Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1899, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.08.1899, Qupperneq 10
74 yröi ekki fyr en kl. 7 um kvöldið sökum jarðarfarar, er fram átti að fara í kirkjunni eftir hádegið, og til að gefa hinum ýmsu nefndum tíma til að starfa. Fimti fundur, sama dag kl. 7 e. h. Sungið 3. vers af sálminum 55. Allir á fundi nema Jakob Benediktsson. Skðlamálið var þá tekið fyrir. Sigtryggur Jónasson lagði fram eftirfylgj- andi skýrslu og tillögu frá skólanefndinni: Yér undirskrifaðir, sem kosnir vorum á síðasta kirkjuþingi sem stjórnarnefnd (Board of Directorsj hins fyrirhugaða lærða sköla (Acade- my’s) kirkjufélagsins, leyfum oss að leggja fram eftirfylgjandi skýrslu um starf vort síðan á seinasta kirkjuþingi. Síðan vér vorum kosnir, sem stjörnarnefnd, höfum vér haft nokkra fundi til þess að ráðstafa ýmsum málefnum skö'.asjöðsins. Á fyrsta fundinum, er vér héldum í Winnipeg, hinn 30. júní 18P8, í samræmi við samþykt, er gjörð var á síðasta kirkjuþingi, sömdum vér við Mr. Thos' H. Johnson, lögfræðisnemanda, að annast um hökfærslu skölasjöðsins gegn $25.00 þöknun á ári. Út af samþyktinni, sem gjörð var á síðasta kirkjuþingi, í þá átt að fela oss að ákveða hinum fyrirhugaða sköla (Academy) kirkjufélagsins heimili í Winnipeg fyrir lok síðastliðins árs (1898), ef ákveðinn styrkur fengist til hans í Winnipeg-bæ eða annarsstaðar í Canada, þá leyfum vér oss að skýra frá, að þótt vér fengjum loforð fyrir all-miklum styrk í Winnipeg tíl skólans vantaði samt mikið á, að þau loforð nægðu til að fullnægja skilyrðum þeim er sett voru fyrir því, aðvér ákvæðum honum heimili í Winnipeg, svo vér gjörðum engar ráðstafanir í þá átt. Vér leyfum oss einnig að skýra frá, að vér höfum engin tilboð fengið um styrk handa skólanum frá öðrum hæjum, hvorki í Norður.Dakota né Manitoba, ef skóianum væri ákveðið heimili þar, síðan áseinastakirkju- þingi, svo vér höfum ekki ákveðið honum heimili neinstaðar, né gjört ráðstafanir til að löggilda stofnunina, hvorki i Dakota, né Manitoha. Með því að hinum fyrirhngaða sköla kirkjufélagsins hefir þannig ekki verið ákveðið heimili, og með því það var viðurkent í samþykt síð- asta kirkjuþings, að Winnipeg-bær væri að ýmsu leyti betur settur en aðrir hæir í Manitoba og nærliggjandi ríkjum sem heimili skólans, og með því vissa er fengin fyrir því, að Winnipeg-búar, aðrir en einstakir íslendingar, eru reiðubúnir að leggja fram all-mikið fé í byggingai sjóð skölans, og með því, ennfremur, að vér álítum sérlega nauðsynlegt fyrir þetta mál, að skólanum verði ákveðið heimili á þessu ári, skólastofnun- in löggilt á næsta vetri og kensla byrjuð eins fljótt og unt er,—leyfum vér oss að koma fram með eftirfylgjandi tillögu. sem vér ráðum kirkju- þinginu til að samþykkja: Kirkjuþingið gefur skölanefnd þeirri (Board of Directors), sem kosin

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.