Sameiningin - 01.08.1899, Side 5
69
sem hann er ráðinn af Þingvallanýiendu-söfnuði í Assa., hefir, fyrir ut-
an fasta söfnuði sína, prédikað og gjört önnur prestverk á 5 stöðum í
ýmsum hygðarlögum í Nýja Islandi. Auk þess hefir hann heimsött Is-
lendinga í Keewatin og Rat Portage, og þá sem búa á ýmsum stöðum
meðfram Norðvestur-brautinni. Einusinni heimsötti hann nýlenduna
íslenzku á vesturströnd Manitoha-vatns, svo og Vatnsdalsnýlenduna,
Brandon-söfnuð og íslendinga í Carberry. Á öllum þessum stöðum hefir
hann prédikað og skírt hörn.
Það, sem borgað hefir verið úr kirkjufélagssjóði fyrir missiónarstarf,
sést af ársskýrslu féhirðis, svo og upphæð gjafa þeirra, sem félaginu
hafa verið sendar frá fólki, er slíkrar prestþjönustu hefir notið.
Það, sem kirkjufélagið hefir gjört á árinu í missiónaráttina, sýnist
livervetna hafa verið vel metið af almenningi. Ættu þær undirtektir,
sem viðleitni sú frá hálfu kirkjufélagsins hefir fengið hjá trúarbræðrum
á meðal þjóðflokks vors hér, og hinn hlýi hugur til félagsins, sem hún
hefir vakið og glætt, að verða oss ný hvöt til þess að halda áfram verk-
inu og láta oss fara fram, bæði hvað áhuga snertir fyrir missiónar-mál-
inu, og vilja til þess að gjöra það fyrir málefnið sem oss er unt. Von-
andi er, að það komi í Ijós á þessu þingi og svo í verkinu á árinu, að oss
hafi ekki farið aftur í þessu tilliti.
Samtalsfundir út af trúar- og kirkjumálum hafa verið haldnir í ýms-
um söfnuðum kirkjufélagsins síðastl. haust. I nóvember voru slíkir
fundir haldnir í kirkju Selkirk- safnaðar og Fyrstu lút. kirkju í Winni-
peg (16. og 17.); þá í kirkjum Vídalíns-, Víkur- og Garðar-safnaða í N.-
Dak. (19., 23. og 24.). TJmræðuefnið á öllum þessum fundum var: Sann-
ur kri&tindómur. Ejörir af prestum kirkjufélagsins voru á öllum þessum
fundum (sjá ,,Sam.“ XIII, bls. 153—155). Á fundi fyrir prestakall séra
Björns B. Jónssonar, sem haldinn var í Minneota, Minn., þ. 11. des., var
umræðuefni haft hið sama. En af prestum var þar enginn nemaheima-
presturinn. í kirkju Argyle safnaða (Fríkirkju- og Frelsis- safnaða) í
Man. var samtalsfundur tvo daga í janúar, hinn 24. og'25. Umræðuefni
þar fyrra daginn var: Hvað eic/um rér aö lesaf’', en síðara daginn: Lýterska
kirkjan oc; aðrar kirkjur". Ejörir af prestum kirkjufólagsins þar viðstadd-
ir (sjá ,,Sam.“ XIII, bls. 181—184).
Hluttaka almennings í svona löguðum umræðum fer vaxandi. Og
yfir höfuð voru fundir þcssir allir fremur vel sóttir.
Skólamál kirkjufélagsins má heita að hafi legið í dái síðan í fyrra.
Skólanefndin ekkert verulegt gjört annað en að fresta málinu og annast
skölasjöðinn. Nefndin gjörir væntanlega grein, á þessu þiiigi, fyrir því,
að málið hefir legið þannig í salti. Vonanda, að kirkjuþing þetta sjái
ráð til þess að hrinda málinu áfram; því lengur má það ekki liggja
svona, ef oss á ekki öllum að verða til óvirðingar.
Málið um inngöngu kirkjufélagsins í General Council liggur nú fyrir
til úrslita. Eina ástæðan, sem til kynni að vera fyrir því, að vér hikuð-
um oss við að tengjast þeirri aðaldeild lútersku kirkjunnar í Ameríku,
er tilhneiginghinna kirkjulegu leiðtoga þar margra til að flýta því sem
allra mest, að innfluttu þjöðfiokkarnir taki upp enska tungu, — eða, að
jneðal þeirra sé sem allra fyrst farið að viðhafa það mál í kirkjunni, Til