Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1899, Side 23

Sameiningin - 01.08.1899, Side 23
87 þá var gengiS til kosninga um útgáfunefnd ,, Sameining- arinnar, “ og hlutu þessir kosningu : Séra J. Bjarnason, séra F. J. Bergmann, J. A. Blöndal, séra Rúnólfur Marteinsson og séra J. A. Sigurösson. Að því búnu var sunnudagsskólanefndin kosin, og hlutu hessir kosningu : Séra Björn B. Tónsson, B. T. Brandsson og H. S. Bárdal. Séra Jónas A. Sigurðsson stakk upp á, að nefndin sé gjörð að fimm manna nefnd, og var það stutt og samþykt. Svo var stungið upp á, stutt og samþykt, að séra J. J. Cle- mens og Bjarna Marteinssyni sé bætt við í nefndina. Yfirskoðunarmenn allra reikninga kirkjufélagsins voru kosnir: B. T. Björnsson og H. S. Bárdal. Út af bendingu frá séra O. V. Gíslasyni, gjörði séra J. A. Sigurðsson þessa uppástungu : „Kirkjuþingið minnir söfnuði kirkjufélagsins á það, að eignast sem fyrst heilaga ritningu, til hagnýtingar við guðs- þjónustur, í sem fegurstu og beztu ástandi. “ Uppástungan var studd og samþykt. Séra Rúnólfur Marteinsson gjörði uppástungu um, að þingið gjöri svohljóðandi yfirlýsingu : ,, Kirkjuþingið lýsir yfir því áliti sínu, að það sé undir öllum kringumstæðum sjálfsagt, að þeir, sem veita tilsögn á sunnudagsskólum kirkjufélagsins, kenni ekkert það sem kem- ur í bága við trúarjátningar kirkjufélags vors. “ Stutt og samþykt. Nefndin, sem sett var til að ákveða tekjur kirkjufélagsins, skýrði frá, að hún hefði komið sér saman um $175.00 upphæð. þingið samþykti þessa áætlun. þá var tekið á móti boðum frá söfnuðunum um,að taka á móti kirkjuþingi næsta ár. Sigurður Sigurðsson flutti tilboð frá Garðar-söfnuði; Björn Jónsson, frá söfnuðunum í Argyle ; H. S. Bárdal, frá söfnuðinum í Selkirk. þriggja manna nefnd var sett til að íhuga þessi boð, og voru valdir í hana Jón A. Blöndal, séra R. Marteinsson og Pálmi Hjálmarsson. Nefndin skýrði frá, að hún hefði korniðsér saman um að ráða

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.