersson var sett- ur á skýrslu á síðustu stundu þar sem óvíst var hvort hann gæti spilað leikinn. Hann var ólíkur sjálfum sér þegar hann kom inn á, reyndi að hjálpa sínum mönn- um en tókst ekki að komast á blað og sat því mestan hluta leiksins á bekknum. Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen urðu að sætta sig við 31-31 jafntefli á móti Lemgo. Þetta var fyrsta stigið sem Rhein-Neckar Löwen tapar á heimavelli í deild- inni í vetur en liðið hafði unnið sjö fyrstu heimaleiki sína. Ólafur Stefánsson átti góðan leik og skoraði 8 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen þar af mörg mikilvæg mörk á lokasprettinum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt mark en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað. Í gær var tilkynnt hvaða leik- menn verða í úrvalsliði þýsku deildarinnar sem mætir þýska landsliðinu í Stjörnuleiknum í Leipzig 5. febrúar næstkomandi. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í þessum leik. Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, er þjálf- ari liðsins ásamt Martin Schwalb þjálfara HSV Hamburg. Dagur og Schwalb völdu síðan Alexand- er Petersson sem þriðja leik- manninn í stöðu hægri skyttu. Alexander er eini íslenski leik- maðurinn sem komst í liðið. - óój Þýski handboltinn í gær: Dramatískur sigur Füchse SPILAÐI VEIKUR Alexander Petersson gat lítið beitt sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu þegar Hoffenheim vann 2-0 sigur á Gladbach í sextán liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í gær. Gylfi skoraði markið sitt á 35. mínútu leiksins og kom Hoffen- heim í 1-0. Þetta var sjöunda mark hans á tímabilinu í 15 leikjum þar af þriðja markið sem hann skorar beint úr aukaspyrnu. Senegalmaðurinn Demba Ba skoraði seinna mark Hoffenheim á 63. mínútu eftir sendingu frá Bosn- íumanninum Sejad Salihovic. Gylfi fékk gult spjald fjórum mínútum áður en Ba skoraði markið sitt. Gylfi var í byrjunarliðinu í þriðja leiknum í röð en hann kom inn á sem varamaður í níu af fyrstu ellefu deildarleikjum sínum með Hoffenheim-liðinu. Gylfa var síðan skipt út af mínútu fyrir leiks- lok eftir fínan leik. - óój Hoffenheim sló Gladbach út úr þýska bikarnum: Þriðja aukaspyrnu- mark Gylfa í vetur 7 MÖRK Í 15 LEIKJUM Gylfi Þór Sigurðsson fagnar í gær. MYND/NORDICPHOTOS/BONGARTS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.