Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1899, Síða 6

Sameiningin - 01.08.1899, Síða 6
70 þess finna vitanlega Þjóðverjar margir og Svíar all-sárt.—þeir, er þegar liafa tengst General Council. Að því er trúarstefnu Cteneral Council- manna snertir, þá er þar vitanlega alls ekkert fyrir oss aðöttast, Þeirra stefna þar er sannlútersk, oss alveg vist geðfeldari og hollari, en flestra eða allra annarra lúterskra Jdrkjuflokka í landinu. Frá þvi sjónarmiði er hiklaust óhætt að ráða til inngöngunnar. Bandalög (Luther Leagues) fyrir unga fölkið í söfnuðunum, sjö að að tölu, eru enn í gangi. Ekkert nýtt hcfir viðbæzt svo kunnugt sé. Samhandsfundur íyrir þau bandalög verður haldinn vsentanlega, í sam- handi við þetta ársþing kirkjufélagsins, eins og í fyrra. Ein prestsvígsla heflr farið fram innan kirkjufélagsins síðan í fyrra eins og þegar er getið. Engin kirkja verið vígð á árinu. En búist við, að meðan á þessu kirkjuþingi stendur verði vígð kirkjan hér að Hallson, sem ársþing þetta er haldið í, og sömuleiðis nágrannakirkjan, kirkja Péturssafnaðar. Kirkjan í Selkirk hefir verið fullbygð á þessu ári. Hefir all-miklu verið til þess kostað, og er hún nú mjög ánægjulegt og virðulegt guðshús,— fólki þar til verulegs sóma.—Ýmsar aðrar kirkjur til stórramuna endur- bættar og auðgaðar að áhöldum. Reformaziönar guðsþjónustur, nálægt mánaðamótum október og növember, fara fjölgandi innan kirkjufélagsins. Eyrir samskotum, sem tekin hafa verið síðastliðið haust í ýmsum söfnuðum við þær guðsþjón- ustur, gjörir féhirðir kirkjufélagsins grein. Bindindisprédikanir hafa af sumum prestanna verið fiuttar, sam- kvæmt bending síðasta kirkjuþings. Hin þrjú trúmála-tímarit vor halda áfram: ,,Sameiningin“, Alda- möt“ og ,,Kennarinn“. „Sam.“ var skuldlaus um nýár. En síðan hefir það blað aftur komist í skuld. Kirkjumyndirnar, sem „Sam.“ fór að koma með eftir síðustu áramót, með talsverðum aukakostnaði, hefði þó átt að vera fólki aukin hvöt til þess að standa í skilum við blaðið og vinna að útbreiðslu þess. ,, Aldamöt1' síðasta ár liafa verið prentuð í Winnipeg, enn vandaðri en áður að ytri frágangi.—Útbreiðslakirkjurita vorra er enn langt of lítil. Bökasafni kirkjufélagsins, sem enn er í vörzlum séra Jóns Bjarna- sonar, samkvæmt ráðstöfun skólanefndarinnar, hafa bæzt eigi all-fáar bækur að gjöf frá Islandi. Fyrir þeim bökagjöfum er kvittað í ,,Sam.“. Mótspyrna utan frá gegn starfsemi kirkjufélagsins er ekki teljandi. Og í þeim söfnuðum, sem njóta stöðugrar og reglu'oundinnar prestþjón- ustu, fer kristindómsáhuginn sýnilega vaxandi. Með Samúel getum vér sagt: „Hingað að hefir drottinn hjálpað oss" (1. Sam. 7,12.). Fyrir náð hans höfum vér komist áfram og unnið bug á ýmsum erfiðleilcum, sem við hefir verið að stríða, en ekki er það vorum dugnaði að þakka. Lítandi til sjálfra vor, tilheyrir oss blygðan vors auglitis vegna vorra mörgu synda; en lítandi til drottins, sem oss hefir leitt með líknarstaf sínum og blessað vort vesæla kirlcjustarf, getum vér öruggir unnið að verkinu í trausti til hans, sem hjáipað hefir hingað til, og hvatt hvern annan áfram í Jesú nafni.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.